Gerður Björt nýr framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise Árni Sæberg skrifar 13. júní 2024 14:46 Gerður Björt er nýr framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Wise. Wise Gerður Björt Pálmarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise. Um er að ræða nýtt svið sem varð til eftir kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Greint var frá því á dögunum að Wise og Þekking hefðu sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Í fréttatilkynningu frá Wise segir að fyrirtækin muni starfa bæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Það sem áður var Þekking verði nú nýtt rekstrarþjónustusvið Wise, sem Gerður Björt Pálmarsdóttir muni stýra. Gerður hafi síðastliðið ár gegnt starfi forstöðumanns Customer Success hjá Wise. Þar hafi hún borið ábyrgð á þjónustustefnu Wise, mótun þjónustuferla og ýmsum breytingum til að stuðla að bættri þjónustu og tengslum við viðskiptavini. Gerður hafi síðustu tuttugu ár starfað á sviði upplýsingatækni, þjónustustjórnunar, gæða- og mannauðsmála. Hún hafi mikla reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stefnumótunar, gerð verkferla, árangurs- og þjónustumælinga. Spennandi verkefni framundan Áður en Gerður gekk til liðs við Wise hafi hún starfað sem gæðastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Five Degrees og séð þar um gæðamál og úttektir á skýjalausnum félagsins ásamt því að gegna hlutverki scrum master/team lead í Matrix SaaS teymi félagsins. Árin þar á undan hafi hún starfað sem deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá lyfjaheildsölu Distica og borið þar ábyrgð á framlínuþjónustu félagsins, viðskiptatengslum og þróun stafrænna lausna ásamt þjónustu við viðskiptavini. Gerður sé viðskiptafræðingur að mennt, hafi lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og mini MBA í stafrænni umbreytingu. „Ég er ákaflega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka gríðarlega mikið til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru. Sameinað félag byggir á sterkum grunni Wise og Þekkingar og við erum á fleygiferð inn í framtíðina. Við höfum þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og getum nú boðið heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni til að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð þeirra,“ er haft eftir Gerði í fréttatilkynningu. Að mörgu að hyggja Stefán Jóhannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þekkingar, muni leiða sameiningarferlið sem er framundan. „Það er að mörgu að hyggja við svona sameiningu. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að allt skili sér í hús og viðskiptavinir upplifi sig í öruggum höndum. Þegar allt verður komið saman munum við sjá verulegan ávinning fyrir alla aðila,“ er haft eftir honum. Vistaskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Wise og Þekking hefðu sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Í fréttatilkynningu frá Wise segir að fyrirtækin muni starfa bæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Það sem áður var Þekking verði nú nýtt rekstrarþjónustusvið Wise, sem Gerður Björt Pálmarsdóttir muni stýra. Gerður hafi síðastliðið ár gegnt starfi forstöðumanns Customer Success hjá Wise. Þar hafi hún borið ábyrgð á þjónustustefnu Wise, mótun þjónustuferla og ýmsum breytingum til að stuðla að bættri þjónustu og tengslum við viðskiptavini. Gerður hafi síðustu tuttugu ár starfað á sviði upplýsingatækni, þjónustustjórnunar, gæða- og mannauðsmála. Hún hafi mikla reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stefnumótunar, gerð verkferla, árangurs- og þjónustumælinga. Spennandi verkefni framundan Áður en Gerður gekk til liðs við Wise hafi hún starfað sem gæðastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Five Degrees og séð þar um gæðamál og úttektir á skýjalausnum félagsins ásamt því að gegna hlutverki scrum master/team lead í Matrix SaaS teymi félagsins. Árin þar á undan hafi hún starfað sem deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá lyfjaheildsölu Distica og borið þar ábyrgð á framlínuþjónustu félagsins, viðskiptatengslum og þróun stafrænna lausna ásamt þjónustu við viðskiptavini. Gerður sé viðskiptafræðingur að mennt, hafi lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og mini MBA í stafrænni umbreytingu. „Ég er ákaflega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka gríðarlega mikið til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru. Sameinað félag byggir á sterkum grunni Wise og Þekkingar og við erum á fleygiferð inn í framtíðina. Við höfum þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og getum nú boðið heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni til að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð þeirra,“ er haft eftir Gerði í fréttatilkynningu. Að mörgu að hyggja Stefán Jóhannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þekkingar, muni leiða sameiningarferlið sem er framundan. „Það er að mörgu að hyggja við svona sameiningu. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að allt skili sér í hús og viðskiptavinir upplifi sig í öruggum höndum. Þegar allt verður komið saman munum við sjá verulegan ávinning fyrir alla aðila,“ er haft eftir honum.
Vistaskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira