Biðla til stjórnvalda að klára málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:00 Þær Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, Brynja Skúladóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir biðla til stjórnvalda að gangast við mistökum sem hafi verið gerð á vistheimili sem þær og aðrar konur dvöldu á sem unglingar. Vísir/Rúnar Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira