Biden herðir tökin á landamærum í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 16:35 Biden kynnti landamæraaðgerðir sínar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust. Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira