Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 19:23 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðað til kosninga. Vísir/EPA Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. Hægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, mælast með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám Evrópukosninganna í Frakklandi. Í kosningavakt breska ríkisútvarpsins segir að Macron hafi boðað til kosninga vegna þessa. Kosningarnar verði haldnar 30. júní og 7. júlí næstkomandi. Hægriflokkum gengur vel víðar Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi, svo nokkur dæmi séu nefnd, kjósa í dag, á síðasta degi kosninga, sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Miðað við útgönguspár hefur flokkum lengst til hægri á hinum pólitíska ás vaxið ásmegin víða í álfunni. Tilbúin að taka við völdum, skrúfa fyrir flóttamannastrauminn og setja kaupmátt í forgang Marine Le Pen hefur fagnað ákvörðun Macrons um að boða til kosninga. Hún segir niðurstöður sögulegra kosninga sýna fram á að þegar fólkið kjósi, sigri fólkið. „Við erum reiðubúin til að taka við völdum ef franska þjóðin veitir okkur umboð í komandi kosningum. Við erum reiðubúin að beita valdinu, að binda enda á fjöldaflutning til Frakklands, setja kaupmátt í fyrsta sæti, að gera Frakklandi kleift að lifa á ný,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir henni. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Hægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, mælast með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám Evrópukosninganna í Frakklandi. Í kosningavakt breska ríkisútvarpsins segir að Macron hafi boðað til kosninga vegna þessa. Kosningarnar verði haldnar 30. júní og 7. júlí næstkomandi. Hægriflokkum gengur vel víðar Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi, svo nokkur dæmi séu nefnd, kjósa í dag, á síðasta degi kosninga, sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Miðað við útgönguspár hefur flokkum lengst til hægri á hinum pólitíska ás vaxið ásmegin víða í álfunni. Tilbúin að taka við völdum, skrúfa fyrir flóttamannastrauminn og setja kaupmátt í forgang Marine Le Pen hefur fagnað ákvörðun Macrons um að boða til kosninga. Hún segir niðurstöður sögulegra kosninga sýna fram á að þegar fólkið kjósi, sigri fólkið. „Við erum reiðubúin til að taka við völdum ef franska þjóðin veitir okkur umboð í komandi kosningum. Við erum reiðubúin að beita valdinu, að binda enda á fjöldaflutning til Frakklands, setja kaupmátt í fyrsta sæti, að gera Frakklandi kleift að lifa á ný,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir henni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00