Kosningavökur frambjóðenda: Hvar verða mestu fagnaðarlætin? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2024 20:50 Í kvöld kemur í ljós hver flytur inn á Bessastaði síðar í sumar. Vísir/Vilhelm Íslendingar hafa í dag valið sér forseta, og spennan er í algleymingi. Einn frambjóðandi mun standa uppi sem sigurvegari, og næsti forseti lýðveldisins, á meðan aðrir munu ekki hafa erindi sem erfiði. Þeir munu þó flestir freista þess að fagna með stuðningsfólki sínu í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, sem leitt hefur í flestum könnunum fram að kosningum, þó með mismiklum mun, hittir stuðningsfólk sitt á Grand Hótel í kvöld, þar sem fylgst verður með framvindu kosninganna. Halla Hrund Logadóttir mun taka á móti stuðningsfólki sínu í Björtuloftum í Hörpu, á meðan nafna hennar Halla Tómasdóttir tekur á móti sínu fólki í Grósku, á sama stað og hún tilkynnti formlega um framboð. Baldur Þórhallsson mun notast við kosningaskriftstofu sína á Grensásvegi undir stuðningsfólk sitt í kvöld, og Arnar Þór Jónsson verður skammt undan, á kosningaskrifstofu sinni í Ármúla 15. Jón Gnarr býður stuðningsfólki sínu til fundar við sig á Bistro Elliðaárdal, en Steinunn Ólína býður til kosningavöku í Kakókastalanum í Mosfellsbæ. Helga Þórisdóttir fylgist hins vegar með vendingum kvöldsins af heimili sínu í Fossvogi. Ásdís Rán verður á Dass við Vegamótastíg á meðan Ástþór Magnússon hefur boðað til samverustundar í kirkju Óháða söfnuðarins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða þá hvar Eiríkur Ingi Jóhannson mun halda sína kosningavöku, né heldur Viktor Traustason verðu með sína. Þá hafa umsjónarmenn hlaðvarpsins Þjóðmála blásið til kosningavöku fyrir óháða, það er að segja fólk sem vill fylgjast með en styður þó engan frambjóðanda sérstaklega mikið, á Nasa við Austurvöll. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, sem leitt hefur í flestum könnunum fram að kosningum, þó með mismiklum mun, hittir stuðningsfólk sitt á Grand Hótel í kvöld, þar sem fylgst verður með framvindu kosninganna. Halla Hrund Logadóttir mun taka á móti stuðningsfólki sínu í Björtuloftum í Hörpu, á meðan nafna hennar Halla Tómasdóttir tekur á móti sínu fólki í Grósku, á sama stað og hún tilkynnti formlega um framboð. Baldur Þórhallsson mun notast við kosningaskriftstofu sína á Grensásvegi undir stuðningsfólk sitt í kvöld, og Arnar Þór Jónsson verður skammt undan, á kosningaskrifstofu sinni í Ármúla 15. Jón Gnarr býður stuðningsfólki sínu til fundar við sig á Bistro Elliðaárdal, en Steinunn Ólína býður til kosningavöku í Kakókastalanum í Mosfellsbæ. Helga Þórisdóttir fylgist hins vegar með vendingum kvöldsins af heimili sínu í Fossvogi. Ásdís Rán verður á Dass við Vegamótastíg á meðan Ástþór Magnússon hefur boðað til samverustundar í kirkju Óháða söfnuðarins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða þá hvar Eiríkur Ingi Jóhannson mun halda sína kosningavöku, né heldur Viktor Traustason verðu með sína. Þá hafa umsjónarmenn hlaðvarpsins Þjóðmála blásið til kosningavöku fyrir óháða, það er að segja fólk sem vill fylgjast með en styður þó engan frambjóðanda sérstaklega mikið, á Nasa við Austurvöll.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira