Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júní 2024 21:33 Þorgerður ætlaði að kjósa í Vallaskóla á Selfossi Vísir/Vilhelm Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta. Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta.
Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29