Ekkert svar..... Ingunn Ósk Sturludóttir skrifar 4. júní 2024 11:31 Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl. Ég settist því niður fyrir nokkru og leit yfir starfsferil minn og hann sýnir að ekki hræðist ég vinnu því ferillinn sá er ansi fjölbreyttur. Níu ára gömul byrjaði ég að vinna, ekki af nauðsyn heldur áhuga! Starfsferillinn byrjaði eins og hjá mörgum á að bera út blöð. Ég var nú ekki svo heppin að komast að hjá Mogganum sem borinn var út í nær hvert hús þá, heldur bar ég út Tímann. Það voru ca 70 blöð en svæðið var allur Fossvogurinn að Ásgarði og Réttarholtsvegi meðtöldum. Þetta var heljarinnar göngutúr fyrir 9 ára stelpuskottu. Tíu ára fór ég síðan að passa börn á sumrin þar til ég gerðist bensínstelpa á BSR 12 ára gömul. Á unglings- og menntaskólaárunum vann ég við garðyrkjustörf hjá Brandi Gíslasyni garðyrkjumanni, útgáfu veðbókavottorða hjá Borgarfógeta, afgreiðslustörf hjá bókabúð Máls og menningar, lagerstörf og útkeyrslu hjá bókaútgáfunni Fjölva og í fiski svo eitthvað sé nefnt. Eftir stúdentspróf ók ég leigubíl um tima en fór síðan að vinna við almenn bankastörf hjá Sparisjóði Vélstjóra og varð fljótt gjaldkeri. Ég fór síðan í söngnám og meðfram því vann ég skrifstofustörf hjá Fjölva og Agli Guttormssyni hf. Ég daðraði einnig við þýðingar nokkurra bóka. Ég vann við skrifstofustörf, prófarkalestur og var aðstoðarsýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni ásamt að syngja þar í kórnum auk þess að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir. Síðan ákvað ég að fara framhaldsnám erlendis en vann a sumrin hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Þegar heim var komið hóf ég söngkennslu og hélt tónleika hér og þar. Fljótlega eftir heimkomu kynntist ég eiginmanni mínum Birni Baldurssyni bónda í Vigur og flutti þangað í kjölfarið, gerðist bóndi þar með skepnur, æðarfugl og ferðamenn, bakaði á við stórt verksmiðjubakarí ásamt svilkonu minni ofan í þúsundir ferðamanna í tíu sumur en kenndi einnig söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma eignuðumst við börnin okkar tvö. Árið 2004 flutti fjölskyldan síðan á Ísafjörð og hélt ég áfram að kenna söng en varð síðan skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 7 ár eða þar til ég flutti suður. Ég stjórnaði líka Sunnukórnum í 7 ár, hélt fjölda tónleika hér á landi og einnig erlendis, söng hlutverk í Messíasi og Mozart Requiem með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Hátíðarkórnum einnig Gloriu Poulanc með Sinfóníuhljómsveit Íslands, abbadísina i Söngvaseið og söng og söng við allskyns tilefni, og var fengin suður til að syngja H-moll messu Bach og Mozart Requiem og bara alls konar. Þá fór ég í 3ja ára viðbótarnám í Lichtenberger söngfræðum. Sumir gerðu nú grín að því, að það væri kannski ekki mjög arðbært nám, en allt nám er arðbært að mínu viti í hverju sem það kann að vera fólgið. Þegar suður var komið fór ég i alveg frábært nám hjá Endurmenntun HÍ í Sálgæslu. Það nám er verðmætt og ætti að gera mig fýsilegan kost í mörg störf. Ég fékk hlutastarf við söngkennslu hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og starfa þar enn mér til mikillar ánægju. Ég hef líka gripið í að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Tin can factory og Mími sem mér finnst gaman. Þess má kannski geta líka að ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) í kvartöld meðfram vinnu. Ég hef sinnt sérverkefnum tímabundið hjá FT en þeim lauk fyrir stuttu og stefndi þá í atvinnuleysi hjá starfsglöðu mér! Hvað gerir kona þá? Jú fer að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Þar hef ég unnið síðan 2.maí. Ég er í aðlögun. Þetta er krefjandi en afar gefandi starf, börn eru svo skemmtileg en Guð minn góður hvað þau geta líka tekið á. Við skulum sjá til hvernig konan aðlagast. Því miður ekki hægt að hrópa húrra yfir laununum jafn mikilvægt og þetta starf er. En ástæða þessa persónulega greinarkorns sem inniheldur kannski of ítarlega starfsferilskrá, er spurning sem brennur á mörgum atvinnuleitendum sem komnir eru yfir fimmtugt. Í mínu tilfelli er spurningin: Af hverju fær manneskja sem er komin yfir sextugt ekki starf já, eða allavega svei þér eftir vel á annað hundrað atvinnuumsóknir síðastliðin 4 ár? Manneskja sem vílar ekki fyrir sér að taka ýmislegt að sér. Manneskja með fulla starfsorku og sem finnst gaman að vinna? Þetta er mikið mein í okkar samfélagi. Mannauði bara skutlað á haugana og fólki með fulla starfsorku og vinnuvilja jafnvel neytt á hinn samfélagslega spena. Ég hefði kannski átt að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, ég hefði þá allavega fengið svar 1. júní síðastliðinn. Höfundur er atvinnuleitandi með fjöldamörgu öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ég stóð á sextugu þegar ég flutti suður haustið 2020 eftir 25 ára búsetu vestur á fjörðum og hef síðan þá svarað vel á annað hundrað atvinnuauglýsingum og sótt um. Ég held að ég hafi fengið í mesta lagi 10 svör kannski 11 og tvö viðtöl. Ég settist því niður fyrir nokkru og leit yfir starfsferil minn og hann sýnir að ekki hræðist ég vinnu því ferillinn sá er ansi fjölbreyttur. Níu ára gömul byrjaði ég að vinna, ekki af nauðsyn heldur áhuga! Starfsferillinn byrjaði eins og hjá mörgum á að bera út blöð. Ég var nú ekki svo heppin að komast að hjá Mogganum sem borinn var út í nær hvert hús þá, heldur bar ég út Tímann. Það voru ca 70 blöð en svæðið var allur Fossvogurinn að Ásgarði og Réttarholtsvegi meðtöldum. Þetta var heljarinnar göngutúr fyrir 9 ára stelpuskottu. Tíu ára fór ég síðan að passa börn á sumrin þar til ég gerðist bensínstelpa á BSR 12 ára gömul. Á unglings- og menntaskólaárunum vann ég við garðyrkjustörf hjá Brandi Gíslasyni garðyrkjumanni, útgáfu veðbókavottorða hjá Borgarfógeta, afgreiðslustörf hjá bókabúð Máls og menningar, lagerstörf og útkeyrslu hjá bókaútgáfunni Fjölva og í fiski svo eitthvað sé nefnt. Eftir stúdentspróf ók ég leigubíl um tima en fór síðan að vinna við almenn bankastörf hjá Sparisjóði Vélstjóra og varð fljótt gjaldkeri. Ég fór síðan í söngnám og meðfram því vann ég skrifstofustörf hjá Fjölva og Agli Guttormssyni hf. Ég daðraði einnig við þýðingar nokkurra bóka. Ég vann við skrifstofustörf, prófarkalestur og var aðstoðarsýningarstjóri hjá Íslensku Óperunni ásamt að syngja þar í kórnum auk þess að syngja við ýmsar kirkjulegar athafnir. Síðan ákvað ég að fara framhaldsnám erlendis en vann a sumrin hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Þegar heim var komið hóf ég söngkennslu og hélt tónleika hér og þar. Fljótlega eftir heimkomu kynntist ég eiginmanni mínum Birni Baldurssyni bónda í Vigur og flutti þangað í kjölfarið, gerðist bóndi þar með skepnur, æðarfugl og ferðamenn, bakaði á við stórt verksmiðjubakarí ásamt svilkonu minni ofan í þúsundir ferðamanna í tíu sumur en kenndi einnig söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma eignuðumst við börnin okkar tvö. Árið 2004 flutti fjölskyldan síðan á Ísafjörð og hélt ég áfram að kenna söng en varð síðan skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 7 ár eða þar til ég flutti suður. Ég stjórnaði líka Sunnukórnum í 7 ár, hélt fjölda tónleika hér á landi og einnig erlendis, söng hlutverk í Messíasi og Mozart Requiem með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Hátíðarkórnum einnig Gloriu Poulanc með Sinfóníuhljómsveit Íslands, abbadísina i Söngvaseið og söng og söng við allskyns tilefni, og var fengin suður til að syngja H-moll messu Bach og Mozart Requiem og bara alls konar. Þá fór ég í 3ja ára viðbótarnám í Lichtenberger söngfræðum. Sumir gerðu nú grín að því, að það væri kannski ekki mjög arðbært nám, en allt nám er arðbært að mínu viti í hverju sem það kann að vera fólgið. Þegar suður var komið fór ég i alveg frábært nám hjá Endurmenntun HÍ í Sálgæslu. Það nám er verðmætt og ætti að gera mig fýsilegan kost í mörg störf. Ég fékk hlutastarf við söngkennslu hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og starfa þar enn mér til mikillar ánægju. Ég hef líka gripið í að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Tin can factory og Mími sem mér finnst gaman. Þess má kannski geta líka að ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) í kvartöld meðfram vinnu. Ég hef sinnt sérverkefnum tímabundið hjá FT en þeim lauk fyrir stuttu og stefndi þá í atvinnuleysi hjá starfsglöðu mér! Hvað gerir kona þá? Jú fer að vinna sem leiðbeinandi á leikskóla. Þar hef ég unnið síðan 2.maí. Ég er í aðlögun. Þetta er krefjandi en afar gefandi starf, börn eru svo skemmtileg en Guð minn góður hvað þau geta líka tekið á. Við skulum sjá til hvernig konan aðlagast. Því miður ekki hægt að hrópa húrra yfir laununum jafn mikilvægt og þetta starf er. En ástæða þessa persónulega greinarkorns sem inniheldur kannski of ítarlega starfsferilskrá, er spurning sem brennur á mörgum atvinnuleitendum sem komnir eru yfir fimmtugt. Í mínu tilfelli er spurningin: Af hverju fær manneskja sem er komin yfir sextugt ekki starf já, eða allavega svei þér eftir vel á annað hundrað atvinnuumsóknir síðastliðin 4 ár? Manneskja sem vílar ekki fyrir sér að taka ýmislegt að sér. Manneskja með fulla starfsorku og sem finnst gaman að vinna? Þetta er mikið mein í okkar samfélagi. Mannauði bara skutlað á haugana og fólki með fulla starfsorku og vinnuvilja jafnvel neytt á hinn samfélagslega spena. Ég hefði kannski átt að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands, ég hefði þá allavega fengið svar 1. júní síðastliðinn. Höfundur er atvinnuleitandi með fjöldamörgu öðru.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun