Segir enga hættu á ferðum og yfirvöld komin í lið með íbúum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 12:34 „Já til Grindavíkur. Okkar ástkæra Grindavík,“ svarar Stefán spurður að því hvort hann sé á leiðinni í bæinn. Einhamar/Vísir Starfsmenn Einhamar Seafood unnu að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík en Stefán Kristjánsson, eigandi og forstjóri fyrirtækisins, segir yfirvöld mun samvinnufúsari núna varðandi aðgang að bænum en í fyrri gosum. „Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
„Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira