Segir samstarfsfólk Katrínar hafa hvatt sig til að draga sig úr leik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. maí 2024 22:50 Baldur Þórhallsson segir fólk úr herbúðum Katrínar Jakobsdóttur hafa hvatt sig til að draga framboðið til baka. Katrín sagðist vera að heyra af þessu í fyrsta skipti. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson segist hafa verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur. Þessi hvatning hafi komið úr herbúðum sjálfrar Katrínar. Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira