Fótbolti

Telur að Orri Steinn fái enn stærra hlut­verk í Kaup­manna­höfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Steinn í leik gegn Manchester City á leiktíðinni.
Orri Steinn í leik gegn Manchester City á leiktíðinni. AP Photo/Dave Thompson

Farzam Abolhosseini er vanalega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum leikmanna í efstu deild Danmerkur í fótbolta. Hann segir ekkert til í því að Atalanta frá Ítalíu sé í þann mund að kaupa íslenska framherjann Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn.

Farzam Abolhosseini er vanalega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum leikmanna í efstu deild Danmerkur í fótbolta. Hann segir ekkert til í því að Atalanta frá Ítalíu sé í þann mund að kaupa íslenska framherjann Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn.

Fyrr í dag var greint frá því að Orri Steinn væri á óskalista Evrópudeildarmeistara Atalanta. Eftir að vera inn og út úr liði FC Kaupmannahafnar í ár þá hefur íslenski framherjinn spilaði vel undir lok tímabils.

Hann er aðeins 19 ára gamall og virðist hafa heillað Atalanta sem seldi Rasmus Höjlund, fyrrverandi framherja FCK, til Manchester United síðasta sumar. 

Abolhosseini segir hins vegar ekkert til í því að FCK sé að íhuga að selja Orra Stein strax og raunar sé líklegra að liðið gefi honum nýjan samning sem og lyklana að framlínu liðsins.

Samningur Orra Steins í Kaupmannahöfn rennur út sumarið 2025 og því vill félagið eflaust semja við framherjann fyrr en seinna þar sem hann má hefja viðræður við erlend félög þegar tólf mánuðir eru eftir af núverandi samning.


Tengdar fréttir

Orri Steinn full­komnaði dag ungs stuðningsmanns

Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns FC Kaupmannahafnar þegar hann hljóp til hans eftir leik helgarinnar til að gefa drengnum treyjuna sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×