Þreyta vegna umræðunnar um umhverfismál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2024 20:05 Þátttakendur unnu meðal annars í hópum í dag eftir erindi dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltof miklum verðmætum er sóað á Íslandi og má tengja það aukinni velmegun í landinu. Þá eru landsmenn orðnir þreyttir á umræðunni um umhverfismál því hlutirnir gerast svo hægt. Þetta kom meðal annars fram á fundi á Hvolsvelli í dag. Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira