Ríkisútvarpið hyggst ekki breyta fyrirkomulagi sínu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:30 Heiðar Örn segir niðurstöðuna við kröfugerð frambjóðendanna vera þá að Ríkisútvarpið ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Fyrirkomulagið stendur. vísir/vilhelm Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir niðurstöðu komna gagnvart kröfugerð forsetaframbjóðenda – RÚV mun ekki hvika frá fyrirhuguðu fyrirkomulagi. „Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi.
Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira