„Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2024 20:21 Sendill heimsendingarþjónustunnar Wolt að störfum í Reykjavík í dag. Vísir/Stöð 2 Lögregla rannsakar nú mál um tuttugu útlendinga sem fóru með sendingar fyrir fyrirtækið Wolt án þess að vera með atvinnuleyfi á Íslandi. Sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð fyrirtækisins mikla í málinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu daga haft afskipti af útlendingum sem hafa verið við störf hér á landi án þess að vera með atvinnuréttindi. Um er að ræða um tuttugu manns sem hafa verið að sendast með vörur fyrir heimsendingarfyrirtækið Wolt. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að okkar að fólkið eigi yfir höfði sér kæru. Þá sé ábyrgð atvinnurekenda í málinu líka töluverð. Wolt er með starfsemi í tuttugu og sjö löndum í Evrópu og Asíu en eigandinn er fyrirtækið DoorDash's í Bandaríkjunum. Um þrjú hundruð og fimmtíu sendlar eru með samning við fyrirtækið á Íslandi. Christian Kamhaug, yfirmaður samskiptamála hjá Wolt, bendir á að sendlarnir séu ekki starfsmenn fyrirtækisins heldur verktakar. „Þeir eru sjálfstæðir verktakar. Þeir fá greitt fyrir hverja sendingu og við greiðum þeim ekki mánaðarlaun.“ Hann segir það fara eftir ýmsu hversu mikið sendlarnir fái greitt en meðaltalið sé 1.720 krónur fyrir hverja sendingu. „Þeir fara á netið og taka sendinguna. Í raun ákveða þeir sjálfir hve mikla peninga þeir vilja þéna.“ Margir sem hafa fengið sendar vörur með Wolt hafa tekið eftir því að stundum er sendingarkostnaður ekki hár og eru dæmi um að hann sé aðeins nokkur hundruð krónur. Christian segir að hafa þurfi í huga að fyrirtækin sem pantað er frá beri líka kostnað. Hann getur þó ekki sagt hversu hversu mikið þau greiða. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hluti þeirra sem lögregla hafði afskipti af að fara með sendingar sem skráðar voru á aðra sendla. Þannig hafi að minnst kosti tveir einstaklingar sem mega starfa á íslenskum vinnumarkaði skráð sig hjá Wolt en látið aðra sem ekki hafa atvinnuleyfi fara með þær. „Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður en við höfum séð þetta í öðrum löndum. Annar er íslenskur ríkisborgari en hinn er erlendur borgari og með alla tilskilda pappíra í lagi. Við skoðum alla sem sækja um starf og skoðum hvort þeir hafi leyfi til að starfa á Íslandi. Við viljum ekki að þeir sendlar sem starfa fyrir okkur séu ekki með tilskilin leyfi.“ Þá segir hann að undanfarið hafi sérstakt kerfi verið í þróun til að reyna að koma í veg fyrir svona mál. Á mánudaginn verði til að mynda byrjað að skanna andlit sendla í gegnum síma til að reyna að tryggja að rétt fólk fari með sendinguna. Þá segir hann stjórnendur Wolt ekkert hafa heyrt í lögreglunni vegna málsins en fyrirtækið sé viljugt að aðstoða við rannsóknina. Verktakamódel sem lítil yfirsýn fylgi Saga Kjartansdóttir sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssvið Alþýðusambandi Íslands segir málið áhyggjuefni. „Eftir því sem manni heyrst þá eru þetta hugsanlega umsækjendur um alþjóðlega vernd eða fólk í svipaðri stöðu og þar af leiðandi fólk sem að getur ekki auðveldlega unnið löglega og er bara að reyna að bjarga sér og reyna að vinna sér inn einhvern smá pening. Þannig mér finnst alveg ótækt að þeim sé refsað fyrir þetta.“ Saga Kjartansdóttir sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð Wolt mikla í málinuVísir/Ívar Fannar Þá sé ábyrgð Wolt mikil. „Okkar afstaða er sú fyrirtækið Wolt ber bara mikla ábyrgð á sinni starfsemi og hverjir eru að sinna henni og þetta líka leiðir kannski hugann að þessu verktakamódeli þar sem að fyrirtækið virðist hafa mjög litla yfirsýn yfir starfsemina og hver er raunverulega að sinna starfinu.“ Þá þurfi þeir sem nota þjónustu sem þessa líka að vera vakandi. „Ef að verðið er grunnsamlega lágt þá ætti það að kveikja einhverjar viðvörunarbjöllur.“ Vinnumarkaður Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu daga haft afskipti af útlendingum sem hafa verið við störf hér á landi án þess að vera með atvinnuréttindi. Um er að ræða um tuttugu manns sem hafa verið að sendast með vörur fyrir heimsendingarfyrirtækið Wolt. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að okkar að fólkið eigi yfir höfði sér kæru. Þá sé ábyrgð atvinnurekenda í málinu líka töluverð. Wolt er með starfsemi í tuttugu og sjö löndum í Evrópu og Asíu en eigandinn er fyrirtækið DoorDash's í Bandaríkjunum. Um þrjú hundruð og fimmtíu sendlar eru með samning við fyrirtækið á Íslandi. Christian Kamhaug, yfirmaður samskiptamála hjá Wolt, bendir á að sendlarnir séu ekki starfsmenn fyrirtækisins heldur verktakar. „Þeir eru sjálfstæðir verktakar. Þeir fá greitt fyrir hverja sendingu og við greiðum þeim ekki mánaðarlaun.“ Hann segir það fara eftir ýmsu hversu mikið sendlarnir fái greitt en meðaltalið sé 1.720 krónur fyrir hverja sendingu. „Þeir fara á netið og taka sendinguna. Í raun ákveða þeir sjálfir hve mikla peninga þeir vilja þéna.“ Margir sem hafa fengið sendar vörur með Wolt hafa tekið eftir því að stundum er sendingarkostnaður ekki hár og eru dæmi um að hann sé aðeins nokkur hundruð krónur. Christian segir að hafa þurfi í huga að fyrirtækin sem pantað er frá beri líka kostnað. Hann getur þó ekki sagt hversu hversu mikið þau greiða. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hluti þeirra sem lögregla hafði afskipti af að fara með sendingar sem skráðar voru á aðra sendla. Þannig hafi að minnst kosti tveir einstaklingar sem mega starfa á íslenskum vinnumarkaði skráð sig hjá Wolt en látið aðra sem ekki hafa atvinnuleyfi fara með þær. „Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður en við höfum séð þetta í öðrum löndum. Annar er íslenskur ríkisborgari en hinn er erlendur borgari og með alla tilskilda pappíra í lagi. Við skoðum alla sem sækja um starf og skoðum hvort þeir hafi leyfi til að starfa á Íslandi. Við viljum ekki að þeir sendlar sem starfa fyrir okkur séu ekki með tilskilin leyfi.“ Þá segir hann að undanfarið hafi sérstakt kerfi verið í þróun til að reyna að koma í veg fyrir svona mál. Á mánudaginn verði til að mynda byrjað að skanna andlit sendla í gegnum síma til að reyna að tryggja að rétt fólk fari með sendinguna. Þá segir hann stjórnendur Wolt ekkert hafa heyrt í lögreglunni vegna málsins en fyrirtækið sé viljugt að aðstoða við rannsóknina. Verktakamódel sem lítil yfirsýn fylgi Saga Kjartansdóttir sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssvið Alþýðusambandi Íslands segir málið áhyggjuefni. „Eftir því sem manni heyrst þá eru þetta hugsanlega umsækjendur um alþjóðlega vernd eða fólk í svipaðri stöðu og þar af leiðandi fólk sem að getur ekki auðveldlega unnið löglega og er bara að reyna að bjarga sér og reyna að vinna sér inn einhvern smá pening. Þannig mér finnst alveg ótækt að þeim sé refsað fyrir þetta.“ Saga Kjartansdóttir sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð Wolt mikla í málinuVísir/Ívar Fannar Þá sé ábyrgð Wolt mikil. „Okkar afstaða er sú fyrirtækið Wolt ber bara mikla ábyrgð á sinni starfsemi og hverjir eru að sinna henni og þetta líka leiðir kannski hugann að þessu verktakamódeli þar sem að fyrirtækið virðist hafa mjög litla yfirsýn yfir starfsemina og hver er raunverulega að sinna starfinu.“ Þá þurfi þeir sem nota þjónustu sem þessa líka að vera vakandi. „Ef að verðið er grunnsamlega lágt þá ætti það að kveikja einhverjar viðvörunarbjöllur.“
Vinnumarkaður Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira