Talið að lík Mosley sé fundið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. júní 2024 08:23 Mosley er þekktur fyrir að stýra sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á breska ríkisútvarpinu undir nafninu „Trust Me, I'm a Doctor.“ Getty Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. BBC greinir frá líkfundinum og segir upplýsingarnar koma frá björgunarsveitamanni. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að líkið sé af Mosley. Sky news hefur eftir varaborgarstjóra að líkið hafi fundist í grýttum helli. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga að lækninum sem er 67 ára gamall. Hann skilaði sér ekki úr göngu sem hann var í þar sem hann var staddur í fríi ásamt eiginkonu sinni á Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafði ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í. Mikill hiti er á grísku eyjunni og meðal kenninga sem hafa komið upp í tengslum við leitina er að Mosley hafi fengið sólsting, ráfað í burtu og týnst í kjölfarið. Starfsmaður BBC sem staddur er á eyjunni hefur birt myndbönd frá vettvangi á samfélagsmiðlinum X. Í morgun birti hann myndband þar sem verið er að flytja leitarhund burt en hundurinn var brenndur á þófunum eftir leit á heitum steinum undanfarna daga. The sniffer dog, Scar, is leaving the island of Symi after helping to look for Michael Mosley over the past few days. His paws are burnt from the hot rocks he’s been walking on in his search - you can see how he’s limping. An indication of the harsh weather conditions here. pic.twitter.com/tAfhQJBElZ— Insaf Abbas (@insaf_abbas) June 9, 2024 Grikkland Bretland Tengdar fréttir Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
BBC greinir frá líkfundinum og segir upplýsingarnar koma frá björgunarsveitamanni. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að líkið sé af Mosley. Sky news hefur eftir varaborgarstjóra að líkið hafi fundist í grýttum helli. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga að lækninum sem er 67 ára gamall. Hann skilaði sér ekki úr göngu sem hann var í þar sem hann var staddur í fríi ásamt eiginkonu sinni á Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafði ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í. Mikill hiti er á grísku eyjunni og meðal kenninga sem hafa komið upp í tengslum við leitina er að Mosley hafi fengið sólsting, ráfað í burtu og týnst í kjölfarið. Starfsmaður BBC sem staddur er á eyjunni hefur birt myndbönd frá vettvangi á samfélagsmiðlinum X. Í morgun birti hann myndband þar sem verið er að flytja leitarhund burt en hundurinn var brenndur á þófunum eftir leit á heitum steinum undanfarna daga. The sniffer dog, Scar, is leaving the island of Symi after helping to look for Michael Mosley over the past few days. His paws are burnt from the hot rocks he’s been walking on in his search - you can see how he’s limping. An indication of the harsh weather conditions here. pic.twitter.com/tAfhQJBElZ— Insaf Abbas (@insaf_abbas) June 9, 2024
Grikkland Bretland Tengdar fréttir Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6. júní 2024 16:57