Meðvitaður um stöðu sína hjá Man Utd en vill ólmur vera áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 23:31 Erik ten Hag hefur þjálfað Man United undanfarin tvö tímabil, unnið tvo titla og farið með liðið í alls þrjá úrslitaleiki. Matthew Peters/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, er sagður meðvitaður um stöðu sína hjá félaginu en vill ólmur vera þar áfram þrátt fyrir að Man Utd hafi skoðað þjálfaramarkaðinn í sumar. Man United átti arfaslakt tímabil en endaði tímabilið þó vel með deildarsigrum á Brighton & Hove Albion sem og Newcastle United. Þá stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City. Það má færa rök fyrir því að slæmt gengi liðsins hafi ekki verið alfarið Ten Hag að kenna þar sem meiðslavandræði þess voru einfaldlega endalaus. Þá gat hann ekki styrkt hópinn að viti síðasta sumar og þeir sem komu inn voru annað hvort mikið meiddir eða andlega fjarverandi. Eftir að tímabilinu lauk var ljóst að mikið að breytingum myndi eiga sér stað eftir innkomu Sir Jim Ratcliffe sem minnihluta eigenda. Hinir ýmsu þjálfarar hafa verið orðaðir við Man United og er næsta öruggt að félagið hafi rætt við Thomas Tuchel en hann átti arfaslakt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München og var í kjölfarið látinn fara. Sky Sports hefur nú greint frá því að Ten Hag sé meðvitaður um stöðu sína í Manchester og hann skilji vel að félagið hafi tekið stöðuna á öðrum þjálfurum. Það breyti því hins vegar ekki að Ten Hag vill ólmur halda áfram sem þjálfari liðsins og vonast til að vera á hliðarlínunni þegar nýtt tímabil fer af stað. Erik ten Hag is aware of reports Manchester United have been in contact with other managers. He has always wanted to stay at United but is realistic when it comes to expectations about his future 🔴 pic.twitter.com/YwyYnYlQ6i— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Sem stendur er alls óvíst hvort af því verður en það virðast ekki margir ákjósanlegir kostir í stöðunni. Svo er einfaldlega spurning hvort Man Utd hafi tíma í að skipta um þjálfara ef horft er í hversu mikil vinna er framundan að uppfæra leikmannahóp liðsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Man United átti arfaslakt tímabil en endaði tímabilið þó vel með deildarsigrum á Brighton & Hove Albion sem og Newcastle United. Þá stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City. Það má færa rök fyrir því að slæmt gengi liðsins hafi ekki verið alfarið Ten Hag að kenna þar sem meiðslavandræði þess voru einfaldlega endalaus. Þá gat hann ekki styrkt hópinn að viti síðasta sumar og þeir sem komu inn voru annað hvort mikið meiddir eða andlega fjarverandi. Eftir að tímabilinu lauk var ljóst að mikið að breytingum myndi eiga sér stað eftir innkomu Sir Jim Ratcliffe sem minnihluta eigenda. Hinir ýmsu þjálfarar hafa verið orðaðir við Man United og er næsta öruggt að félagið hafi rætt við Thomas Tuchel en hann átti arfaslakt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München og var í kjölfarið látinn fara. Sky Sports hefur nú greint frá því að Ten Hag sé meðvitaður um stöðu sína í Manchester og hann skilji vel að félagið hafi tekið stöðuna á öðrum þjálfurum. Það breyti því hins vegar ekki að Ten Hag vill ólmur halda áfram sem þjálfari liðsins og vonast til að vera á hliðarlínunni þegar nýtt tímabil fer af stað. Erik ten Hag is aware of reports Manchester United have been in contact with other managers. He has always wanted to stay at United but is realistic when it comes to expectations about his future 🔴 pic.twitter.com/YwyYnYlQ6i— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Sem stendur er alls óvíst hvort af því verður en það virðast ekki margir ákjósanlegir kostir í stöðunni. Svo er einfaldlega spurning hvort Man Utd hafi tíma í að skipta um þjálfara ef horft er í hversu mikil vinna er framundan að uppfæra leikmannahóp liðsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira