Hættur að spá fyrir um þjálfaramál Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 12:30 Ten Hag er enn þjálfari Man Utd. Catherine Ivill/Getty Images Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir að hann sé hættur að reyna spá fyrir um hvað gerist í þjálfaramálum Manchester United. Hann ætli einfaldlega að bíða og sjá hvað gerist. Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram. Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu. Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag. „Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky. "I've given up predicting what will happen, it needs to come to a head"The Athletic's David Ornstein reviews the managerial situation at Manchester United 🔴 pic.twitter.com/U4zkyRSLU4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram. Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu. Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag. „Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky. "I've given up predicting what will happen, it needs to come to a head"The Athletic's David Ornstein reviews the managerial situation at Manchester United 🔴 pic.twitter.com/U4zkyRSLU4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira