Fúlar stjörnur sem þurfa að spila fram á nótt í París Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 23:31 Þreyttur Novak Djokovic í leiknum í nótt og skal engan undra. Vísir/Getty Opna franska meistaramótið fer fram í París þessa dagana en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Stjörnur mótsins eru þó ósáttar með skipulagið í Frakklandi. Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“ Tennis Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Opna franska mótið í tennis sem leikið er á Roland Garros leikvanginum er eitt af fjórum risamótum í tennis á hverju ári. Komið er fram í fjórðu umferð mótsins en úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi. Stórstjarnan Novak Djokovic tryggði sér einmitt sæti í fjórðu umferðinni í nótt með sigri á Ítalíumanninum Lorenzo Musetti eftir fimm setta leik. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 29 mínútur en margar af stjörnum mótsins hafa gagnrýnt tímasetningu leikja á mótinu. Leiknum lauk ekki fyrr en klukkan var rúmlega þrjú að nóttu til og aldrei hefur leik lokið jafn seint á Opna franska mótinu. Skipuleggjendur mótsins tróðu tveimur kvöldleikjum fyrir í dagskránni vegna rigningar og skipulagið fór í vaskinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna en ég held að það hefði verið hægt að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Djokovic í viðtali eftir leik en hann á titil að verja á mótinu. „Það væri heillandi að einhverju leyti að vinna leik klukkan þrjú að nóttu til ef um væri að ræða síðasta leik mótsins, en þannig er það ekki núna.“ „Stefnir heilsu leikmanna í voða“ Fleiri leikmenn hafa tjáð sig um tímasetningu leikjanna. Hin bandaríska Coco Gauff segir að þetta sé ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum sem lenda í þessum aðstæðum og út frá heilsusjónarmiðum ætti ekki að spila leiki svona seint. „Ég held í alvörunni að það sé verið að stefna heilsu leikmanna í voða. Maður kemst ekki í rúmið fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Jafnvel ekki fyrr en klukkan sjö að morgni til.“ Efsta kona heimslistans Iga Swiatek segist efast um að áhorfendur nenni að horfa á leiki sem klárast svona seint. „Ég veit ekki hvort þeir horfa á leikina ef þeir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. Ekki ef leikirnir klárast klukkan tvö eða þrjú að nóttu.“
Tennis Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira