Sambýlisfólk fannst þá látið í húsi sínu og rannsakar lögregla nú málið. Hún telur þó ekki að um saknæmt athæfi sé að ræða.
Einnig fjöllum við um nýtt frumvarp um nauðungarvistanir en framkvæmdastjóri Geðhjálpar gagnrýnir málið harðlega og segir ekkert samráð hafa verið haft við hlutaðeigandi.
Að auki verður rætt við formann stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala sem segir umræðuna um þyrlupall á spítalasvæðinu vera ótímabæra.
Og í íþróttapakkanum verður fótboltinn í fyrirrúmi, ekki síst framtíð knattspyrnuþjálfarans Freys Alexanderssonar í Belgíu.