Þorgrímur er einn duglegasti maður landsins, undanfarin ár hefur hann starfað sem rithöfundur og meðal annars komið að fræðslu fyrir börn og unglinga í grunnskólum landsins. Mikla athygli vakti í október í fyrra þegar Þorgrímur viðraði miklar áhyggjur sínar af geðheilsu ungmenna og stöðunni í grunnskólum landsins.
Íbúð Þorgríms er á tveimur hæðum og er önnur hæðin ris. Henni fylgir vinnustofa eða íbúð sem búið er að útbúa í bílskúr. Bílskúrinn var byggður 2023. Eignin er í heildina 180 fermetrar að stærð. Henni fylgja fimm svefnherbergi, stofa og borðstofa í opnu rými. Stutt er í Elliðarárdalinn úr íbúðinni.
Sjá nánar á fasteignavef Vísis.














