Hrósaði Davíð Smára í hástert: „Minnir á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 5. júní 2024 12:01 Davíð Smári Lamude er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson hefur hrifist af framgöngu Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í sumar. Davíð tók við Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Kórdrengi árin þar á undan. Undir stjórn Davíðs komust Vestramenn upp í Bestu deildina í gegnum umspil og eru með tíu stig í 9. sæti hennar, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á sínum heimavelli á Ísafirði. Atli Viðar og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar ásamt Ingva Þór Sæmundssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og ræddu þar meðal annars um Davíð og Vestramennina hans. „Þeir hafa lent í miklum hremmingum með varnarleikinn sinn og eftir þessa tvo sigurleiki, gegn KA og HK, kom smá dýfa. Þá fannst manni vera að fjara undan þeim og það væri eins og þeir væru að bíða eftir því að komast vestur og ná að búa til einhverja stemmningu. En svo náðu þeir mjög sterku stigi vestur í bæ og unnu svo Stjörnuna. Það finnst mér merki um ótrúlega seiglu og ótrúlegan karakter í þessu liði,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé fyrst og þjálfarinn þeirra sem býr það til. Ég hef verið ofboðslega hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram fyrir hönd þessa liðs,“ sagði Atli Viðar. „Maður sér á honum hvernig honum líður en hann er alltaf kurteis og einlægur. Hann minnir dálítið á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum. Hann er heill og segir nákvæmlega það sem hann er að upplifa en það er ekki til einhver gorgeir eða leikþáttur í honum. Ég er ótrúlega hrifinn af því hversu einlægur og flottur hann er í viðtölum og með leikmennina sína.“ Næsti leikur Vestra er gegn Fylki í Árbænum 18. júní og ef allt gengur eftir verður svo fyrsti alvöru heimaleikur þeirra Vestramanna gegn Valsmönnum fjórum dögum seinna. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Tengdar fréttir „Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Davíð tók við Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Kórdrengi árin þar á undan. Undir stjórn Davíðs komust Vestramenn upp í Bestu deildina í gegnum umspil og eru með tíu stig í 9. sæti hennar, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á sínum heimavelli á Ísafirði. Atli Viðar og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar ásamt Ingva Þór Sæmundssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og ræddu þar meðal annars um Davíð og Vestramennina hans. „Þeir hafa lent í miklum hremmingum með varnarleikinn sinn og eftir þessa tvo sigurleiki, gegn KA og HK, kom smá dýfa. Þá fannst manni vera að fjara undan þeim og það væri eins og þeir væru að bíða eftir því að komast vestur og ná að búa til einhverja stemmningu. En svo náðu þeir mjög sterku stigi vestur í bæ og unnu svo Stjörnuna. Það finnst mér merki um ótrúlega seiglu og ótrúlegan karakter í þessu liði,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé fyrst og þjálfarinn þeirra sem býr það til. Ég hef verið ofboðslega hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram fyrir hönd þessa liðs,“ sagði Atli Viðar. „Maður sér á honum hvernig honum líður en hann er alltaf kurteis og einlægur. Hann minnir dálítið á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum. Hann er heill og segir nákvæmlega það sem hann er að upplifa en það er ekki til einhver gorgeir eða leikþáttur í honum. Ég er ótrúlega hrifinn af því hversu einlægur og flottur hann er í viðtölum og með leikmennina sína.“ Næsti leikur Vestra er gegn Fylki í Árbænum 18. júní og ef allt gengur eftir verður svo fyrsti alvöru heimaleikur þeirra Vestramanna gegn Valsmönnum fjórum dögum seinna. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Tengdar fréttir „Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00
Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01