Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2024 20:33 Mette Frederiksen er sögð slegin eftir árásina. Vísir/EPA Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. Forsætisráðuneyti Danmerkur greindi frá árásinni. Frederiksen sé í áfalli eftir uppákomuna en ráðuneytið segist ekki ætla að tjá sig frekar um hana. Atvikið átti sér stað á Kolamarkaðinum í miðborg Kaupmannahafnar, að sögn danska ríkisútvarpsins. Sjónarvottur segir Reuters-fréttastofunni að ekki hafi séð á Frederiksen eftir árásina. Öryggisverðir hafi fylgt henni burt eftir uppákomuna. Lögreglan rannsakar árásina en hefur ekki tjáð sig frekar um hana. Aðrir stjórnmálamenn hafa brugðist hart við árásinni að forsætisráðherranum. Kosið verður til Evrópuþings í Danmörku á sunnudag. „Í lýðræði notar maður orð, ekki ofbeldi,“ skrifaði Trine Bramsen, þingmaður Jafnaðarmannaflokks Frederiksen, á samfélagsmiðlinum X. Morten Løkkegaard, aðalframbjóðandi Venstre til Evrópuþings, sagði sláandi að einhver hefði slegið Frederiksen. Það væri lýðræðinu nauðsynlegt að fólk gæti rætt saman óháð stjórnmálaskoðunum. „Ofbeldi og árásir grefur undan opinberri umræðu og þar með lýðræðinu,“ sagði Løkkegaard á sama miðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sendi Frederiksen einnig kveðju á X þar sem hann sagði að Norðurlönd væru þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og sterk lýðræðisleg gildi. „Það er óásættanlegt að ráðast á kjörinn fulltrúa. Við verðum öll að standa saman og verja gildi okkar,“ skrifaði Bjarni. Best wishes to my friend and colleague @Statsmin Mette Frederiksen. The Nordics are known for individual freedom, peace, security and strong democratic values. Attacking an elected individual is unacceptable. We must all stand together to protect our values.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024 Danmörk Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Forsætisráðuneyti Danmerkur greindi frá árásinni. Frederiksen sé í áfalli eftir uppákomuna en ráðuneytið segist ekki ætla að tjá sig frekar um hana. Atvikið átti sér stað á Kolamarkaðinum í miðborg Kaupmannahafnar, að sögn danska ríkisútvarpsins. Sjónarvottur segir Reuters-fréttastofunni að ekki hafi séð á Frederiksen eftir árásina. Öryggisverðir hafi fylgt henni burt eftir uppákomuna. Lögreglan rannsakar árásina en hefur ekki tjáð sig frekar um hana. Aðrir stjórnmálamenn hafa brugðist hart við árásinni að forsætisráðherranum. Kosið verður til Evrópuþings í Danmörku á sunnudag. „Í lýðræði notar maður orð, ekki ofbeldi,“ skrifaði Trine Bramsen, þingmaður Jafnaðarmannaflokks Frederiksen, á samfélagsmiðlinum X. Morten Løkkegaard, aðalframbjóðandi Venstre til Evrópuþings, sagði sláandi að einhver hefði slegið Frederiksen. Það væri lýðræðinu nauðsynlegt að fólk gæti rætt saman óháð stjórnmálaskoðunum. „Ofbeldi og árásir grefur undan opinberri umræðu og þar með lýðræðinu,“ sagði Løkkegaard á sama miðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sendi Frederiksen einnig kveðju á X þar sem hann sagði að Norðurlönd væru þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og sterk lýðræðisleg gildi. „Það er óásættanlegt að ráðast á kjörinn fulltrúa. Við verðum öll að standa saman og verja gildi okkar,“ skrifaði Bjarni. Best wishes to my friend and colleague @Statsmin Mette Frederiksen. The Nordics are known for individual freedom, peace, security and strong democratic values. Attacking an elected individual is unacceptable. We must all stand together to protect our values.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024
Danmörk Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira