Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 19:23 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðað til kosninga. Vísir/EPA Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. Hægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, mælast með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám Evrópukosninganna í Frakklandi. Í kosningavakt breska ríkisútvarpsins segir að Macron hafi boðað til kosninga vegna þessa. Kosningarnar verði haldnar 30. júní og 7. júlí næstkomandi. Hægriflokkum gengur vel víðar Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi, svo nokkur dæmi séu nefnd, kjósa í dag, á síðasta degi kosninga, sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Miðað við útgönguspár hefur flokkum lengst til hægri á hinum pólitíska ás vaxið ásmegin víða í álfunni. Tilbúin að taka við völdum, skrúfa fyrir flóttamannastrauminn og setja kaupmátt í forgang Marine Le Pen hefur fagnað ákvörðun Macrons um að boða til kosninga. Hún segir niðurstöður sögulegra kosninga sýna fram á að þegar fólkið kjósi, sigri fólkið. „Við erum reiðubúin til að taka við völdum ef franska þjóðin veitir okkur umboð í komandi kosningum. Við erum reiðubúin að beita valdinu, að binda enda á fjöldaflutning til Frakklands, setja kaupmátt í fyrsta sæti, að gera Frakklandi kleift að lifa á ný,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir henni. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Hægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, mælast með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám Evrópukosninganna í Frakklandi. Í kosningavakt breska ríkisútvarpsins segir að Macron hafi boðað til kosninga vegna þessa. Kosningarnar verði haldnar 30. júní og 7. júlí næstkomandi. Hægriflokkum gengur vel víðar Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi, svo nokkur dæmi séu nefnd, kjósa í dag, á síðasta degi kosninga, sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Miðað við útgönguspár hefur flokkum lengst til hægri á hinum pólitíska ás vaxið ásmegin víða í álfunni. Tilbúin að taka við völdum, skrúfa fyrir flóttamannastrauminn og setja kaupmátt í forgang Marine Le Pen hefur fagnað ákvörðun Macrons um að boða til kosninga. Hún segir niðurstöður sögulegra kosninga sýna fram á að þegar fólkið kjósi, sigri fólkið. „Við erum reiðubúin til að taka við völdum ef franska þjóðin veitir okkur umboð í komandi kosningum. Við erum reiðubúin að beita valdinu, að binda enda á fjöldaflutning til Frakklands, setja kaupmátt í fyrsta sæti, að gera Frakklandi kleift að lifa á ný,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir henni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00