Segir samstarfsfólk Katrínar hafa hvatt sig til að draga sig úr leik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. maí 2024 22:50 Baldur Þórhallsson segir fólk úr herbúðum Katrínar Jakobsdóttur hafa hvatt sig til að draga framboðið til baka. Katrín sagðist vera að heyra af þessu í fyrsta skipti. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson segist hafa verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur. Þessi hvatning hafi komið úr herbúðum sjálfrar Katrínar. Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum Heimildarinnar sem fóru fram í kvöld. Þegar Baldur hafði sagt þetta sagði Katrín að henni þætti vænt um að fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar þetta væri. Baldur vildi ekki gefa það upp. „Þegar það var mikið verið að hvetja mig til að stíga fram fór ég að fá mikið af spurningum um hvort ég ætlaði virkilega fram ef forsætisráðherra færi fram,“ sagði Baldur í kappræðunum, en tók fram að mögulegir mótframbjóðendur hafi ekki staðið í vegi fyrir ákvörðun hans. „En því er ekki að neita að nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð, þegar það var farið að skýrast að það væri nokkuð líklegt að ég væri að fara fram, þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum forsætisráðherra um hvort ég ætlaði virkilega að fara fram: hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að bjóða sig fram. Og ef ég væri virkilega svo vitlaus að bjóða mig fram þarna fyrir páskana þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka þegar hún færi fram eftir páska.“ „Þú ert að tala um að samstarfsfólk Katrínar hafi haft samband við þig og beðið þig um að fara ekki fram?“ spurði Aðalsteinn Kjartansson þáttastjórnandi og Baldur sagði svo vera. Þá fékk Katrín kost á að svara fyrir sig. „Mér þætti nú bara vænt um að vita hvaða samstarfsfólk það er. Því ég er að heyra um þetta í fyrsta skipti hér,“ sagði hún. Baldur sagðist ekki ætla að upplýsa um það hver hefði óskað eftir þessu. Katrín sagði að ef þetta hefði komið úr hennar herbúðum hefði það ekki verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ Jón og Arnar líka hvattir til að hætta við Aðrir frambjóðendur voru spurðir í kappræðunum hvort þeir hefðu fengið hvatningar sem þessar. Jón Gnarr sagðist hafa verið hvattur til að draga framboð sitt til baka og styðja við aðra frambjóðendur til þess að sigrast á Katrínu. Honum hefði þó ekki dottið í hug að gera það. Jafnframt sagði Arnar Þór Jónsson að innanbúðarmenn „úr fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum“ hafi haft samband við sig þegar Katrín hafi verið að bjóða sig fram. Arnar sagðist þó ekki ætla að gefa leikinn þótt hann væri tvö núll undir eftir tuttugu mínútur
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira