Fáu spáð en vel fylgst með Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. júní 2024 15:00 Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. Reykjanesskaginn er ungur landshluti hvað eldvirkni varðar, án þróaðra megineldstöðva, og flekaskilin þvinguð til að beygja í austur. Rekhreyfingar á skaganum verða blanda af toggliðnum á norðaustlægum sprungum og hliðrun jarðlaga á norðlægum sprungum. Svo virðist sem staðsetning gosreina á skaganum sé heldur flóknari en fyrstu líkön hafa lýst með afmörkun eldstöðvakerfa, Tengsl milli sprungukerfa og kvikumyndunarstaða eru ef til vill greiðari en annar staðar á eldvirkum svæðum landsins. Alllengi hefur verið talið að kvika safnist fyrir næsta stöðugt undir kerfunum á mörkum möttuls og skorpu. Hún brjótist fremur reglubundið úr svonefndum kvikuþróm í endurteknum rekhrinum við samspil spennulosunar og vaxandi þrýstings kvikunnar. Kvikan treðst í skorpuna, veldur myndun (kviku)ganga, en lítill hluti hennar nær oftast að gjósa upp á yfirborð jarðar. Það getur gerst án viðstöðu hennar í skorpunni eða eftir geymsluhlé. Þá með nýmyndun kvikuhólfs, eða í kvikuhólfi af fyrra virknistímabili. Kvikuþrær eru stórar en kvikuhólf miklum mun minni. Nýtt virknistímabil á Reykjanesskaga hófst vestan til á árinu 2019 með sprungumyndun, skjálftum og kvikuinnskotum án eldgosa fram undir vorið 2021. Stór svæðisgangur varð þá til við Fagradalsfjall. Skömmu síðar veitti Geldingadalagosið djúplægri kviku upp í löngu gosi. Hin gosin tvö við fjallið (2022 og 2023) voru stutt með kviku sömu ættar en þróaðri að innihaldi. Þegar svo jarðvirkni færðist vestur fyrir Þorbjörn, tók kvika að safnast í þykkan, láréttan gang (sillu, þ.e. kvikuhólf) skammt frá athafnasvæðinu við Svartsengi. Kvikan barst þangað upp úr stórri kvikuþró, mögulega þeirri sömu og gaf af sér efni í gosin við Fagradalsfjall, og hún olli landrisi. Aftur varð samspil flekareks og kvikuþrýstings til þess að annar stór svæðisgangur myndaðist, nú á yfir 2.000 ára gamalli gosrein úr óróahrinu NA af Grindavík, samfara miklum skjálftum (nóvember 2023). Brátt varð eldgos þar uppfrá, í desember 2024, það fyrsta af fimm. Fjögur fyrstu eldgosin NA við Grindavík má rekja til austurjaðarsins á sillunni (kvikuhólfinu) nálægt Svartsengi. Þaðan hljóp kvika í löngum sprungum sem logðaði stutt á, nema í fjórða gosinu (mars 2024) þegar alllengi lifði í 1-2 eldborgum. Landris og líkanreikningar leyfðu ágætar spár um atburðarás í hvert sinn. Kvikan bar þess merki að hafa staðið við í kvikuhólfinu. Henni svipar nokkuð til kviku úr stuttu gosunum við Fagradalsfjall. Fimmta gosið, sem enn stendur yfir í einni eldborg, skilar aftur á móti kviku áþekkri Geldingadalakvikunni. Þar með má telja að kvikuhólfið (sillan) við Svartsengi sé tekin að veita djúplægri kviku viðstöðulítið upp úr kvikuþró svæðisins. Þessi breyting á kvikugerð í eldgosunum gefur varla tilefni til að spá goslokum með miklum líkum eða framhaldi eldvirkni á Grindavíkur- eða Svartsengissvæðinu. Nýtt landris yfir kvikuhólfinu myndi vissulega benda til mögulegs framhalds. Stór kvikuþróin getur séð kvikuhólfinu fyrir efni í fleiri gos á í Sundhnúksreininni en líka við vesturjarðar kvikuhólfsins, nálægt Eldvarpareininni. Hún getur einnig fóðrað núverandi gos dögum og vikum saman. Æskilegast væri að allt dytti sem fyrst í dúnalogn. Af eldgosasögunni má búast má við að stuttu eða löngu, lygnu tímabili ljúki með því að óróinn færist til vesturs eða austurs á skaganum. Sjáum hvað setur. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. Reykjanesskaginn er ungur landshluti hvað eldvirkni varðar, án þróaðra megineldstöðva, og flekaskilin þvinguð til að beygja í austur. Rekhreyfingar á skaganum verða blanda af toggliðnum á norðaustlægum sprungum og hliðrun jarðlaga á norðlægum sprungum. Svo virðist sem staðsetning gosreina á skaganum sé heldur flóknari en fyrstu líkön hafa lýst með afmörkun eldstöðvakerfa, Tengsl milli sprungukerfa og kvikumyndunarstaða eru ef til vill greiðari en annar staðar á eldvirkum svæðum landsins. Alllengi hefur verið talið að kvika safnist fyrir næsta stöðugt undir kerfunum á mörkum möttuls og skorpu. Hún brjótist fremur reglubundið úr svonefndum kvikuþróm í endurteknum rekhrinum við samspil spennulosunar og vaxandi þrýstings kvikunnar. Kvikan treðst í skorpuna, veldur myndun (kviku)ganga, en lítill hluti hennar nær oftast að gjósa upp á yfirborð jarðar. Það getur gerst án viðstöðu hennar í skorpunni eða eftir geymsluhlé. Þá með nýmyndun kvikuhólfs, eða í kvikuhólfi af fyrra virknistímabili. Kvikuþrær eru stórar en kvikuhólf miklum mun minni. Nýtt virknistímabil á Reykjanesskaga hófst vestan til á árinu 2019 með sprungumyndun, skjálftum og kvikuinnskotum án eldgosa fram undir vorið 2021. Stór svæðisgangur varð þá til við Fagradalsfjall. Skömmu síðar veitti Geldingadalagosið djúplægri kviku upp í löngu gosi. Hin gosin tvö við fjallið (2022 og 2023) voru stutt með kviku sömu ættar en þróaðri að innihaldi. Þegar svo jarðvirkni færðist vestur fyrir Þorbjörn, tók kvika að safnast í þykkan, láréttan gang (sillu, þ.e. kvikuhólf) skammt frá athafnasvæðinu við Svartsengi. Kvikan barst þangað upp úr stórri kvikuþró, mögulega þeirri sömu og gaf af sér efni í gosin við Fagradalsfjall, og hún olli landrisi. Aftur varð samspil flekareks og kvikuþrýstings til þess að annar stór svæðisgangur myndaðist, nú á yfir 2.000 ára gamalli gosrein úr óróahrinu NA af Grindavík, samfara miklum skjálftum (nóvember 2023). Brátt varð eldgos þar uppfrá, í desember 2024, það fyrsta af fimm. Fjögur fyrstu eldgosin NA við Grindavík má rekja til austurjaðarsins á sillunni (kvikuhólfinu) nálægt Svartsengi. Þaðan hljóp kvika í löngum sprungum sem logðaði stutt á, nema í fjórða gosinu (mars 2024) þegar alllengi lifði í 1-2 eldborgum. Landris og líkanreikningar leyfðu ágætar spár um atburðarás í hvert sinn. Kvikan bar þess merki að hafa staðið við í kvikuhólfinu. Henni svipar nokkuð til kviku úr stuttu gosunum við Fagradalsfjall. Fimmta gosið, sem enn stendur yfir í einni eldborg, skilar aftur á móti kviku áþekkri Geldingadalakvikunni. Þar með má telja að kvikuhólfið (sillan) við Svartsengi sé tekin að veita djúplægri kviku viðstöðulítið upp úr kvikuþró svæðisins. Þessi breyting á kvikugerð í eldgosunum gefur varla tilefni til að spá goslokum með miklum líkum eða framhaldi eldvirkni á Grindavíkur- eða Svartsengissvæðinu. Nýtt landris yfir kvikuhólfinu myndi vissulega benda til mögulegs framhalds. Stór kvikuþróin getur séð kvikuhólfinu fyrir efni í fleiri gos á í Sundhnúksreininni en líka við vesturjarðar kvikuhólfsins, nálægt Eldvarpareininni. Hún getur einnig fóðrað núverandi gos dögum og vikum saman. Æskilegast væri að allt dytti sem fyrst í dúnalogn. Af eldgosasögunni má búast má við að stuttu eða löngu, lygnu tímabili ljúki með því að óróinn færist til vesturs eða austurs á skaganum. Sjáum hvað setur. Höfundur er jarðvísindamaður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun