Einn af styrktaraðilum Newcastle sagður misþyrma starfsfólki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 11:00 Fyrirtækið noon hefur og mun halda áfram að auglýsa á búningum Newcastle United. EPA-EFE/JOEL CARRETT Fyrirtækið Noon er einn af fjölmörgum styrktaraðilum enska knattspyrnufélagsins Newcastle United. Er fyrirtækið, sem staðsett er í Sádi-Arabíu, sagt misþyrma starfsmönnum sínum. Newcastle er að mestu í eigu fjárfestingasjóðsins PIF en sjóðurinn er í eigu konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu. The Athletic greinir nú frá að fyrirtækið sé ásakað um að misþyrma starfsmönnum sínum. Special report: Newcastle United sponsor Noon & shocking allegations of worker mistreatment.In months of conversations with 12 workers, @jwhitey98 investigates conditions at a company that sponsors #NUFC & is a regional partner of #MCFCNoon strongly denies the allegations.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 12, 2024 Á vef miðilsins er viðtal við mann sem flutti frá Pakistan til Sádi-Arabíu til að vinna fyrir Noon í von um að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Samkvæmt viðtalinu fékk hann ekki laun fyrstu þrjá mánuðina, var laminn þegar hann spurði út í laun sín og þá var vegabréf hans gert upptækt. Noon er ein stærsta netverslun Mið-Austurlanda og vann maðurinn sem kallaður er Irfan í vöruhúsi fyrirtækisins í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Samningur Noon við Newcastle nær aftur til júní 2022 en fyrirtækið borgar félaginu rúmar sjö og hálfa milljón sterlingspunda (1,3 milljarður íslenskra króna) á ári fyrir að merki Noon sé á ermum búninga Newcastle. 🤝 #NUFC is extending its sleeve partnership for the 2023/24 season with @noon!⚫️⚪️— Newcastle United FC (@NUFC) June 7, 2023 Verður félagið það áfram þrátt fyrir fréttir þess efnis að starfsfólk fyrirtækisins vinni við bágar aðstæður og brotið sé gegn því. Alls hefur The Athletic talað við tólf manns sem hafa svipaða sögu að segja og Irfan. Noon er einnig í samtarfi við Englandsmeistara Manchester City. Það samstarf er þó mun minna í sniðum en samstarf Noon og Newcastle. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Newcastle er að mestu í eigu fjárfestingasjóðsins PIF en sjóðurinn er í eigu konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu. The Athletic greinir nú frá að fyrirtækið sé ásakað um að misþyrma starfsmönnum sínum. Special report: Newcastle United sponsor Noon & shocking allegations of worker mistreatment.In months of conversations with 12 workers, @jwhitey98 investigates conditions at a company that sponsors #NUFC & is a regional partner of #MCFCNoon strongly denies the allegations.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 12, 2024 Á vef miðilsins er viðtal við mann sem flutti frá Pakistan til Sádi-Arabíu til að vinna fyrir Noon í von um að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Samkvæmt viðtalinu fékk hann ekki laun fyrstu þrjá mánuðina, var laminn þegar hann spurði út í laun sín og þá var vegabréf hans gert upptækt. Noon er ein stærsta netverslun Mið-Austurlanda og vann maðurinn sem kallaður er Irfan í vöruhúsi fyrirtækisins í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Samningur Noon við Newcastle nær aftur til júní 2022 en fyrirtækið borgar félaginu rúmar sjö og hálfa milljón sterlingspunda (1,3 milljarður íslenskra króna) á ári fyrir að merki Noon sé á ermum búninga Newcastle. 🤝 #NUFC is extending its sleeve partnership for the 2023/24 season with @noon!⚫️⚪️— Newcastle United FC (@NUFC) June 7, 2023 Verður félagið það áfram þrátt fyrir fréttir þess efnis að starfsfólk fyrirtækisins vinni við bágar aðstæður og brotið sé gegn því. Alls hefur The Athletic talað við tólf manns sem hafa svipaða sögu að segja og Irfan. Noon er einnig í samtarfi við Englandsmeistara Manchester City. Það samstarf er þó mun minna í sniðum en samstarf Noon og Newcastle.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira