Körfubolti

WNBA-deildin að slá öll met

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Caitlin Clark er að breyta leiknum.
Caitlin Clark er að breyta leiknum. vísir/getty

Caitlin Clark áhrifin eru svo sannarlega mikil enda er áhuginn á WNBA-deildinni í nýjum hæðum með komu hennar í deildina.

Clark var valin fyrst í nýliðavali deildarinnar eftir að hafa slegið rækilega í gegn í háskólaboltanum. Áhuginn sem myndaðist þar hefur fylgt henni inn í WNBA.

Nú er Clark búin að vera rúman mánuð í deildinni og það kemur lítið á óvart að áhorfsmet séu að falla hratt.

Aðsóknin á leiki deildarinnar er líka sú besta síðan árið 1998 en um 400 þúsund mættu á leiki í WNBA í maí. Uppselt var á yfir helming leikjanna.

Að meðaltali horfir 1,32 milljónir á leikina í sjónvarpi en það er þreföldun á áhorfi. Flestir horfðu á fyrsta leik Clark í deildinni eða 2,12 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×