„Hefði átt að setja þrjú þannig ég er bara ósátt með það“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. júní 2024 21:46 Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum Bestu deildarinnar en hefur verið frá í smá tíma. Hún kom sterk inn af bekknum í kvöld og skoraði tvö mörk. vísir/Anton Valur tryggði farseðilinn í undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna í kvöld þegar þær sóttu sex marka sigur á Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Safamýrinni. „Gott að koma og komast áfram í undanúrslit. Það er alltaf helvíti fínt.“ Sagði Jasmín Erla Ingadóttir sóknarmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur leiddi með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en mættu svo út í síðari hálfleikinn og settu fjögur í viðbót. „Það er nú bara mjög oft þannig í leikjum að leikirnir opnast í seinni hálfleik þannig það var ekkert öðruvísi í dag. Kannski voru þær farnar að þreytast og þá er gott að eiga ferska fætur á bekknum.“ Ósátt að hafa ekki sett þrennu Innkoma Jasmín Erlu var virkilega öflug en hún setti tvö mörk og var svekkt að setja ekki þriðja markið þó svo að Pétur hafi ekki skipt henni inn á framarlega á vellinum. „Hann [Pétur Pétursson þjálfari Vals] setti mig allavega ekki framarlega svo ég veit ekki hvort að hann hafi ætlast til að ég væri að fara skora en ég hefði átt að setja þrjú þannig ég er bara ósátt með það.“ Jasmín Erla Ingadóttir meiddist í upphafi móts þegar hún fékk höfuðhögg í leik gegn Keflavík í Bestu deild kvenna. Jasmín Erla hefur verið að koma hægt og rólega tilbaka eftir höfuðhöggið og því vert að spyrja hvernig líðan væri. „Mjög góð. Ég er bara að komast aftur á skrið og mikilvægt að fá mínútur og tikka þeim inn. Ég þarf bara að koma mér aftur í gott stand.“ „Ég hefði viljað fá fleiri mínútur en sjúkraþjálfarinn var ekki til í það. Ég spilaði 45 mínútur á laugardaginn svo það var kannski of stutt á milli leikja til að fara í eitthvað meira.“ Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Gott að koma og komast áfram í undanúrslit. Það er alltaf helvíti fínt.“ Sagði Jasmín Erla Ingadóttir sóknarmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur leiddi með tveimur mörkum í fyrri hálfleik en mættu svo út í síðari hálfleikinn og settu fjögur í viðbót. „Það er nú bara mjög oft þannig í leikjum að leikirnir opnast í seinni hálfleik þannig það var ekkert öðruvísi í dag. Kannski voru þær farnar að þreytast og þá er gott að eiga ferska fætur á bekknum.“ Ósátt að hafa ekki sett þrennu Innkoma Jasmín Erlu var virkilega öflug en hún setti tvö mörk og var svekkt að setja ekki þriðja markið þó svo að Pétur hafi ekki skipt henni inn á framarlega á vellinum. „Hann [Pétur Pétursson þjálfari Vals] setti mig allavega ekki framarlega svo ég veit ekki hvort að hann hafi ætlast til að ég væri að fara skora en ég hefði átt að setja þrjú þannig ég er bara ósátt með það.“ Jasmín Erla Ingadóttir meiddist í upphafi móts þegar hún fékk höfuðhögg í leik gegn Keflavík í Bestu deild kvenna. Jasmín Erla hefur verið að koma hægt og rólega tilbaka eftir höfuðhöggið og því vert að spyrja hvernig líðan væri. „Mjög góð. Ég er bara að komast aftur á skrið og mikilvægt að fá mínútur og tikka þeim inn. Ég þarf bara að koma mér aftur í gott stand.“ „Ég hefði viljað fá fleiri mínútur en sjúkraþjálfarinn var ekki til í það. Ég spilaði 45 mínútur á laugardaginn svo það var kannski of stutt á milli leikja til að fara í eitthvað meira.“
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira