Ekkert svar..... Ingunn Ósk Sturludóttir skrifar 4. júní 2024 11:31 Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl. Ég settist því niður fyrir nokkru og leit yfir starfsferil minn og hann sýnir að ekki hræðist ég vinnu því ferillinn sá er ansi fjölbreyttur. Níu ára gömul byrjaði ég að vinna, ekki af nauðsyn heldur áhuga! Starfsferillinn byrjaði eins og hjá mörgum á að bera út blöð. Ég var nú ekki svo heppin að komast að hjá Mogganum sem borinn var út í nær hvert hús þá, heldur bar ég út Tímann. Það voru ca 70 blöð en svæðið var allur Fossvogurinn að Ásgarði og Réttarholtsvegi meðtöldum. Þetta var heljarinnar göngutúr fyrir 9 ára stelpuskottu. Tíu ára fór ég síðan að passa börn á sumrin þar til ég gerðist bensínstelpa á BSR 12 ára gömul. Á unglings- og menntaskólaárunum vann ég við garðyrkjustörf hjá Brandi Gíslasyni garðyrkjumanni, útgáfu veðbókavottorða hjá Borgarfógeta, afgreiðslustörf hjá bókabúð Máls og menningar, lagerstörf og útkeyrslu hjá bókaútgáfunni Fjölva og í fiski svo eitthvað sé nefnt. Eftir stúdentspróf ók ég leigubíl um tima en fór síðan að vinna við almenn bankastörf hjá Sparisjóði Vélstjóra og varð fljótt gjaldkeri. Ég fór síðan í söngnám og meðfram því vann ég skrifstofustörf hjá Fjölva og Agli Guttormssyni hf. Ég daðraði einnig við þýðingar nokkurra bóka. Ég vann við skrifstofustörf, prófarkalestur og var aðstoðarsýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni ásamt að syngja þar í kórnum auk þess að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir. Síðan ákvað ég að fara framhaldsnám erlendis en vann a sumrin hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Þegar heim var komið hóf ég söngkennslu og hélt tónleika hér og þar. Fljótlega eftir heimkomu kynntist ég eiginmanni mínum Birni Baldurssyni bónda í Vigur og flutti þangað í kjölfarið, gerðist bóndi þar með skepnur, æðarfugl og ferðamenn, bakaði á við stórt verksmiðjubakarí ásamt svilkonu minni ofan í þúsundir ferðamanna í tíu sumur en kenndi einnig söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma eignuðumst við börnin okkar tvö. Árið 2004 flutti fjölskyldan síðan á Ísafjörð og hélt ég áfram að kenna söng en varð síðan skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 7 ár eða þar til ég flutti suður. Ég stjórnaði líka Sunnukórnum í 7 ár, hélt fjölda tónleika hér á landi og einnig erlendis, söng hlutverk í Messíasi og Mozart Requiem með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Hátíðarkórnum einnig Gloriu Poulanc með Sinfóníuhljómsveit Íslands, abbadísina i Söngvaseið og söng og söng við allskyns tilefni, og var fengin suður til að syngja H-moll messu Bach og Mozart Requiem og bara alls konar. Þá fór ég í 3ja ára viðbótarnám í Lichtenberger söngfræðum. Sumir gerðu nú grín að því, að það væri kannski ekki mjög arðbært nám, en allt nám er arðbært að mínu viti í hverju sem það kann að vera fólgið. Þegar suður var komið fór ég i alveg frábært nám hjá Endurmenntun HÍ í Sálgæslu. Það nám er verðmætt og ætti að gera mig fýsilegan kost í mörg störf. Ég fékk hlutastarf við söngkennslu hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og starfa þar enn mér til mikillar ánægju. Ég hef líka gripið í að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Tin can factory og Mími sem mér finnst gaman. Þess má kannski geta líka að ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) í kvartöld meðfram vinnu. Ég hef sinnt sérverkefnum tímabundið hjá FT en þeim lauk fyrir stuttu og stefndi þá í atvinnuleysi hjá starfsglöðu mér! Hvað gerir kona þá? Jú fer að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Þar hef ég unnið síðan 2.maí. Ég er í aðlögun. Þetta er krefjandi en afar gefandi starf, börn eru svo skemmtileg en Guð minn góður hvað þau geta líka tekið á. Við skulum sjá til hvernig konan aðlagast. Því miður ekki hægt að hrópa húrra yfir laununum jafn mikilvægt og þetta starf er. En ástæða þessa persónulega greinarkorns sem inniheldur kannski of ítarlega starfsferilskrá, er spurning sem brennur á mörgum atvinnuleitendum sem komnir eru yfir fimmtugt. Í mínu tilfelli er spurningin: Af hverju fær manneskja sem er komin yfir sextugt ekki starf já, eða allavega svei þér eftir vel á annað hundrað atvinnuumsóknir síðastliðin 4 ár? Manneskja sem vílar ekki fyrir sér að taka ýmislegt að sér. Manneskja með fulla starfsorku og sem finnst gaman að vinna? Þetta er mikið mein í okkar samfélagi. Mannauði bara skutlað á haugana og fólki með fulla starfsorku og vinnuvilja jafnvel neytt á hinn samfélagslega spena. Ég hefði kannski átt að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, ég hefði þá allavega fengið svar 1. júní síðastliðinn. Höfundur er atvinnuleitandi með fjöldamörgu öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Sjá meira
Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl. Ég settist því niður fyrir nokkru og leit yfir starfsferil minn og hann sýnir að ekki hræðist ég vinnu því ferillinn sá er ansi fjölbreyttur. Níu ára gömul byrjaði ég að vinna, ekki af nauðsyn heldur áhuga! Starfsferillinn byrjaði eins og hjá mörgum á að bera út blöð. Ég var nú ekki svo heppin að komast að hjá Mogganum sem borinn var út í nær hvert hús þá, heldur bar ég út Tímann. Það voru ca 70 blöð en svæðið var allur Fossvogurinn að Ásgarði og Réttarholtsvegi meðtöldum. Þetta var heljarinnar göngutúr fyrir 9 ára stelpuskottu. Tíu ára fór ég síðan að passa börn á sumrin þar til ég gerðist bensínstelpa á BSR 12 ára gömul. Á unglings- og menntaskólaárunum vann ég við garðyrkjustörf hjá Brandi Gíslasyni garðyrkjumanni, útgáfu veðbókavottorða hjá Borgarfógeta, afgreiðslustörf hjá bókabúð Máls og menningar, lagerstörf og útkeyrslu hjá bókaútgáfunni Fjölva og í fiski svo eitthvað sé nefnt. Eftir stúdentspróf ók ég leigubíl um tima en fór síðan að vinna við almenn bankastörf hjá Sparisjóði Vélstjóra og varð fljótt gjaldkeri. Ég fór síðan í söngnám og meðfram því vann ég skrifstofustörf hjá Fjölva og Agli Guttormssyni hf. Ég daðraði einnig við þýðingar nokkurra bóka. Ég vann við skrifstofustörf, prófarkalestur og var aðstoðarsýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni ásamt að syngja þar í kórnum auk þess að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir. Síðan ákvað ég að fara framhaldsnám erlendis en vann a sumrin hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Þegar heim var komið hóf ég söngkennslu og hélt tónleika hér og þar. Fljótlega eftir heimkomu kynntist ég eiginmanni mínum Birni Baldurssyni bónda í Vigur og flutti þangað í kjölfarið, gerðist bóndi þar með skepnur, æðarfugl og ferðamenn, bakaði á við stórt verksmiðjubakarí ásamt svilkonu minni ofan í þúsundir ferðamanna í tíu sumur en kenndi einnig söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma eignuðumst við börnin okkar tvö. Árið 2004 flutti fjölskyldan síðan á Ísafjörð og hélt ég áfram að kenna söng en varð síðan skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 7 ár eða þar til ég flutti suður. Ég stjórnaði líka Sunnukórnum í 7 ár, hélt fjölda tónleika hér á landi og einnig erlendis, söng hlutverk í Messíasi og Mozart Requiem með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Hátíðarkórnum einnig Gloriu Poulanc með Sinfóníuhljómsveit Íslands, abbadísina i Söngvaseið og söng og söng við allskyns tilefni, og var fengin suður til að syngja H-moll messu Bach og Mozart Requiem og bara alls konar. Þá fór ég í 3ja ára viðbótarnám í Lichtenberger söngfræðum. Sumir gerðu nú grín að því, að það væri kannski ekki mjög arðbært nám, en allt nám er arðbært að mínu viti í hverju sem það kann að vera fólgið. Þegar suður var komið fór ég i alveg frábært nám hjá Endurmenntun HÍ í Sálgæslu. Það nám er verðmætt og ætti að gera mig fýsilegan kost í mörg störf. Ég fékk hlutastarf við söngkennslu hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og starfa þar enn mér til mikillar ánægju. Ég hef líka gripið í að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Tin can factory og Mími sem mér finnst gaman. Þess má kannski geta líka að ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) í kvartöld meðfram vinnu. Ég hef sinnt sérverkefnum tímabundið hjá FT en þeim lauk fyrir stuttu og stefndi þá í atvinnuleysi hjá starfsglöðu mér! Hvað gerir kona þá? Jú fer að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Þar hef ég unnið síðan 2.maí. Ég er í aðlögun. Þetta er krefjandi en afar gefandi starf, börn eru svo skemmtileg en Guð minn góður hvað þau geta líka tekið á. Við skulum sjá til hvernig konan aðlagast. Því miður ekki hægt að hrópa húrra yfir laununum jafn mikilvægt og þetta starf er. En ástæða þessa persónulega greinarkorns sem inniheldur kannski of ítarlega starfsferilskrá, er spurning sem brennur á mörgum atvinnuleitendum sem komnir eru yfir fimmtugt. Í mínu tilfelli er spurningin: Af hverju fær manneskja sem er komin yfir sextugt ekki starf já, eða allavega svei þér eftir vel á annað hundrað atvinnuumsóknir síðastliðin 4 ár? Manneskja sem vílar ekki fyrir sér að taka ýmislegt að sér. Manneskja með fulla starfsorku og sem finnst gaman að vinna? Þetta er mikið mein í okkar samfélagi. Mannauði bara skutlað á haugana og fólki með fulla starfsorku og vinnuvilja jafnvel neytt á hinn samfélagslega spena. Ég hefði kannski átt að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, ég hefði þá allavega fengið svar 1. júní síðastliðinn. Höfundur er atvinnuleitandi með fjöldamörgu öðru.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun