„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:25 Gunnar Magnússon sagði að Mosfellingar hefðu ekki fundið lausnir til að verjast Aroni Pálmarssyni. vísir/diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. „Þetta var svekkjandi, okkar lélegasti leikur í þessari í seríu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrstu þremur leikjunum og raun og veru var svekkelsið að vera 2-1 undir eftir þessa þrjá leiki, þar fer þetta í rauninni. Að mínu mati erum við klaufar að vera ekki yfir í þessari seríu.“ „Engu að síður er munurinn í þessu er Aron Pálmarsson. Við náðum ekki að stoppa hann, við prófuðum allan fjandann og milli leikja breyttum við ýmsu en á endanum náðum ekki að stoppa hann. Hann er bara svindkall í þessari deild. Það er munurinn á liðunum kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Afturelding tapaði á dramatískan hátt með einu marki á móti FH á sunnudaginn síðasta og var 2-1 undir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var þó meiri milli liðanna í kvöld. „Við erum með bæði leik tvö og þrjú, allavega leik þrjú og erum við með stöður til að vinna þetta. Svekkjandi að klára þetta ekki og hefði verið mikilvægt að ná frumkvæðinu þar. Það er stór þáttur í þessu. Í dag var þetta ekki okkar leikur, vorum ekki góðir og FH-ingar voru bara miklu betri en við í dag. Svekkelsið er bara að vera 2-1 yfir fyrir leikinn í kvöld,“ bætti Gunnar við. Gunnar er þó sáttur með spilamennskuna í úrslitakeppninni fyrir utan frammistöðuna í dag. „Margir af okkar lykilleikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Það voru margir ‚off' í dag einhvern veginn og kannski brotnuðum við bara á endanum, ég veit það ekki. Þeir gengu á lagið og margir hjá okkur sem voru ekki góðir. Hittum ekki á góðan dag miðað hvað við erum búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni hingað til. Slógum út sterkt lið Vals og spiluðum fyrstu þrjá leikina á móti FH frábærlega. Þannig ég er ánægður með spilamennskuna í úrslitakeppninni.“ Þjálfarinn lítur brattur fram á veginn þrátt fyrir að hafa ekki náð að taka stóra titilinn heim í Mosfellsbæinn þetta tímabilið. „Við vorum í öðru sæti í meistaraflokki, Íslandsmeistarar í 3. flokki þannig ég er stoltur af félaginu og við erum að gera eitthvað rétt hérna í Mosfellsbænum. Auðvitað svíður þetta bara að hafa ekki nýtt síðustu leiki betur.“ „Það verða breytingar. Fáum inn fjóra nýja leikmenn og við erum hvergi nærri hættir. Við höfum stimplað okkur í toppbaráttuna, bikarmeistarar í fyrra og öðru sæti núna og sömuleiðis mjög efnilegir strákar að koma upp. Við verðum með topplið á næsta ári, það er 100%,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, okkar lélegasti leikur í þessari í seríu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrstu þremur leikjunum og raun og veru var svekkelsið að vera 2-1 undir eftir þessa þrjá leiki, þar fer þetta í rauninni. Að mínu mati erum við klaufar að vera ekki yfir í þessari seríu.“ „Engu að síður er munurinn í þessu er Aron Pálmarsson. Við náðum ekki að stoppa hann, við prófuðum allan fjandann og milli leikja breyttum við ýmsu en á endanum náðum ekki að stoppa hann. Hann er bara svindkall í þessari deild. Það er munurinn á liðunum kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Afturelding tapaði á dramatískan hátt með einu marki á móti FH á sunnudaginn síðasta og var 2-1 undir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var þó meiri milli liðanna í kvöld. „Við erum með bæði leik tvö og þrjú, allavega leik þrjú og erum við með stöður til að vinna þetta. Svekkjandi að klára þetta ekki og hefði verið mikilvægt að ná frumkvæðinu þar. Það er stór þáttur í þessu. Í dag var þetta ekki okkar leikur, vorum ekki góðir og FH-ingar voru bara miklu betri en við í dag. Svekkelsið er bara að vera 2-1 yfir fyrir leikinn í kvöld,“ bætti Gunnar við. Gunnar er þó sáttur með spilamennskuna í úrslitakeppninni fyrir utan frammistöðuna í dag. „Margir af okkar lykilleikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Það voru margir ‚off' í dag einhvern veginn og kannski brotnuðum við bara á endanum, ég veit það ekki. Þeir gengu á lagið og margir hjá okkur sem voru ekki góðir. Hittum ekki á góðan dag miðað hvað við erum búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni hingað til. Slógum út sterkt lið Vals og spiluðum fyrstu þrjá leikina á móti FH frábærlega. Þannig ég er ánægður með spilamennskuna í úrslitakeppninni.“ Þjálfarinn lítur brattur fram á veginn þrátt fyrir að hafa ekki náð að taka stóra titilinn heim í Mosfellsbæinn þetta tímabilið. „Við vorum í öðru sæti í meistaraflokki, Íslandsmeistarar í 3. flokki þannig ég er stoltur af félaginu og við erum að gera eitthvað rétt hérna í Mosfellsbænum. Auðvitað svíður þetta bara að hafa ekki nýtt síðustu leiki betur.“ „Það verða breytingar. Fáum inn fjóra nýja leikmenn og við erum hvergi nærri hættir. Við höfum stimplað okkur í toppbaráttuna, bikarmeistarar í fyrra og öðru sæti núna og sömuleiðis mjög efnilegir strákar að koma upp. Við verðum með topplið á næsta ári, það er 100%,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira