„Hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 09:31 Andrea Kolbeinsdóttir og Sigurjón Ernir Sturluson fagna góðum degi eftir hlaupið. Instagram/@sigurjonernir Ísland var í efri hlutanum í bæði karla- og kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Annecy í Frakklandi sem fór fram í gær. Íslenska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið hafnaði í ellefta sæti í landsliðskeppninni. 25 þjóðir tóku þátt í karlakeppninni og 22 í kvennakeppninni. ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri í einstaklingskeppninni af íslenska fólkinu með því að ná sjötta sæti sem er flottur árangur. Hún kláraði hlaupið á 6:10,54 klukkutímum. Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH varð í 29. sæti á tímanum (6:55:30 klst.), Íris Anna Skúladóttir úr FH varð í 39. sæti (7:09,38 klst.) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð í 44. sæti á tímanum 7:28,44 klukkutímum. Í einstaklingskeppni karla varð Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA fyrsti Íslendingurinn í mark en í 23. sæti í heildina en hann hljóp á tímanum 5:32,40 klukkutímum. Þá var Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH í 39. sæti (5:48,10 klst.), Sigurjón Ernir Sturluson úr FH varð í 44. sæti (5:58,53 klst.) og Halldór Hermann Jónsson úr UFA varð í 54. sæti á tímanum 6:12,51 klukkutímum. „Það er ótrúlega gaman að upplifa hvað við eigum í raun góða utanvegahlaupara. Á undanförnum árum hefur Frjálsíþróttasamband Íslands unnið þrotlausa vinnu við að byggja upp umgjörð og halda úti verkefnum fyrir okkar bestu utanvegahlaupara og sú vinna er svo sannarlega að skila sér. Það fengum við að upplifa hér í dag á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar FRÍ, í samtali við heimasíðu FRÍ. „Mesta vinnan er þó alltaf á herðum hlauparanna okkar sem hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy í dag og gáfu allt í þetta. Ég vil þakka þessum flottu hlaupurum fyrir að gefa allt í þetta verkefni og færa okkur fram veginn og ofar á afrekslistana í utanvegahlaupum. Stórkostleg frammistaða bæði hjá konum og körlum, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Friðleifur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Íslenska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið hafnaði í ellefta sæti í landsliðskeppninni. 25 þjóðir tóku þátt í karlakeppninni og 22 í kvennakeppninni. ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri í einstaklingskeppninni af íslenska fólkinu með því að ná sjötta sæti sem er flottur árangur. Hún kláraði hlaupið á 6:10,54 klukkutímum. Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH varð í 29. sæti á tímanum (6:55:30 klst.), Íris Anna Skúladóttir úr FH varð í 39. sæti (7:09,38 klst.) og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð í 44. sæti á tímanum 7:28,44 klukkutímum. Í einstaklingskeppni karla varð Þorbergur Ingi Jónsson úr UFA fyrsti Íslendingurinn í mark en í 23. sæti í heildina en hann hljóp á tímanum 5:32,40 klukkutímum. Þá var Þorsteinn Roy Jóhannsson úr FH í 39. sæti (5:48,10 klst.), Sigurjón Ernir Sturluson úr FH varð í 44. sæti (5:58,53 klst.) og Halldór Hermann Jónsson úr UFA varð í 54. sæti á tímanum 6:12,51 klukkutímum. „Það er ótrúlega gaman að upplifa hvað við eigum í raun góða utanvegahlaupara. Á undanförnum árum hefur Frjálsíþróttasamband Íslands unnið þrotlausa vinnu við að byggja upp umgjörð og halda úti verkefnum fyrir okkar bestu utanvegahlaupara og sú vinna er svo sannarlega að skila sér. Það fengum við að upplifa hér í dag á Evrópumeistaramótinu,“ sagði Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar FRÍ, í samtali við heimasíðu FRÍ. „Mesta vinnan er þó alltaf á herðum hlauparanna okkar sem hlupu eins og vindurinn hér í logninu í Annecy í dag og gáfu allt í þetta. Ég vil þakka þessum flottu hlaupurum fyrir að gefa allt í þetta verkefni og færa okkur fram veginn og ofar á afrekslistana í utanvegahlaupum. Stórkostleg frammistaða bæði hjá konum og körlum, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Friðleifur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira