Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 22:19 Narendra Modi lýsti yfir sigri þrátt fyrir að hafa tapað meirihluta sínum. AP/Manish Swarup Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar. Modi birti yfirlýsingu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag þar sem hann segir sigurinn sögulegt afrek. Í neðri deild þingsins á Indlandi, stærsta lýðveldi heims, sitja 543 fulltrúar og því þarf 272 til að ná meirihluta. Enn á eftir að ljúka talningu í einu kjördæmi en það lítur út fyrir að Bharatiya Janata tapi meira en sextíu sætum. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Modi tók við taumunum sem flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta. People have placed their faith in NDA, for a third consecutive time! This is a historical feat in India’s history.I bow to the Janata Janardan for this affection and assure them that we will continue the good work done in the last decade to keep fulfilling the aspirations of…— Narendra Modi (@narendramodi) June 4, 2024 Bharatiya Janata með sína 240 fulltrúa á sér þó samstarfsflokka og leiðir eins konar bandalag sem gengur undir nafninu National Democratic Alliance (NDA) sem saman tryggir Modi sitt þriðja kjörtímabil í embætti forsætisráðherra. Í ræðu sem Modi flutti í höfuðstöðvum BJP í Delí sagðist Modi vera ákaflega glaður með niðurstöðurnar. „Ég vil hneigja mig fyrir þjóðinni. Í dag er tilfinningaþrunginn dagur fyrir persónulega. Þetta er fyrsta kosningin frá því að ég missti móður mína,“ sagði hann að sögn Guardian. „Blessun þjóðarinnar í þriðja sinn eftir tíu ár bætir starfsandann okkar, blæs í okkur móðinn. Andstæðingum okkar, þrátt fyrir að vera sameinaðir, tókst ekki einu sinni að vinna jafnmörg sæti og BJP,“ segir Modi. Talsmenn BJP segja ekkert koma til greina en að flokkurinn myndi nýja ríkisstjórn. „NDA mun mynda ríkisstjórn í þriðja sinn. Modi forsætisráðherra verður svarinn inn í þriðja sinn,“ hefur Guardian eftir Jaiveer Shergill talsmanni flokksins. Hann hafi bætt við að fylgistap flokksins verði skoðað. Þingkosningar hafa staðið yfir á Indlandi síðan á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar heimsins þar sem tæpur milljarður manna er á kjörskrá. Indland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Modi birti yfirlýsingu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag þar sem hann segir sigurinn sögulegt afrek. Í neðri deild þingsins á Indlandi, stærsta lýðveldi heims, sitja 543 fulltrúar og því þarf 272 til að ná meirihluta. Enn á eftir að ljúka talningu í einu kjördæmi en það lítur út fyrir að Bharatiya Janata tapi meira en sextíu sætum. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Modi tók við taumunum sem flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta. People have placed their faith in NDA, for a third consecutive time! This is a historical feat in India’s history.I bow to the Janata Janardan for this affection and assure them that we will continue the good work done in the last decade to keep fulfilling the aspirations of…— Narendra Modi (@narendramodi) June 4, 2024 Bharatiya Janata með sína 240 fulltrúa á sér þó samstarfsflokka og leiðir eins konar bandalag sem gengur undir nafninu National Democratic Alliance (NDA) sem saman tryggir Modi sitt þriðja kjörtímabil í embætti forsætisráðherra. Í ræðu sem Modi flutti í höfuðstöðvum BJP í Delí sagðist Modi vera ákaflega glaður með niðurstöðurnar. „Ég vil hneigja mig fyrir þjóðinni. Í dag er tilfinningaþrunginn dagur fyrir persónulega. Þetta er fyrsta kosningin frá því að ég missti móður mína,“ sagði hann að sögn Guardian. „Blessun þjóðarinnar í þriðja sinn eftir tíu ár bætir starfsandann okkar, blæs í okkur móðinn. Andstæðingum okkar, þrátt fyrir að vera sameinaðir, tókst ekki einu sinni að vinna jafnmörg sæti og BJP,“ segir Modi. Talsmenn BJP segja ekkert koma til greina en að flokkurinn myndi nýja ríkisstjórn. „NDA mun mynda ríkisstjórn í þriðja sinn. Modi forsætisráðherra verður svarinn inn í þriðja sinn,“ hefur Guardian eftir Jaiveer Shergill talsmanni flokksins. Hann hafi bætt við að fylgistap flokksins verði skoðað. Þingkosningar hafa staðið yfir á Indlandi síðan á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar heimsins þar sem tæpur milljarður manna er á kjörskrá.
Indland Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira