Fáu spáð en vel fylgst með Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. júní 2024 15:00 Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. Reykjanesskaginn er ungur landshluti hvað eldvirkni varðar, án þróaðra megineldstöðva, og flekaskilin þvinguð til að beygja í austur. Rekhreyfingar á skaganum verða blanda af toggliðnum á norðaustlægum sprungum og hliðrun jarðlaga á norðlægum sprungum. Svo virðist sem staðsetning gosreina á skaganum sé heldur flóknari en fyrstu líkön hafa lýst með afmörkun eldstöðvakerfa, Tengsl milli sprungukerfa og kvikumyndunarstaða eru ef til vill greiðari en annar staðar á eldvirkum svæðum landsins. Alllengi hefur verið talið að kvika safnist fyrir næsta stöðugt undir kerfunum á mörkum möttuls og skorpu. Hún brjótist fremur reglubundið úr svonefndum kvikuþróm í endurteknum rekhrinum við samspil spennulosunar og vaxandi þrýstings kvikunnar. Kvikan treðst í skorpuna, veldur myndun (kviku)ganga, en lítill hluti hennar nær oftast að gjósa upp á yfirborð jarðar. Það getur gerst án viðstöðu hennar í skorpunni eða eftir geymsluhlé. Þá með nýmyndun kvikuhólfs, eða í kvikuhólfi af fyrra virknistímabili. Kvikuþrær eru stórar en kvikuhólf miklum mun minni. Nýtt virknistímabil á Reykjanesskaga hófst vestan til á árinu 2019 með sprungumyndun, skjálftum og kvikuinnskotum án eldgosa fram undir vorið 2021. Stór svæðisgangur varð þá til við Fagradalsfjall. Skömmu síðar veitti Geldingadalagosið djúplægri kviku upp í löngu gosi. Hin gosin tvö við fjallið (2022 og 2023) voru stutt með kviku sömu ættar en þróaðri að innihaldi. Þegar svo jarðvirkni færðist vestur fyrir Þorbjörn, tók kvika að safnast í þykkan, láréttan gang (sillu, þ.e. kvikuhólf) skammt frá athafnasvæðinu við Svartsengi. Kvikan barst þangað upp úr stórri kvikuþró, mögulega þeirri sömu og gaf af sér efni í gosin við Fagradalsfjall, og hún olli landrisi. Aftur varð samspil flekareks og kvikuþrýstings til þess að annar stór svæðisgangur myndaðist, nú á yfir 2.000 ára gamalli gosrein úr óróahrinu NA af Grindavík, samfara miklum skjálftum (nóvember 2023). Brátt varð eldgos þar uppfrá, í desember 2024, það fyrsta af fimm. Fjögur fyrstu eldgosin NA við Grindavík má rekja til austurjaðarsins á sillunni (kvikuhólfinu) nálægt Svartsengi. Þaðan hljóp kvika í löngum sprungum sem logðaði stutt á, nema í fjórða gosinu (mars 2024) þegar alllengi lifði í 1-2 eldborgum. Landris og líkanreikningar leyfðu ágætar spár um atburðarás í hvert sinn. Kvikan bar þess merki að hafa staðið við í kvikuhólfinu. Henni svipar nokkuð til kviku úr stuttu gosunum við Fagradalsfjall. Fimmta gosið, sem enn stendur yfir í einni eldborg, skilar aftur á móti kviku áþekkri Geldingadalakvikunni. Þar með má telja að kvikuhólfið (sillan) við Svartsengi sé tekin að veita djúplægri kviku viðstöðulítið upp úr kvikuþró svæðisins. Þessi breyting á kvikugerð í eldgosunum gefur varla tilefni til að spá goslokum með miklum líkum eða framhaldi eldvirkni á Grindavíkur- eða Svartsengissvæðinu. Nýtt landris yfir kvikuhólfinu myndi vissulega benda til mögulegs framhalds. Stór kvikuþróin getur séð kvikuhólfinu fyrir efni í fleiri gos á í Sundhnúksreininni en líka við vesturjarðar kvikuhólfsins, nálægt Eldvarpareininni. Hún getur einnig fóðrað núverandi gos dögum og vikum saman. Æskilegast væri að allt dytti sem fyrst í dúnalogn. Af eldgosasögunni má búast má við að stuttu eða löngu, lygnu tímabili ljúki með því að óróinn færist til vesturs eða austurs á skaganum. Sjáum hvað setur. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. Reykjanesskaginn er ungur landshluti hvað eldvirkni varðar, án þróaðra megineldstöðva, og flekaskilin þvinguð til að beygja í austur. Rekhreyfingar á skaganum verða blanda af toggliðnum á norðaustlægum sprungum og hliðrun jarðlaga á norðlægum sprungum. Svo virðist sem staðsetning gosreina á skaganum sé heldur flóknari en fyrstu líkön hafa lýst með afmörkun eldstöðvakerfa, Tengsl milli sprungukerfa og kvikumyndunarstaða eru ef til vill greiðari en annar staðar á eldvirkum svæðum landsins. Alllengi hefur verið talið að kvika safnist fyrir næsta stöðugt undir kerfunum á mörkum möttuls og skorpu. Hún brjótist fremur reglubundið úr svonefndum kvikuþróm í endurteknum rekhrinum við samspil spennulosunar og vaxandi þrýstings kvikunnar. Kvikan treðst í skorpuna, veldur myndun (kviku)ganga, en lítill hluti hennar nær oftast að gjósa upp á yfirborð jarðar. Það getur gerst án viðstöðu hennar í skorpunni eða eftir geymsluhlé. Þá með nýmyndun kvikuhólfs, eða í kvikuhólfi af fyrra virknistímabili. Kvikuþrær eru stórar en kvikuhólf miklum mun minni. Nýtt virknistímabil á Reykjanesskaga hófst vestan til á árinu 2019 með sprungumyndun, skjálftum og kvikuinnskotum án eldgosa fram undir vorið 2021. Stór svæðisgangur varð þá til við Fagradalsfjall. Skömmu síðar veitti Geldingadalagosið djúplægri kviku upp í löngu gosi. Hin gosin tvö við fjallið (2022 og 2023) voru stutt með kviku sömu ættar en þróaðri að innihaldi. Þegar svo jarðvirkni færðist vestur fyrir Þorbjörn, tók kvika að safnast í þykkan, láréttan gang (sillu, þ.e. kvikuhólf) skammt frá athafnasvæðinu við Svartsengi. Kvikan barst þangað upp úr stórri kvikuþró, mögulega þeirri sömu og gaf af sér efni í gosin við Fagradalsfjall, og hún olli landrisi. Aftur varð samspil flekareks og kvikuþrýstings til þess að annar stór svæðisgangur myndaðist, nú á yfir 2.000 ára gamalli gosrein úr óróahrinu NA af Grindavík, samfara miklum skjálftum (nóvember 2023). Brátt varð eldgos þar uppfrá, í desember 2024, það fyrsta af fimm. Fjögur fyrstu eldgosin NA við Grindavík má rekja til austurjaðarsins á sillunni (kvikuhólfinu) nálægt Svartsengi. Þaðan hljóp kvika í löngum sprungum sem logðaði stutt á, nema í fjórða gosinu (mars 2024) þegar alllengi lifði í 1-2 eldborgum. Landris og líkanreikningar leyfðu ágætar spár um atburðarás í hvert sinn. Kvikan bar þess merki að hafa staðið við í kvikuhólfinu. Henni svipar nokkuð til kviku úr stuttu gosunum við Fagradalsfjall. Fimmta gosið, sem enn stendur yfir í einni eldborg, skilar aftur á móti kviku áþekkri Geldingadalakvikunni. Þar með má telja að kvikuhólfið (sillan) við Svartsengi sé tekin að veita djúplægri kviku viðstöðulítið upp úr kvikuþró svæðisins. Þessi breyting á kvikugerð í eldgosunum gefur varla tilefni til að spá goslokum með miklum líkum eða framhaldi eldvirkni á Grindavíkur- eða Svartsengissvæðinu. Nýtt landris yfir kvikuhólfinu myndi vissulega benda til mögulegs framhalds. Stór kvikuþróin getur séð kvikuhólfinu fyrir efni í fleiri gos á í Sundhnúksreininni en líka við vesturjarðar kvikuhólfsins, nálægt Eldvarpareininni. Hún getur einnig fóðrað núverandi gos dögum og vikum saman. Æskilegast væri að allt dytti sem fyrst í dúnalogn. Af eldgosasögunni má búast má við að stuttu eða löngu, lygnu tímabili ljúki með því að óróinn færist til vesturs eða austurs á skaganum. Sjáum hvað setur. Höfundur er jarðvísindamaður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun