Wolt tekur hlutverk sitt á Íslandi alvarlega Elisabeth Stenersen skrifar 6. júní 2024 14:31 Í aðsendri grein á Visir og aftur á Stöð 2 fjölluðu Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir hjá ASÍ um alvarlegar ásakanir sem beint er að Wolt. Þessum ásökunum getum við ekki látið ósvarað. Þegar vinsælli þjónustu Wolt er hleypt af stokkunum í nýju landi þá kynnum við okkur aðstæður áður. Við kynnum okkur lög og reglur einnig og leggjum okkur fram við að kynnast fólkinu fremur en að byggja á einhverju sem okkur er sagt að sé „sannleikur“. Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir ættu einnig að gera þetta áður en þau ásaka einhvern um að koma sér undan ábyrgð. Sérstaklega ættu þau að huga að þessu þar sem þau skrifa í umboði og krafti ASÍ. Þegar við hleyptum þjónustu okkar af stokkunum á Íslandi í maí 2023 þá hittum við ASÍ og kynntum viðskiptamódel okkar fyrir þeim. Við buðum þeim einnig að hitta okkur eftir nokkra mánaða rekstur, þegar við hefðum raungögn um reksturinn á Íslandi, til að sýna þeim hvað við erum raunverulega að greiða samstarfsaðilum okkar, sendlunum. Þau hafa ekki þegið það boð okkar og velja frekar að setja fram órökstuddar ásakanir um að við bjóðum ekki sómasamlega þóknun. Boðið til ASÍ stendur hins vegar ennþá og við viljum mjög gjarnan hitta Halldór og Sögu og kynna fyrir þeim hverjar staðreyndir málsins eru. Við erum fullkomlega sammála því að heimsendingargjaldið sem viðskiptavinir greiða fyrir að fá hamborgara eða pizzu senda heim – í allskonar veðrum – er lágt. En það sem viðskiptavinurinn greiðir fyrir heimsendinguna er EKKI eina greiðslan sem sendilinn fær. Á meðan viðskiptavinur okkar greiðir yfirleitt á milli 499kr til 1499kr fyrir sendingu er meðal greiðsla til sendils 1720kr. Enginn verður ríkur af því að starfa sem sendill en tekjurnar eru gagnsæjar og sanngjarnar og nógu háar til þess að sumir sendlar velja frekar að sendast en að sinna öðrum hlutastörfum. Hvert verkefni er boðið með upplýsingum um upphæð þóknunarinnar fyrirfram. Sendillinn getur samþykkt eða hafnað hverri sendingu, án nokkurra vandkvæða eða afleiðinga og njóta sjálfræðis í sínu verkefnavali. Ef við greiddum ekki viðunandi þóknun fyrir sendingar þá myndi enginn vilja sendast fyrir okkur. Við eigum í viðskiptasambandi við mörg hundruð virkra sendla og enn stærri hópur vill bætast við. Um 80% af íslenskum sendlum okkar stunda þessa vinnu sem aukastarf til viðbótar við fullt starf og 10% þeirra eru námsfólk. Meðal sendillinn vinnur í 80 stundir á mánuði og starfsánægja er mikil. Ástæða þess að við notum sjálfstæða verktaka er sú að það fyrirkomulag býður upp á mikinn sveigjanleika. Fyrir Wolt er auðvelt að bæta við nýjum heimsendingarsvæðum með þessu kerfi þar sem við fáum sendla á staðnum í verkefnin og fjölgum þeim þegar sendingum fjölgar (eins og við höfum gert á Íslandi). Við getum auðveldlega náð í fleiri sendla í gegnum vefinn til að afhenda þegar er rigning eða á laugardögum þegar mikið er að gera. Þegar eftirspurnin er mikil eða aðstæður erfiðar fá sendlarnir hærri þóknun. Samstarfsaðilar okkar kunna að meta þennan sveigjanleika, að geta unnið þegar þeim sýnist. Það eru engar vaktir, engir mælingar á skilvirkni, enginn fastur mætingartími eða neikvæðar afleiðingar ef einhver mætir ekki einn daginn. Til viðbótar þá þéna sendlarnir oft betur en í sínum venjulegu störfum, jafnvel þegar annar kostnaður er tekinn inn í myndina. Þegar við hittum ASÍ á síðasta ári báðum við sérstaklega um samvinnu við gerð samninga fyrir sjálfstæða verktaka í þeim tilgangi að bæta aðstæður og tryggja réttindi þeirra. Okkur var hins vegar mætt af áhugaleysi og ASÍ hefur síðan þá ekki svarað beiðnum okkar um frekara samtal. Það er að okkar mati sérstakt að þau snúi sér frekar að því að ráðast á Wolt í fjölmiðlum. Ef ASÍ hefur hins vegar skipt um skoðun þá erum við að sjálfsögðu ánægð með það og tökum vel í frekara samtal um samningagerð. Dyr okkar eru alltaf opnar. Íslendingar hafa tekið mjög vel á móti Wolt. Með starfsemi á fjórum svæðum hafa 70% Íslendingar aðgengi að hraðri heimsendingu. Í gegnum Wolt þjónustuna hafa fyrirtæki á þessum svæðum getað bætt við milljörðum króna við tekjur sínar á sama tíma og vöxtur þeirra á sér fáar hliðstæður. Þannig hafa þessi fyrirtæki vaxið og aukið skilvirkni sína í rekstarumhverfi sem hefur undanfarin ár reynst meiriháttar áskorun. Á sama tíma hefur Wolt boðið sveigjanleika og ágætar tekjur fyrir fólk af öllum aldri og með mjög ólíkan bakgrunn á Íslandi. Wolt er alvöru fyrirtæki, en þótt við tökum okkur sjálf ekki mjög alvarlega þá er okkur fúlasta alvara þegar kemur að því að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt viðskiptaumhverfi þar sem við fylgjum öllum lögum og reglum svæðisins. Við trúum á sanngirni, gagnsæi og samstarf. Við vonum að ASÍ sé sama sinnis. Höfundur er framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Matur Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein á Visir og aftur á Stöð 2 fjölluðu Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir hjá ASÍ um alvarlegar ásakanir sem beint er að Wolt. Þessum ásökunum getum við ekki látið ósvarað. Þegar vinsælli þjónustu Wolt er hleypt af stokkunum í nýju landi þá kynnum við okkur aðstæður áður. Við kynnum okkur lög og reglur einnig og leggjum okkur fram við að kynnast fólkinu fremur en að byggja á einhverju sem okkur er sagt að sé „sannleikur“. Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir ættu einnig að gera þetta áður en þau ásaka einhvern um að koma sér undan ábyrgð. Sérstaklega ættu þau að huga að þessu þar sem þau skrifa í umboði og krafti ASÍ. Þegar við hleyptum þjónustu okkar af stokkunum á Íslandi í maí 2023 þá hittum við ASÍ og kynntum viðskiptamódel okkar fyrir þeim. Við buðum þeim einnig að hitta okkur eftir nokkra mánaða rekstur, þegar við hefðum raungögn um reksturinn á Íslandi, til að sýna þeim hvað við erum raunverulega að greiða samstarfsaðilum okkar, sendlunum. Þau hafa ekki þegið það boð okkar og velja frekar að setja fram órökstuddar ásakanir um að við bjóðum ekki sómasamlega þóknun. Boðið til ASÍ stendur hins vegar ennþá og við viljum mjög gjarnan hitta Halldór og Sögu og kynna fyrir þeim hverjar staðreyndir málsins eru. Við erum fullkomlega sammála því að heimsendingargjaldið sem viðskiptavinir greiða fyrir að fá hamborgara eða pizzu senda heim – í allskonar veðrum – er lágt. En það sem viðskiptavinurinn greiðir fyrir heimsendinguna er EKKI eina greiðslan sem sendilinn fær. Á meðan viðskiptavinur okkar greiðir yfirleitt á milli 499kr til 1499kr fyrir sendingu er meðal greiðsla til sendils 1720kr. Enginn verður ríkur af því að starfa sem sendill en tekjurnar eru gagnsæjar og sanngjarnar og nógu háar til þess að sumir sendlar velja frekar að sendast en að sinna öðrum hlutastörfum. Hvert verkefni er boðið með upplýsingum um upphæð þóknunarinnar fyrirfram. Sendillinn getur samþykkt eða hafnað hverri sendingu, án nokkurra vandkvæða eða afleiðinga og njóta sjálfræðis í sínu verkefnavali. Ef við greiddum ekki viðunandi þóknun fyrir sendingar þá myndi enginn vilja sendast fyrir okkur. Við eigum í viðskiptasambandi við mörg hundruð virkra sendla og enn stærri hópur vill bætast við. Um 80% af íslenskum sendlum okkar stunda þessa vinnu sem aukastarf til viðbótar við fullt starf og 10% þeirra eru námsfólk. Meðal sendillinn vinnur í 80 stundir á mánuði og starfsánægja er mikil. Ástæða þess að við notum sjálfstæða verktaka er sú að það fyrirkomulag býður upp á mikinn sveigjanleika. Fyrir Wolt er auðvelt að bæta við nýjum heimsendingarsvæðum með þessu kerfi þar sem við fáum sendla á staðnum í verkefnin og fjölgum þeim þegar sendingum fjölgar (eins og við höfum gert á Íslandi). Við getum auðveldlega náð í fleiri sendla í gegnum vefinn til að afhenda þegar er rigning eða á laugardögum þegar mikið er að gera. Þegar eftirspurnin er mikil eða aðstæður erfiðar fá sendlarnir hærri þóknun. Samstarfsaðilar okkar kunna að meta þennan sveigjanleika, að geta unnið þegar þeim sýnist. Það eru engar vaktir, engir mælingar á skilvirkni, enginn fastur mætingartími eða neikvæðar afleiðingar ef einhver mætir ekki einn daginn. Til viðbótar þá þéna sendlarnir oft betur en í sínum venjulegu störfum, jafnvel þegar annar kostnaður er tekinn inn í myndina. Þegar við hittum ASÍ á síðasta ári báðum við sérstaklega um samvinnu við gerð samninga fyrir sjálfstæða verktaka í þeim tilgangi að bæta aðstæður og tryggja réttindi þeirra. Okkur var hins vegar mætt af áhugaleysi og ASÍ hefur síðan þá ekki svarað beiðnum okkar um frekara samtal. Það er að okkar mati sérstakt að þau snúi sér frekar að því að ráðast á Wolt í fjölmiðlum. Ef ASÍ hefur hins vegar skipt um skoðun þá erum við að sjálfsögðu ánægð með það og tökum vel í frekara samtal um samningagerð. Dyr okkar eru alltaf opnar. Íslendingar hafa tekið mjög vel á móti Wolt. Með starfsemi á fjórum svæðum hafa 70% Íslendingar aðgengi að hraðri heimsendingu. Í gegnum Wolt þjónustuna hafa fyrirtæki á þessum svæðum getað bætt við milljörðum króna við tekjur sínar á sama tíma og vöxtur þeirra á sér fáar hliðstæður. Þannig hafa þessi fyrirtæki vaxið og aukið skilvirkni sína í rekstarumhverfi sem hefur undanfarin ár reynst meiriháttar áskorun. Á sama tíma hefur Wolt boðið sveigjanleika og ágætar tekjur fyrir fólk af öllum aldri og með mjög ólíkan bakgrunn á Íslandi. Wolt er alvöru fyrirtæki, en þótt við tökum okkur sjálf ekki mjög alvarlega þá er okkur fúlasta alvara þegar kemur að því að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt viðskiptaumhverfi þar sem við fylgjum öllum lögum og reglum svæðisins. Við trúum á sanngirni, gagnsæi og samstarf. Við vonum að ASÍ sé sama sinnis. Höfundur er framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun