Frederiksen enn ekki með sjálfri sér eftir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 10:52 Mette Frederiksen segir eitthvað gerjast í dönsku samfélagi sem þýði að stjórnmálamenn þurfi að vera varari um sig á opinberum stöðum en áður. Vísir/EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist enn ekki með sjálfri sér eftir að karlmaður réðst á hana í Kaupmannahöfn á föstudag. Hún er sannfærð um að maðurinn hafi ráðist á sig sem forsætisráðherra og árásin hafi þannig í raun verið á alla Dani. Þrjátíu níu ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn fyrir að kýla Frederiksen með krepptum hnefa í öxlina á Kolatorgi í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld. Maðurinn er sagður hafa verið vel við skál og lögregla telur ekki að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Þrátt fyrir það sagði Frederiksen í sínu fyrsta viðtali eftir árásina að hún væri í engum vafa að maðurinn hefði ráðist á hana vegna þess að hann þekkti hana sem forsætisráðherra. „Þannig er ég ekki í neinum vafa um að það var forsætisráðherrann sem árásarmaðurinn réðst á. Á þannt hátt verður þetta einnig árás á okkur öll,“ sagði Frederiksen við danska ríkisútvarpið í gær. Forsætisráðherrann segist enn ekki búinn að jafna sig á andlegum áhrifum árásarinnar sem hafi verið ógnandi. Hún ætli sér að vinna meira á skrifstofunni á næstunni en vanalega. „Ég er ekki alveg í toppstandi og ég er ekki alveg með sjálfri mér ennþá,“ sagði Frederiksen sem hélt sig alveg til hlés á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar á sunnudag. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs dropinn sem fyllti mælinn Frederiksen setur árásina í samhengi við harðandi umræðu og persónuárásum á samfélagsmiðlum. Sumir hafi jafnvel fagnað árásinni á hana þar. Sérstaklega segir hún að tóninn hafi harnað eftir að stríð Ísraela og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Hún hafi orðið vör við hróp og ágenga hegðun fólks í almannarými á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir. „Þannig að kannski var það dropinn sem fyllti mælinn,“ sagði hún í viðtalinu. Stjórnmálamenn séu nú í aukinni hættu þegar þeir komi fram opinberlega. Þeir geti ekki lengur farið ákveðna staði. Eitthvað sé að gerjast í samfélaginu þessi misserin. „Mér er svo hrygg vegna þess að við höfum alltaf verið svo ánægð og stolt af landi þar sem forsætisráðherrann getur hjólað í vinnuna og við hittumst í búðinni,“ sagði forsætisráðherrann. Í hvert skipti sem atvik sem þetta ætti sér stað þyrftu stjórnmálamenn aukna vernd, óttinn ykist og fjarlægðin sömuleiðis. „Ég vil frekar eiga Danmörku þar sem forsætisráðherrann getur hjólað óttalaus í vinnuna.“ Danmörk Tengdar fréttir „Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16 Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Þrjátíu níu ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn fyrir að kýla Frederiksen með krepptum hnefa í öxlina á Kolatorgi í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld. Maðurinn er sagður hafa verið vel við skál og lögregla telur ekki að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Þrátt fyrir það sagði Frederiksen í sínu fyrsta viðtali eftir árásina að hún væri í engum vafa að maðurinn hefði ráðist á hana vegna þess að hann þekkti hana sem forsætisráðherra. „Þannig er ég ekki í neinum vafa um að það var forsætisráðherrann sem árásarmaðurinn réðst á. Á þannt hátt verður þetta einnig árás á okkur öll,“ sagði Frederiksen við danska ríkisútvarpið í gær. Forsætisráðherrann segist enn ekki búinn að jafna sig á andlegum áhrifum árásarinnar sem hafi verið ógnandi. Hún ætli sér að vinna meira á skrifstofunni á næstunni en vanalega. „Ég er ekki alveg í toppstandi og ég er ekki alveg með sjálfri mér ennþá,“ sagði Frederiksen sem hélt sig alveg til hlés á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar á sunnudag. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs dropinn sem fyllti mælinn Frederiksen setur árásina í samhengi við harðandi umræðu og persónuárásum á samfélagsmiðlum. Sumir hafi jafnvel fagnað árásinni á hana þar. Sérstaklega segir hún að tóninn hafi harnað eftir að stríð Ísraela og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Hún hafi orðið vör við hróp og ágenga hegðun fólks í almannarými á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir. „Þannig að kannski var það dropinn sem fyllti mælinn,“ sagði hún í viðtalinu. Stjórnmálamenn séu nú í aukinni hættu þegar þeir komi fram opinberlega. Þeir geti ekki lengur farið ákveðna staði. Eitthvað sé að gerjast í samfélaginu þessi misserin. „Mér er svo hrygg vegna þess að við höfum alltaf verið svo ánægð og stolt af landi þar sem forsætisráðherrann getur hjólað í vinnuna og við hittumst í búðinni,“ sagði forsætisráðherrann. Í hvert skipti sem atvik sem þetta ætti sér stað þyrftu stjórnmálamenn aukna vernd, óttinn ykist og fjarlægðin sömuleiðis. „Ég vil frekar eiga Danmörku þar sem forsætisráðherrann getur hjólað óttalaus í vinnuna.“
Danmörk Tengdar fréttir „Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16 Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16
Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33