Fjárfesta fyrir þrjá milljarða í Reykjanesbæ og Hafnarfirði Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júní 2024 18:41 Við Nesvelli er dagdvöl fyrir aldraða. Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038. Heildarvirði þessara tveggja fasteigna er 2.200 m.kr. og verða kaupin fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 160 milljónum króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 145 milljónir króna á ársgrundvelli. „Kaup húsnæðis dagdvalarinnar á Nesvöllum markar fyrsta skrefið í vaxtarvegferð Reita innan nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Sem stærsta fasteignafélag landsins á sviði atvinnuhúsnæðis búa Reitir yfir gífurlegri reynslu og þekkingu á rekstri og viðhaldi húsnæðis. Við lítum á það sem okkar hlutverk og ábyrgð að beina okkar kröftum til uppbyggingar og eflingar þeirra samfélagslegu innviða sem samfélagið kallar á hverju sinni. Við stefnum á frekari fjárfestingar í eignum sem svara breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og horfum sér í lagi til hjúkrunarheimila og lífsgæðakjarna í þeim efnum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningu. Guðni Aðalsteinsson er forstjóri Reita. Eignin í Hafnarfirði að Lónsbraut 1 Hafnarfirði var byggð 2011 og er 1.725 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir fiskvinnslu Hólmaskers ehf. sem er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar. Leigusamningur er til 2033. Áætlað er að afhending eignanna eigi sér stað eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana, afléttingu forkaupsréttar að Lónsbraut 1 og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum. Kaup Reita á ÞEJ fasteignum ehf. Í tilkynningunni kemur fram að Reitir hafa einnig gengið frá kaupum á ÞEJ fasteignum ehf.. Félagið á tæplega 3.100 fermetra verslunarhúsnæðis við Fákafen 11, Faxafen 12, Skólavörðustíg 10, Laugaveg 32 og Laugaveg 86 til 94. Húsnæðið hýsir ýmsa leigutaka, þar á meðal veitingastaðinn Saffran. Heildarvirði er 1.150 milljónir króna og eru kaupin, samkvæmt tilkynningunni, að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 110 milljónir króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 85 milljónir króna á ársgrundvelli. Afhending eignanna fór fram síðastliðin mánaðamót. Fasteignamarkaður Eldri borgarar Reitir fasteignafélag Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Heildarvirði þessara tveggja fasteigna er 2.200 m.kr. og verða kaupin fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 160 milljónum króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 145 milljónir króna á ársgrundvelli. „Kaup húsnæðis dagdvalarinnar á Nesvöllum markar fyrsta skrefið í vaxtarvegferð Reita innan nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Sem stærsta fasteignafélag landsins á sviði atvinnuhúsnæðis búa Reitir yfir gífurlegri reynslu og þekkingu á rekstri og viðhaldi húsnæðis. Við lítum á það sem okkar hlutverk og ábyrgð að beina okkar kröftum til uppbyggingar og eflingar þeirra samfélagslegu innviða sem samfélagið kallar á hverju sinni. Við stefnum á frekari fjárfestingar í eignum sem svara breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og horfum sér í lagi til hjúkrunarheimila og lífsgæðakjarna í þeim efnum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningu. Guðni Aðalsteinsson er forstjóri Reita. Eignin í Hafnarfirði að Lónsbraut 1 Hafnarfirði var byggð 2011 og er 1.725 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir fiskvinnslu Hólmaskers ehf. sem er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar. Leigusamningur er til 2033. Áætlað er að afhending eignanna eigi sér stað eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana, afléttingu forkaupsréttar að Lónsbraut 1 og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum. Kaup Reita á ÞEJ fasteignum ehf. Í tilkynningunni kemur fram að Reitir hafa einnig gengið frá kaupum á ÞEJ fasteignum ehf.. Félagið á tæplega 3.100 fermetra verslunarhúsnæðis við Fákafen 11, Faxafen 12, Skólavörðustíg 10, Laugaveg 32 og Laugaveg 86 til 94. Húsnæðið hýsir ýmsa leigutaka, þar á meðal veitingastaðinn Saffran. Heildarvirði er 1.150 milljónir króna og eru kaupin, samkvæmt tilkynningunni, að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 110 milljónir króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 85 milljónir króna á ársgrundvelli. Afhending eignanna fór fram síðastliðin mánaðamót.
Fasteignamarkaður Eldri borgarar Reitir fasteignafélag Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira