Pönnukökumeistari með kaffi í pönnukökunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 20:04 Eygló Alexandersdóttir úr Reykjanesbæ og pönnukökumeistari landsmótsins en keppendur voru meðal annars leystir út með fullt af eggjum frá Nesbú á Vatnsleysuströnd til að geta bakað meira af pönnukökum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Pönnukökumeistari Íslands var krýndur um helgina á landsmóti 50 plús en pönnukökur, sem meistarinn bakaði eru eftir uppskrift frá mömmu viðkomandi. Þá er leyndarmál í pönnukökunum því meistarinn notar kaffi út í þær, sem þykir mjög sérstakt. Landsmót 50 plús fór fram í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum um helgina þar sem keppt var í fjölmörgum greinum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Mótið var samvinnuverkefni Ungmennafélags Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. Það, sem vakti hvað mesta athygli og spennu á mótinu var pönnukökubaksturskeppni. Landsmótið tókst mjög vel og var mikil ánægja með framkvæmd þess.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin fór fram í slökkviliðsstöðinni af einhverjum ástæðum en nokkrar konur, engin karl, tók þátt og sýndu snilldartilþrif. Presturinn á staðnum, séra Arnór Bjarki Blómsterberg var einn af dómurunum en keppendur þurftu að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum svo allt væri löglegt og ekkert svindl í gangi. „Þetta er geggjað, svaka spenna, þetta er öðruvísi, ég er mikil pönnukökukona,” segir Oktavía Ragnarsdóttir keppandi, Oktavía Ragnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í pönnukökukeppninni einbeitt á svip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo var komið að því að veita verðlaunin og samdómaálit dómnefndar var að Eygló Alexandersdóttir í Reykjanesbæ væri pönnukökumeistari landsmótsins og Íslands í leiðinni. Hún fékk að sjálfsögðu koss frá eiginmanninum áður en hún kom í viðtal. „Heyrðu, þetta var bara skemmtilegt já, virkilega. Það eru bara nokkur ár síðan tengdamamma mín lést og systir hennar, sem voru pönnukökumeistarar fjölskyldunnar, þá fór ég að taka þetta upp. Það eru kannski svona tíu til fimmtán ár síðan, þá fór ég að prófa mig áfram og hef svo gaman af þessu,” segir Eygló Alexandersdóttir, pönnukökumeistari með meiru. En hvað er það við pönnukökubakstur, sem þarf að hafa helst í huga? „Ég er nú með gömlu uppskriftina hennar mömmu minnar og það er kaffi í mínum pönnukökum, það er leyndarmálið. Og svo bara kannski að hafa þær svolítið þunnar. Ég er töluvert í því að baka, já og pönnukökur og margt annað, vandræði og allt,” segir Eygló skellihlæjandi. Landsmót 50 plús í Vogunum tókst mjög vel en það hófst á fimmtudaginn og lauk í dag, sunnudag. Hér er Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins, sem eru mjög sátt og sæl með mótið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló, sem notar meðal annars kaffi í pönnukökuuppskrift sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Pönnukökur Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Landsmót 50 plús fór fram í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum um helgina þar sem keppt var í fjölmörgum greinum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Mótið var samvinnuverkefni Ungmennafélags Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum. Það, sem vakti hvað mesta athygli og spennu á mótinu var pönnukökubaksturskeppni. Landsmótið tókst mjög vel og var mikil ánægja með framkvæmd þess.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin fór fram í slökkviliðsstöðinni af einhverjum ástæðum en nokkrar konur, engin karl, tók þátt og sýndu snilldartilþrif. Presturinn á staðnum, séra Arnór Bjarki Blómsterberg var einn af dómurunum en keppendur þurftu að fara eftir fyrirfram ákveðnum reglum svo allt væri löglegt og ekkert svindl í gangi. „Þetta er geggjað, svaka spenna, þetta er öðruvísi, ég er mikil pönnukökukona,” segir Oktavía Ragnarsdóttir keppandi, Oktavía Ragnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í pönnukökukeppninni einbeitt á svip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo var komið að því að veita verðlaunin og samdómaálit dómnefndar var að Eygló Alexandersdóttir í Reykjanesbæ væri pönnukökumeistari landsmótsins og Íslands í leiðinni. Hún fékk að sjálfsögðu koss frá eiginmanninum áður en hún kom í viðtal. „Heyrðu, þetta var bara skemmtilegt já, virkilega. Það eru bara nokkur ár síðan tengdamamma mín lést og systir hennar, sem voru pönnukökumeistarar fjölskyldunnar, þá fór ég að taka þetta upp. Það eru kannski svona tíu til fimmtán ár síðan, þá fór ég að prófa mig áfram og hef svo gaman af þessu,” segir Eygló Alexandersdóttir, pönnukökumeistari með meiru. En hvað er það við pönnukökubakstur, sem þarf að hafa helst í huga? „Ég er nú með gömlu uppskriftina hennar mömmu minnar og það er kaffi í mínum pönnukökum, það er leyndarmálið. Og svo bara kannski að hafa þær svolítið þunnar. Ég er töluvert í því að baka, já og pönnukökur og margt annað, vandræði og allt,” segir Eygló skellihlæjandi. Landsmót 50 plús í Vogunum tókst mjög vel en það hófst á fimmtudaginn og lauk í dag, sunnudag. Hér er Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins, sem eru mjög sátt og sæl með mótið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló, sem notar meðal annars kaffi í pönnukökuuppskrift sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Pönnukökur Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira