Segir enga hættu á ferðum og yfirvöld komin í lið með íbúum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 12:34 „Já til Grindavíkur. Okkar ástkæra Grindavík,“ svarar Stefán spurður að því hvort hann sé á leiðinni í bæinn. Einhamar/Vísir Starfsmenn Einhamar Seafood unnu að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík en Stefán Kristjánsson, eigandi og forstjóri fyrirtækisins, segir yfirvöld mun samvinnufúsari núna varðandi aðgang að bænum en í fyrri gosum. „Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira