McGregor sendir frá sér yfirlýsingu Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 11:31 Conor McGregor, UFC bardagakappi Vísir/Getty Írski bardagakappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfirlýsingu varðandi óvænta atburðarás sem varð til þess að blaðamannafundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bardagakvöldið var aflýst. Yfirlýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar. Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira