Stjörnubrúðkaup á Siglufirði: „Partý sem fór hálfpartinn úr böndunum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. júní 2024 14:58 Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi giftu sig í blíðskaparveðri á Siglufirði um helgina. Blik Studio Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn. Snorri og Nadine kynntust á fréttagólfinu hjá Stöð 2 þegar þau störfuðu bæði sem fréttamenn. Að sögn Nadine voru þau góðir vinir um stund áður en ástin kviknaði á milli þeirra vorið 2022. Þá var ekki aftur snúið. Saman eiga hjónin einn dreng, Má sem er eins árs, en fyrir á Nadine Theodór sem er fimm ára. Blik Studio Siglufjörður tengir þau saman Að sögn Nadine er Siglufjörður í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. „Við tengjumst bæði Siglufirði. Fjölskylda Snorra rekur Hótel Siglunes og afi minn er uppalinn á Siglufirði. Við höfum eytt miklum tíma þar saman og elskum þennan fallegasta bæ landsins,“ segir Nadine. Hvenær trúlofuð þið ykkur? „Snorri bað mín á ströndinni í Marokkó þann 22. desember 2023, sem var mjög fallegt og gaman.“ Hvernig var brúðkaupsdagurinn? „Dagurinn var yndislegur í alla staði. Ég naut dagsins með vinkonum mínum í heitum potti, sjósundi og sauna. Svo áttum við æðislega vinkonustund á svítunni á Sigló hótel sem er alveg meiri háttar með fallegu sjávarútsýni. Þar gerðum við okkur sætar og fínar, fengum okkur kampavín og dönsuðum áður en haldið var í Siglufjarðarkirkju.“ Blik Studio Blik Studio Tónlistarveisla í athöfninni Nadine og Snorri voru gefin saman í Siglufjarðarkirkju af séra Skúla S. Ólafssyni og segir Nadine að athöfnin hafi verið frábær í alla staði. Blik Studio „Við fengum lúðrasveit til að spila brúðarmarsinn þegar ég gekk inn og eins þegar við gengum út. Í athöfninni sló góður vinur okkar beggja og kærasti bestu vinkonu minnar Önnu Guðbjargar, Allan Sigurðsson, í gegn þegar hann flutti lagið okkar Snorra í sinni útgáfu. Lagið heitir Seabird og er með Alessi Brothers. Allan er ekki vanur að koma fram en syngur eins og engill og það voru ekki mörg þurr augu í kirkjunni. Eftir það tóku vinir okkar og tónlistarmennirnir Jóhann Kristófer og Flóni lagið 100p sem er lag sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það kom virkilega vel út að heyra smá rapp í kirkjunni.“ Tónlistaratriðin má sjá hér að neðan: Klippa: Alli vinur Lúðrasveit og skrúðganga í veisluna Að athöfn lokinni leiddu Nadine og Snorri skrúðgöngu ásamt lúðrasveitinni að Kaffi rauðku þar sem veislan var haldin. Veislustjórar kvöldsins voru þau Þórdís Valsdóttir fjölmiðlakona og Sigurður Ingvarsson leikari sem héldu uppi fjörinu eins og þeim einum er lagið. Hljómsveitin ClubDub og siglfirska bandið Ástarpungarnir lék fyrir dansi, við það braust út alveg svakalegt partý, partý sem fór hálfpartinn úr böndunum eins og það átti að gera. Síðan sá Dj Danni Delux um að halda partýinu gangandi til klukkan þrjú um nóttina. Blik Studio Blik Studio <Blik Studio Stikkfrí í undirbúningnum Fór langur tími í undirbúning? „Við ákváðum strax í upphafi að við ætluðum að fá hjálp við undirbúninginn. Systir mín, Denise Margrét Yaghi og vinkona hennar Karítas Ósk Harðardóttir, sáu alfarið um allan undirbúning. Þær reka fyrirtækið Stikkfrí og ég gæti ekki mælt meira með þeim. Þær skipulögðu allt brúðkaupið, pössuðu að það væri alltaf búið að ganga frá öllum lausum endum í tæka tíð, sáum um skreytingar, fjármál og hvað eina. Ég hefði aldrei notið mín svona vel ef ég hefði verið búin að eyða allri orkunni minni í undirbúninginn. „Í staðinn mætti ég bara glöð og kát í brúðkaupið mitt og skemmti mér konunglega án alls óþarfa stress.“ Blik Studio Hvaðan eru fötin ykkar? „Ég lét sauma kjólinn hjá Ylfu Hjaltested Pétursdóttir sem er fagmanneskja fram í fingurgóma. Snorri fékk fötin sín hjá klæðskera sínum Agli Ásbjarnarsyni í Suitup Reykjavík. Strákarnir okkar klæddust fötum frá As We Grow.“ Fleiri myndir frá deginum má sjá hér að neðan: Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Nadine & SnorriBlik Studio Blik Studio Blik Studio Samkvæmislífið Ástin og lífið Brúðkaup Fjallabyggð Tengdar fréttir Stjörnulífið: Afmæli í sitthvoru lagi, 17. júní og brúðkaupsveislur Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, brúðkaup og útskriftir í blíðskaparveðri báru þar hæst. Myndir frá ferðalögum eru einnig áberandi þar sem Íslendingar virðast æstir í sleikja sólina hér á landi sem og erlendis. 18. júní 2024 11:08 Bannaði Snorra að kjósa Arnar Þór Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eru stödd á kosningavöku óháðra á Nasa og bíða spennt eftir að fyrstu tölur berist. 1. júní 2024 22:40 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Snorri og Nadine kynntust á fréttagólfinu hjá Stöð 2 þegar þau störfuðu bæði sem fréttamenn. Að sögn Nadine voru þau góðir vinir um stund áður en ástin kviknaði á milli þeirra vorið 2022. Þá var ekki aftur snúið. Saman eiga hjónin einn dreng, Má sem er eins árs, en fyrir á Nadine Theodór sem er fimm ára. Blik Studio Siglufjörður tengir þau saman Að sögn Nadine er Siglufjörður í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. „Við tengjumst bæði Siglufirði. Fjölskylda Snorra rekur Hótel Siglunes og afi minn er uppalinn á Siglufirði. Við höfum eytt miklum tíma þar saman og elskum þennan fallegasta bæ landsins,“ segir Nadine. Hvenær trúlofuð þið ykkur? „Snorri bað mín á ströndinni í Marokkó þann 22. desember 2023, sem var mjög fallegt og gaman.“ Hvernig var brúðkaupsdagurinn? „Dagurinn var yndislegur í alla staði. Ég naut dagsins með vinkonum mínum í heitum potti, sjósundi og sauna. Svo áttum við æðislega vinkonustund á svítunni á Sigló hótel sem er alveg meiri háttar með fallegu sjávarútsýni. Þar gerðum við okkur sætar og fínar, fengum okkur kampavín og dönsuðum áður en haldið var í Siglufjarðarkirkju.“ Blik Studio Blik Studio Tónlistarveisla í athöfninni Nadine og Snorri voru gefin saman í Siglufjarðarkirkju af séra Skúla S. Ólafssyni og segir Nadine að athöfnin hafi verið frábær í alla staði. Blik Studio „Við fengum lúðrasveit til að spila brúðarmarsinn þegar ég gekk inn og eins þegar við gengum út. Í athöfninni sló góður vinur okkar beggja og kærasti bestu vinkonu minnar Önnu Guðbjargar, Allan Sigurðsson, í gegn þegar hann flutti lagið okkar Snorra í sinni útgáfu. Lagið heitir Seabird og er með Alessi Brothers. Allan er ekki vanur að koma fram en syngur eins og engill og það voru ekki mörg þurr augu í kirkjunni. Eftir það tóku vinir okkar og tónlistarmennirnir Jóhann Kristófer og Flóni lagið 100p sem er lag sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það kom virkilega vel út að heyra smá rapp í kirkjunni.“ Tónlistaratriðin má sjá hér að neðan: Klippa: Alli vinur Lúðrasveit og skrúðganga í veisluna Að athöfn lokinni leiddu Nadine og Snorri skrúðgöngu ásamt lúðrasveitinni að Kaffi rauðku þar sem veislan var haldin. Veislustjórar kvöldsins voru þau Þórdís Valsdóttir fjölmiðlakona og Sigurður Ingvarsson leikari sem héldu uppi fjörinu eins og þeim einum er lagið. Hljómsveitin ClubDub og siglfirska bandið Ástarpungarnir lék fyrir dansi, við það braust út alveg svakalegt partý, partý sem fór hálfpartinn úr böndunum eins og það átti að gera. Síðan sá Dj Danni Delux um að halda partýinu gangandi til klukkan þrjú um nóttina. Blik Studio Blik Studio <Blik Studio Stikkfrí í undirbúningnum Fór langur tími í undirbúning? „Við ákváðum strax í upphafi að við ætluðum að fá hjálp við undirbúninginn. Systir mín, Denise Margrét Yaghi og vinkona hennar Karítas Ósk Harðardóttir, sáu alfarið um allan undirbúning. Þær reka fyrirtækið Stikkfrí og ég gæti ekki mælt meira með þeim. Þær skipulögðu allt brúðkaupið, pössuðu að það væri alltaf búið að ganga frá öllum lausum endum í tæka tíð, sáum um skreytingar, fjármál og hvað eina. Ég hefði aldrei notið mín svona vel ef ég hefði verið búin að eyða allri orkunni minni í undirbúninginn. „Í staðinn mætti ég bara glöð og kát í brúðkaupið mitt og skemmti mér konunglega án alls óþarfa stress.“ Blik Studio Hvaðan eru fötin ykkar? „Ég lét sauma kjólinn hjá Ylfu Hjaltested Pétursdóttir sem er fagmanneskja fram í fingurgóma. Snorri fékk fötin sín hjá klæðskera sínum Agli Ásbjarnarsyni í Suitup Reykjavík. Strákarnir okkar klæddust fötum frá As We Grow.“ Fleiri myndir frá deginum má sjá hér að neðan: Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Blik Studio Nadine & SnorriBlik Studio Blik Studio Blik Studio
Samkvæmislífið Ástin og lífið Brúðkaup Fjallabyggð Tengdar fréttir Stjörnulífið: Afmæli í sitthvoru lagi, 17. júní og brúðkaupsveislur Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, brúðkaup og útskriftir í blíðskaparveðri báru þar hæst. Myndir frá ferðalögum eru einnig áberandi þar sem Íslendingar virðast æstir í sleikja sólina hér á landi sem og erlendis. 18. júní 2024 11:08 Bannaði Snorra að kjósa Arnar Þór Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eru stödd á kosningavöku óháðra á Nasa og bíða spennt eftir að fyrstu tölur berist. 1. júní 2024 22:40 Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Stjörnulífið: Afmæli í sitthvoru lagi, 17. júní og brúðkaupsveislur Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, brúðkaup og útskriftir í blíðskaparveðri báru þar hæst. Myndir frá ferðalögum eru einnig áberandi þar sem Íslendingar virðast æstir í sleikja sólina hér á landi sem og erlendis. 18. júní 2024 11:08
Bannaði Snorra að kjósa Arnar Þór Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eru stödd á kosningavöku óháðra á Nasa og bíða spennt eftir að fyrstu tölur berist. 1. júní 2024 22:40
Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 26. febrúar 2024 07:00