McGregor sendir frá sér yfirlýsingu Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 11:31 Conor McGregor, UFC bardagakappi Vísir/Getty Írski bardagakappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfirlýsingu varðandi óvænta atburðarás sem varð til þess að blaðamannafundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bardagakvöldið var aflýst. Yfirlýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar. Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira
Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira