Ríkisútvarpið hyggst ekki breyta fyrirkomulagi sínu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:30 Heiðar Örn segir niðurstöðuna við kröfugerð frambjóðendanna vera þá að Ríkisútvarpið ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Fyrirkomulagið stendur. vísir/vilhelm Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir niðurstöðu komna gagnvart kröfugerð forsetaframbjóðenda – RÚV mun ekki hvika frá fyrirhuguðu fyrirkomulagi. „Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira
„Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi.
Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Sjá meira