Ef Landsvirkjun verður ekki seld vitum við hvers vegna Ögmundur Jónasson skrifar 29. maí 2024 15:46 Ekki er það beinlínis traustvekjandi þegar stjórnmálamenn flykkjast fram og sverja og sárt við leggja hve fráleit sú tilgáta sé að Landsvirkjun verði seld. Gjarnan er látið fylgja með að það hafi aldrei komið til tals. Tilefni slíkra yfirlýsinga nú eru vangaveltur sem fram hafa komið um að búast megi við þrýstingi á sölu Landsvirkjunar fyrr en síðar. Einn forsetaframbjóðendanna, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, hefur af þessu tilefni ítrekað þá afstöðu sína að orkuauðlindir landsins eigi að vera í almannaeign. Því ber að fagna. Hugmyndir um sölu reifaðar En skyldi það vera rétt að vangaveltur um sölu séu úr lausu lofti gripnar eins og margir stjórnmálamenn, sumir fréttamenn og ýmsir aðrir halda nú ákaft fram?Aðeins tvö ár eru síðan núverandi dómsmálaráðherra, þáverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, viðraði þá skoðun að selja bæri drjúgan hlut í Landsvirkjun, 30% - 40%. Heppilegt væri að selja í fyrstu til lífeyrissjóða. Þetta féll í góðan jarðveg hjá ýmsum fjárfestum, en var illa tekið hjá almenningi ef marka má skoðanakannanir. Þetta voru áþekk sjónarmið og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafði viðrað allnokkrum árum áður, en hann hafði einmitt hreyft þeirri hugmynd að selja þriðjung Landsvirkjunar. Tækifæri til einkavæðingar Viðskiptablaðið var með umfjöllun 29. mars síðastliðinn undir fyrirsögninni: Landsvirkjun: tækifæri til einkavæðingar -Eigið fé Landsvirkjunar nam tæplega 322 milljörðum króna um áramótin. Þar segir meðal annars: „Af opinberri umræðu, viðhorfi almennings og stefnu stjórnvalda má draga þá ályktun að Landsvirkjun verði ekki einkavædd í heild sinni. Hins vegar gæti sala á minnihluta í fyrirtækinu til fjárfesta á borð við lífeyrissjóði, sem eru í eigu landsmanna, talist álitleg. Aukið aðhald kæmi þá frá hluthafahópnum auk þess sem ríkið gæti losað um umtalsverða fjármuni án þess að missa yfirráð yfir fyrirtækinu. Með sölu á minnihluta mætti jafnframt þannig skrá Landsvirkjun á hlutabréfamarkað ...“ Reynt að sefa almenning Ég hjó eftir því þegar það nú eina ferðina enn kemur til tals að hluti Landsvirkjunar kunni að verða seldur, brást forstjórinn þar á bæ skjótt við og ítrekaði stuðning sinn við hugmyndina um Þjóðarsjóð sem nú einmitt er til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að forstjórinn vilji komast hjá því að Landsvirkjun verði bútuð niður eins og hugmyndir hafa komið fram um, meðal annars í vinnuskýrslum Samtaka iðnaðarins. Hann hefur hins vegar ekki, að því er ég best veit, lagst gegn sölu og jafnan sagt að það sé ekki sitt að ákveða, heldur eigenda. Þjóðarsjóðurinn hefur þýðingu í þessu samhengi. Til að sefa almenning hefur hugmyndinni um hann iðulega verið teflt fram og er formúlan þá þessi: Það skiptir ekki máli hver á og nýtir auðlindirnar, þar á meðal orkuna, ef svo er búið um hnúta að umtalsverður arður af þessum auðlindum renni í sameiginlegan Þjóðarsjóð. Sjóðurinn er með öðrum orðum þannig að einhverju leyti í það minnsta hugsaður sem eins konar einkavæðingarsjóður, leið til að tryggja almenningi arð af einkavæddum eignum sínum. Þó rétt sé að hafa þetta samhengi allt í huga læt ég í þessum greinarstúf Þjóðarsjóðinn liggja á milli hluta að sinni. Hvet þó til þess að menn hugleiði muninn á því annars vegar að njóta sameiginlegrar eignar að fullu og hins vegar að fá aðeins í hendur það fé sem eftir yrði þegar nýir eigendur hefðu látið það, sem þeim bæri að greiða í slíkan sjóð, fara um allar þær síur sem fjármálaklókir bisnissmenn kunna að hanna. Almenningur skilur en stofnanaveldið ekki Almenningur virðist skynja þessar hættur betur en þau sem tróna hátt í stofnanaveldinu eins undarlegt og það nú er. Sú ákvörðun stjórnvalda að halda áfram á þeirri braut að markaðsvæða orkuna að hætti Evrópusambandsins, býr smám saman í haginn fyrir einkavæðingu. Hún er ekki skylda, fjarri því, en smám saman verður hún rökrétt framhald. Byrjað er á því að aðgreina framleiðslu, dreifingu og sölu, síðan er stuðlað að samkeppni á báðum endum, í framleiðslu og sölu, á meðan dreifingin (Landsnet) er gjarna sögð mega vera út af fyrir sig og í almannaeign. Á endunum tveimur taka við samkeppnisreglur og samkeppniseftirlit. Að lokum þykir svo vera „farsælast“ að selja enda „óeðlilegt“ að ríkisstofnun sé á samkeppnismarkaði. Skyldu menn hafa heyrt þetta áður? „Sanngjörn“ samkeppni Það liggur í augum uppi að þegar svo er komið að allt skuli metið samkvæmt samkeppnismælistiku þá þurfi sú samkeppni að vera sanngjörn. Það var ekki að ófyrirsynju að forstjóri hinnar einkareknu HS-orku skuli nýlega hafa vakið athygli á „yfirburðastöðu Landsvirkjunar á markaði“ sem aftur rímar við fyrrnefndar hugmyndir um að búta Landsvirkjun að einhverju leyti niður til að tryggja betur „sanngjarna“ samkeppni. Talandi um muninn á markaðsvæddu raforkukerfi og kerfi alfarið í almannaeign þá er hann sá að markaðsvætt kerfi getur ekki tryggt orkuöryggi almennings með sama hætti og hið síðara. Hið opinbera getur vissulega veitt fátæku fólki stuðning sem nýtist til að halda á sér hita en markaðskerfi veitir seint félagslega aðstoð án sérstakra ráðstafana utan kerfisns. Á sama hátt getur ríkisvald veitt tilteknum geirum atvinnulífsins stuðning eins og nú gerist til dæmis í Þýskalandi vegna uppsprengds orkuverðs af völdum stríðsins í Úkraínu en inn í sjálfa markaðsmekanisma orkukerfisins er eftir sem áður ekki leyfilegt að grípa. Talað af viti og fyrirhyggju Á hinn bóginn á að vera hægt að setja lagalegar kvaðir sem tryggi forgang við „óvenjulegar aðstæður“. Þá megi setja lagalega bindandi reglur um að grípa til skömmtunar þar sem þeir notendur njóti forgangs sem kaupa raforku til heimilisnota, mikilvægir samfélagsinnviðir og smærri atvinnurekendur, það er að segja umfram stóriðju. Staðið hefur í Alþingi að samþykkja lög sem tryggi slíkan forgang en enginn þurfti að efast um afstöðu orkumálstjórans sem flestum fremur hefur talað máli almennings í þessu efni og varað við því að markaðurinn verði einn látinn um hituna. Ég vek hér sérstaklega athygli á hugleiðingu Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra um síðustu áramót. Mér þótti hún sett fram af viti og lofsverðri fyrirhyggju – og eftir á að hyggja einnig af hugrekki því Halla Hrund hefur svo sannarlega fengið að heyra að embættismönnum beri að halda sig mottunni í tali um almannahag. Markmiðin skýr en þola ekki dagsljósið Staðreyndin er sú að markmið fjármálaaflanna eru alveg skýr og augljós, það er að koma öllu orkukerfinu í einkahendur. Allir sem trufla þetta ferli eins og orkumálsstjóri þótti gera með aðvörunarorðum sínum og tillögum eru látnir finna til tevatnsins. Höllu Hrund Logadóttur hef ég hvorki hitt né nokkru sinni rætt við og vel má vera að við séum ósammála um margt, veit það hreinlega ekki. En um það grundvallarmál að orkuauðlindirnar og grunnþættir raforkukerfisins eigi að vera í eign og undir umsjá þjóðarinnar erum við hjartanlega sammála og blöskrar mér að veist skuli hafa verið að henni fyrir að halda þessum sjónarmiðum á lofti. Sú er ástæðan fyrir þessum skrifum mínum, að lýsa stuðningi við þau. En þá er spurningin, er það rétt hjá fréttamönnum sumum og þeim stjórnmálamönnum sem þeir hafa rætt við að fjarlægt sé að Landsvirkjun verði seld, jafnvel að hluta til? Það tel ég vera undir okkur komið, engum einum, ekki heldur forseta lýðveldisins, því að salan myndi öll gerast að margreyndum hætti niðursneiddu rúllupylsunnar, fyrst lítið, bara ein sneið og þá aðeins lífeyrissjóðir - það þykir hljóma vel- og svo kæmi hitt í næstu sneiðum. Þessi aðferð er skotheld því hönd er aldrei á festandi svo heitið geti. Þurfum að halda vöku okkar Þess vegna þarf að vera vakandi, ráðamenn verða að vita að þeir mæti andstöðu almennings ef þeir halda svo fram. Reynslan kennir að ef við rísum ekki upp til varnar auðlindum okkar þá verða þær frá okkur teknar á augabragði. En við þurfum líka fólk sem hefur þekkingu til að bera sem blikkar viðvörunaljósum þegar blikur eru á lofti og býr yfir hugrekki til að láta frá sér heyra. Nú þegar veist er að Höllu Hrund orkumálastjóra fyrir að gera einmitt þetta þá finnst mér ástæða til að þakka henni fyrir að hafa nýtt stöðu sína á ábyrgan hátt í almannaþágu. Ef draumar fjárfesta um einkavæðingu Landsvirkjunar – sem eru raunverulegir og skjalfestir – ná ekki fram að ganga, þá er það vegna þess að til er fólk eins og hún sem rís upp til varnar náttúru og samfélagi.Ef Landsvirkjun verður ekki seld vitum við hvers vegna. Ég læt hér fylgja slóðir á tvær greinar eftir Höllu Hrund Logadóttur, annars vegar frá síðustu áramótum sem fjallar um orkuöryggi almennings og smárra fyrirtækja og hins vegar grein um mikilvægi þess að auðlindunum verði haldið í almannaeign: https://www.visir.is/g/20242509265d/til-umhugsunar-a-nyju-ari-almenningur-thogli-hagadilinn https://www.visir.is/g/20242543965d/jardakaup-i-nyjum-tilgangi Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekki er það beinlínis traustvekjandi þegar stjórnmálamenn flykkjast fram og sverja og sárt við leggja hve fráleit sú tilgáta sé að Landsvirkjun verði seld. Gjarnan er látið fylgja með að það hafi aldrei komið til tals. Tilefni slíkra yfirlýsinga nú eru vangaveltur sem fram hafa komið um að búast megi við þrýstingi á sölu Landsvirkjunar fyrr en síðar. Einn forsetaframbjóðendanna, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, hefur af þessu tilefni ítrekað þá afstöðu sína að orkuauðlindir landsins eigi að vera í almannaeign. Því ber að fagna. Hugmyndir um sölu reifaðar En skyldi það vera rétt að vangaveltur um sölu séu úr lausu lofti gripnar eins og margir stjórnmálamenn, sumir fréttamenn og ýmsir aðrir halda nú ákaft fram?Aðeins tvö ár eru síðan núverandi dómsmálaráðherra, þáverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, viðraði þá skoðun að selja bæri drjúgan hlut í Landsvirkjun, 30% - 40%. Heppilegt væri að selja í fyrstu til lífeyrissjóða. Þetta féll í góðan jarðveg hjá ýmsum fjárfestum, en var illa tekið hjá almenningi ef marka má skoðanakannanir. Þetta voru áþekk sjónarmið og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafði viðrað allnokkrum árum áður, en hann hafði einmitt hreyft þeirri hugmynd að selja þriðjung Landsvirkjunar. Tækifæri til einkavæðingar Viðskiptablaðið var með umfjöllun 29. mars síðastliðinn undir fyrirsögninni: Landsvirkjun: tækifæri til einkavæðingar -Eigið fé Landsvirkjunar nam tæplega 322 milljörðum króna um áramótin. Þar segir meðal annars: „Af opinberri umræðu, viðhorfi almennings og stefnu stjórnvalda má draga þá ályktun að Landsvirkjun verði ekki einkavædd í heild sinni. Hins vegar gæti sala á minnihluta í fyrirtækinu til fjárfesta á borð við lífeyrissjóði, sem eru í eigu landsmanna, talist álitleg. Aukið aðhald kæmi þá frá hluthafahópnum auk þess sem ríkið gæti losað um umtalsverða fjármuni án þess að missa yfirráð yfir fyrirtækinu. Með sölu á minnihluta mætti jafnframt þannig skrá Landsvirkjun á hlutabréfamarkað ...“ Reynt að sefa almenning Ég hjó eftir því þegar það nú eina ferðina enn kemur til tals að hluti Landsvirkjunar kunni að verða seldur, brást forstjórinn þar á bæ skjótt við og ítrekaði stuðning sinn við hugmyndina um Þjóðarsjóð sem nú einmitt er til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að forstjórinn vilji komast hjá því að Landsvirkjun verði bútuð niður eins og hugmyndir hafa komið fram um, meðal annars í vinnuskýrslum Samtaka iðnaðarins. Hann hefur hins vegar ekki, að því er ég best veit, lagst gegn sölu og jafnan sagt að það sé ekki sitt að ákveða, heldur eigenda. Þjóðarsjóðurinn hefur þýðingu í þessu samhengi. Til að sefa almenning hefur hugmyndinni um hann iðulega verið teflt fram og er formúlan þá þessi: Það skiptir ekki máli hver á og nýtir auðlindirnar, þar á meðal orkuna, ef svo er búið um hnúta að umtalsverður arður af þessum auðlindum renni í sameiginlegan Þjóðarsjóð. Sjóðurinn er með öðrum orðum þannig að einhverju leyti í það minnsta hugsaður sem eins konar einkavæðingarsjóður, leið til að tryggja almenningi arð af einkavæddum eignum sínum. Þó rétt sé að hafa þetta samhengi allt í huga læt ég í þessum greinarstúf Þjóðarsjóðinn liggja á milli hluta að sinni. Hvet þó til þess að menn hugleiði muninn á því annars vegar að njóta sameiginlegrar eignar að fullu og hins vegar að fá aðeins í hendur það fé sem eftir yrði þegar nýir eigendur hefðu látið það, sem þeim bæri að greiða í slíkan sjóð, fara um allar þær síur sem fjármálaklókir bisnissmenn kunna að hanna. Almenningur skilur en stofnanaveldið ekki Almenningur virðist skynja þessar hættur betur en þau sem tróna hátt í stofnanaveldinu eins undarlegt og það nú er. Sú ákvörðun stjórnvalda að halda áfram á þeirri braut að markaðsvæða orkuna að hætti Evrópusambandsins, býr smám saman í haginn fyrir einkavæðingu. Hún er ekki skylda, fjarri því, en smám saman verður hún rökrétt framhald. Byrjað er á því að aðgreina framleiðslu, dreifingu og sölu, síðan er stuðlað að samkeppni á báðum endum, í framleiðslu og sölu, á meðan dreifingin (Landsnet) er gjarna sögð mega vera út af fyrir sig og í almannaeign. Á endunum tveimur taka við samkeppnisreglur og samkeppniseftirlit. Að lokum þykir svo vera „farsælast“ að selja enda „óeðlilegt“ að ríkisstofnun sé á samkeppnismarkaði. Skyldu menn hafa heyrt þetta áður? „Sanngjörn“ samkeppni Það liggur í augum uppi að þegar svo er komið að allt skuli metið samkvæmt samkeppnismælistiku þá þurfi sú samkeppni að vera sanngjörn. Það var ekki að ófyrirsynju að forstjóri hinnar einkareknu HS-orku skuli nýlega hafa vakið athygli á „yfirburðastöðu Landsvirkjunar á markaði“ sem aftur rímar við fyrrnefndar hugmyndir um að búta Landsvirkjun að einhverju leyti niður til að tryggja betur „sanngjarna“ samkeppni. Talandi um muninn á markaðsvæddu raforkukerfi og kerfi alfarið í almannaeign þá er hann sá að markaðsvætt kerfi getur ekki tryggt orkuöryggi almennings með sama hætti og hið síðara. Hið opinbera getur vissulega veitt fátæku fólki stuðning sem nýtist til að halda á sér hita en markaðskerfi veitir seint félagslega aðstoð án sérstakra ráðstafana utan kerfisns. Á sama hátt getur ríkisvald veitt tilteknum geirum atvinnulífsins stuðning eins og nú gerist til dæmis í Þýskalandi vegna uppsprengds orkuverðs af völdum stríðsins í Úkraínu en inn í sjálfa markaðsmekanisma orkukerfisins er eftir sem áður ekki leyfilegt að grípa. Talað af viti og fyrirhyggju Á hinn bóginn á að vera hægt að setja lagalegar kvaðir sem tryggi forgang við „óvenjulegar aðstæður“. Þá megi setja lagalega bindandi reglur um að grípa til skömmtunar þar sem þeir notendur njóti forgangs sem kaupa raforku til heimilisnota, mikilvægir samfélagsinnviðir og smærri atvinnurekendur, það er að segja umfram stóriðju. Staðið hefur í Alþingi að samþykkja lög sem tryggi slíkan forgang en enginn þurfti að efast um afstöðu orkumálstjórans sem flestum fremur hefur talað máli almennings í þessu efni og varað við því að markaðurinn verði einn látinn um hituna. Ég vek hér sérstaklega athygli á hugleiðingu Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra um síðustu áramót. Mér þótti hún sett fram af viti og lofsverðri fyrirhyggju – og eftir á að hyggja einnig af hugrekki því Halla Hrund hefur svo sannarlega fengið að heyra að embættismönnum beri að halda sig mottunni í tali um almannahag. Markmiðin skýr en þola ekki dagsljósið Staðreyndin er sú að markmið fjármálaaflanna eru alveg skýr og augljós, það er að koma öllu orkukerfinu í einkahendur. Allir sem trufla þetta ferli eins og orkumálsstjóri þótti gera með aðvörunarorðum sínum og tillögum eru látnir finna til tevatnsins. Höllu Hrund Logadóttur hef ég hvorki hitt né nokkru sinni rætt við og vel má vera að við séum ósammála um margt, veit það hreinlega ekki. En um það grundvallarmál að orkuauðlindirnar og grunnþættir raforkukerfisins eigi að vera í eign og undir umsjá þjóðarinnar erum við hjartanlega sammála og blöskrar mér að veist skuli hafa verið að henni fyrir að halda þessum sjónarmiðum á lofti. Sú er ástæðan fyrir þessum skrifum mínum, að lýsa stuðningi við þau. En þá er spurningin, er það rétt hjá fréttamönnum sumum og þeim stjórnmálamönnum sem þeir hafa rætt við að fjarlægt sé að Landsvirkjun verði seld, jafnvel að hluta til? Það tel ég vera undir okkur komið, engum einum, ekki heldur forseta lýðveldisins, því að salan myndi öll gerast að margreyndum hætti niðursneiddu rúllupylsunnar, fyrst lítið, bara ein sneið og þá aðeins lífeyrissjóðir - það þykir hljóma vel- og svo kæmi hitt í næstu sneiðum. Þessi aðferð er skotheld því hönd er aldrei á festandi svo heitið geti. Þurfum að halda vöku okkar Þess vegna þarf að vera vakandi, ráðamenn verða að vita að þeir mæti andstöðu almennings ef þeir halda svo fram. Reynslan kennir að ef við rísum ekki upp til varnar auðlindum okkar þá verða þær frá okkur teknar á augabragði. En við þurfum líka fólk sem hefur þekkingu til að bera sem blikkar viðvörunaljósum þegar blikur eru á lofti og býr yfir hugrekki til að láta frá sér heyra. Nú þegar veist er að Höllu Hrund orkumálastjóra fyrir að gera einmitt þetta þá finnst mér ástæða til að þakka henni fyrir að hafa nýtt stöðu sína á ábyrgan hátt í almannaþágu. Ef draumar fjárfesta um einkavæðingu Landsvirkjunar – sem eru raunverulegir og skjalfestir – ná ekki fram að ganga, þá er það vegna þess að til er fólk eins og hún sem rís upp til varnar náttúru og samfélagi.Ef Landsvirkjun verður ekki seld vitum við hvers vegna. Ég læt hér fylgja slóðir á tvær greinar eftir Höllu Hrund Logadóttur, annars vegar frá síðustu áramótum sem fjallar um orkuöryggi almennings og smárra fyrirtækja og hins vegar grein um mikilvægi þess að auðlindunum verði haldið í almannaeign: https://www.visir.is/g/20242509265d/til-umhugsunar-a-nyju-ari-almenningur-thogli-hagadilinn https://www.visir.is/g/20242543965d/jardakaup-i-nyjum-tilgangi Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun