Fúlar stjörnur sem þurfa að spila fram á nótt í París Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 23:31 Þreyttur Novak Djokovic í leiknum í nótt og skal engan undra. Vísir/Getty Opna franska meistaramótið fer fram í París þessa dagana en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Stjörnur mótsins eru þó ósáttar með skipulagið í Frakklandi. Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“ Tennis Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Sjá meira
Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“
Tennis Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Valur - Grindavík | Toppslagur á Hlíðarenda Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Færeyjar - Ísland | Generalprufa fyrir HM „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Sjá meira