Biðu eftir strætó sem kemur ekki fyrr en á næsta ári Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júní 2024 21:01 Inga Jóhannsdóttir og Saskia höfðu enga hugmynd um breytingarnar á Hlemmi. Vísir/Sigurjón Strætó mun ekki stoppa við Hlemm næsta árið vegna framkvæmda á svæðinu. Markaðsfulltrúi Strætó telur breytingar á leiðakerfinu vera til hins góða fyrir notendur. Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“ Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“
Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17