Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Ingólfstorgi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 11:22 Meint árás er sögð hafa verið framin við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintrar stunguárásar sem er sögð hafa verið framin utandyra við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021. Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur
Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira