Hraun runnið að Grindavíkurvegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:54 Frá eldgosinu við Sundhnúksgíga sem hófst 29. maí. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui segir að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst sé að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. „Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa Lóninu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað að allir hafi yfirgefið svæðið um hádegi Í samtali við fréttastofu segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að vegna stöðunnar hafi verið tekin ákvörðun um að opna ekki í morgun. Áætlað sé að gestir hótelsins auk starfsfólks hafi allir yfirgefið svæðið í kringum hádegisbil. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg í nokkur skipti í eldgosum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Í gærmorgun tók hraunið að streyma úr barmi suðurhlíð gígsins. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Uppfært klukkan 10:20. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna segir viðbragðsaðila á staðnum fylgjast grannt með stöðunni. Búið sé að loka gati í varnargarðinum við Grindavík sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Þá sé hætta á gróðureldum á svæðinu og slökkviliðið í viðbragsðstöðu vegna þess. Aðeins sé tímaspursmál hvenær hraunið renni yfir Grindavíkurveg. Uppfært klukkan 10:40 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu sem er á staðnum, staðfestir í samtali við fréttastofu að hraunið sé nú komið að Grindavíkurvegi. Nánar verður rætt við Jón Hauk í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui segir að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst sé að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. „Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa Lóninu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað að allir hafi yfirgefið svæðið um hádegi Í samtali við fréttastofu segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að vegna stöðunnar hafi verið tekin ákvörðun um að opna ekki í morgun. Áætlað sé að gestir hótelsins auk starfsfólks hafi allir yfirgefið svæðið í kringum hádegisbil. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg í nokkur skipti í eldgosum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Í gærmorgun tók hraunið að streyma úr barmi suðurhlíð gígsins. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Uppfært klukkan 10:20. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna segir viðbragðsaðila á staðnum fylgjast grannt með stöðunni. Búið sé að loka gati í varnargarðinum við Grindavík sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Þá sé hætta á gróðureldum á svæðinu og slökkviliðið í viðbragsðstöðu vegna þess. Aðeins sé tímaspursmál hvenær hraunið renni yfir Grindavíkurveg. Uppfært klukkan 10:40 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu sem er á staðnum, staðfestir í samtali við fréttastofu að hraunið sé nú komið að Grindavíkurvegi. Nánar verður rætt við Jón Hauk í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16