Innlent

Glóðvolg og glæ­ný könnun um fylgi fram­bjóð­enda í há­degis­fréttum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Vilhelm

Í hádegisfréttum segjum við frá glænýrri könnun um fylgi forsetaframbjóðenda fyrir komandi kosningar á laugardaginn. 

Könnunin var unnin af Maskínu fyrir fréttastofuna en í kvöld verða svo kappræður á milli þeirra frambjóðenda sem mælst hafa með mesta fylgið í könnunum hingað til. 

Einnig fjöllum við um eldgosið sem hófst á Reykjanesi í gær og ræðum við Víði Reynisson og heyrum einnig í eldfjallasérfræðingi um framhaldið.

Að auki verða málefni Palestínu á dagkskrá en formaður Samfylkingarinnar vill að Íslendingar beiti sér fyrir málinu á vettvangi Norðurlandanna. 

Og í Íþróttapakkanum er það íslandsmeistaratitill Vals í körfunni sem komst í höfn í gær sem verður til umfjöllunar ásamt öðru.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 30. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×