Byggja styttu af Brady og leggja tólfuna hans á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 09:00 Tom Brady og treyja númer 12. Tvíeyki sem gat ekki klikkað. Matthew J. Lee/Getty Images NFL-liðið New England Patriots mun leggja treyju númer 12 á hilluna til heiðurs hinum goðsagnakennda leikstjórnanda Tom Brady. Þá mun félagið reisa styttu af þessum fyrrverandi leikmanni sem virtist lengi vel ósigrandi. Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira