Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 23:32 Allt stefnir í að Ursula von der Leyen verði áfram forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Johannes Simon/Getty Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. Næststærstu lýðræðislegu kosningum heimsins lauk í kvöld þegar kjörstöðum var lokað á Ítalíu. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kusu til 720 sæta á Evrópuþinginu síðustu fjóra daga, langflest í dag. Fyrir kosningarnar bentu flestar skoðanakannanir til þess að flokkum lengst til hægri myndi vaxa ásmegin á kostnað Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra. Strax á fimmtudag, þegar Hollendingar gengu fyrstir að kjörborðinu virtust þær spár ætla að raungerast. Þannig bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig. Ríkjandi öfl í Frakklandi og Þýskalandi í vanda Í dag hélt sú þróun svo áfram þegar útgönguspár bentu til þess að flokkar Olafs Scholz Þýskalandskanslara annars vegar og Emmanuels Macron Frakklandsforseta hefðu goldið afhroð. Sósíaldemókratar Scholz töpuðu fjölda sæta til Íhaldsflokksins og öfgahægriflokksins Afd. Niðurstaðan var sú versta í sögu Sósíaldemókrata. Þá dró heldur betur til tíðinda í kvöld þegar Macron tilkynnti að hann myndi rjúfa þing og boða til þingkosninga í Frakklandi vegna niðurstöðu Evrópuþingskosninganna. Öfgahægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, höfðu þá mælst með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám. Á Ítalíu naut flokkur Giorgiu Meloni forsætisráðherra mests fylgis. Flokkur hennar, Bræðralag Ítalíu, telst til flokka lengst til hægri. Bandalag miðjumanna heldur meirihluta Þrátt fyrir þennan uppgang öfgahægriflokkana bendir fyrsta spá um úrslitin, sem kynnt var í húsakynnum Evrópuþingsins í kvöld, til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta sínum á þinginu. Ríkisútvarpið greinir frá því að EPP (Kristilegir Demókratar) séu áfram stærsti flokkahópurinn á þinginu samkvæmt spánni, með 181 þingmann, tíu sætum meira en síðast. Jafnaðarmenn (S&D) fái 135 og Frjálslyndir (Renew Europe) 82, en tapi væntanlega um tuttugu sætum. ID, hópur þjóðernissinnaðra hægri flokka bæti við sig þrettán sætum og ECR, hópur íhaldssamra endurbótasinna á hægri vængnum vinni tvö sæti. Ursula von der Leyen væntanlega áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, sækist eftir öðru kjörtímabili en til þess þarf hún staðfestingu meirihluta þingsins. Hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í kjölfar síðustu kosninga árið 2019. Fyrir kosningarnar nú var tvísýnt að hún næði endurkjöri. Miðað við fyrstu spá virðist hún munu ná atkvæðum einfalds meirihluta Evrópuþingmanna sem hún þarf til að vera áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Von der Leyen fagnaði niðurstöðum spánnar þegar hún ávarpaði stuðningsmenn Kristilegra demókrata í kvöld. Hún segir tíma til kominn að vinna með öðrum Evrópusinnuðum flokkum á þinginu og nefnir í því samhengi Jafnaðarmenn og Frjálslynda. „Það eru róstusamir tímar í heiminum í kringum okkur. Öfl bæði að utan og að innan reyna að valda óstöðugleika í samfélagi okkar og veikja Evrópu. Við munum aldrei leyfa því að raungerast.“ Evrópusambandið Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Næststærstu lýðræðislegu kosningum heimsins lauk í kvöld þegar kjörstöðum var lokað á Ítalíu. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kusu til 720 sæta á Evrópuþinginu síðustu fjóra daga, langflest í dag. Fyrir kosningarnar bentu flestar skoðanakannanir til þess að flokkum lengst til hægri myndi vaxa ásmegin á kostnað Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra. Strax á fimmtudag, þegar Hollendingar gengu fyrstir að kjörborðinu virtust þær spár ætla að raungerast. Þannig bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig. Ríkjandi öfl í Frakklandi og Þýskalandi í vanda Í dag hélt sú þróun svo áfram þegar útgönguspár bentu til þess að flokkar Olafs Scholz Þýskalandskanslara annars vegar og Emmanuels Macron Frakklandsforseta hefðu goldið afhroð. Sósíaldemókratar Scholz töpuðu fjölda sæta til Íhaldsflokksins og öfgahægriflokksins Afd. Niðurstaðan var sú versta í sögu Sósíaldemókrata. Þá dró heldur betur til tíðinda í kvöld þegar Macron tilkynnti að hann myndi rjúfa þing og boða til þingkosninga í Frakklandi vegna niðurstöðu Evrópuþingskosninganna. Öfgahægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, höfðu þá mælst með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám. Á Ítalíu naut flokkur Giorgiu Meloni forsætisráðherra mests fylgis. Flokkur hennar, Bræðralag Ítalíu, telst til flokka lengst til hægri. Bandalag miðjumanna heldur meirihluta Þrátt fyrir þennan uppgang öfgahægriflokkana bendir fyrsta spá um úrslitin, sem kynnt var í húsakynnum Evrópuþingsins í kvöld, til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta sínum á þinginu. Ríkisútvarpið greinir frá því að EPP (Kristilegir Demókratar) séu áfram stærsti flokkahópurinn á þinginu samkvæmt spánni, með 181 þingmann, tíu sætum meira en síðast. Jafnaðarmenn (S&D) fái 135 og Frjálslyndir (Renew Europe) 82, en tapi væntanlega um tuttugu sætum. ID, hópur þjóðernissinnaðra hægri flokka bæti við sig þrettán sætum og ECR, hópur íhaldssamra endurbótasinna á hægri vængnum vinni tvö sæti. Ursula von der Leyen væntanlega áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, sækist eftir öðru kjörtímabili en til þess þarf hún staðfestingu meirihluta þingsins. Hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í kjölfar síðustu kosninga árið 2019. Fyrir kosningarnar nú var tvísýnt að hún næði endurkjöri. Miðað við fyrstu spá virðist hún munu ná atkvæðum einfalds meirihluta Evrópuþingmanna sem hún þarf til að vera áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar. Von der Leyen fagnaði niðurstöðum spánnar þegar hún ávarpaði stuðningsmenn Kristilegra demókrata í kvöld. Hún segir tíma til kominn að vinna með öðrum Evrópusinnuðum flokkum á þinginu og nefnir í því samhengi Jafnaðarmenn og Frjálslynda. „Það eru róstusamir tímar í heiminum í kringum okkur. Öfl bæði að utan og að innan reyna að valda óstöðugleika í samfélagi okkar og veikja Evrópu. Við munum aldrei leyfa því að raungerast.“
Evrópusambandið Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00
Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07