Notaði niðrandi orð um samkynhneigða karla á lokuðum fundi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 07:04 Páfi fór fyrir messu á St. Péturstorgi á sunnudag. AP/Gregorio Borgia Frans páfi er sagður hafa notað lítilsvirðandi orð þegar viðræður stóðu yfir innan kaþólsku kirkjunnar um hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum inn í prestaskóla. Frá þessu greina miðlar á Ítalíu. Orðið lét páfi falla í síðustu viku, á lokuðum fundi með biskupum. Umræðuefnið var, eins og fyrr segir, hvort leyfa ætti samkynhneigðum körlum að innritast í skóla fyrir presta en málið hefur verið til umræðu meðal biskupa á Ítalíu. Frans er sagður hafa ítrekað andstöðu sína á fundinum og sagt að á sama tíma og það væri mikilvægt að kirkjan tæki öllum opnum örmum þá væri hætta á því að samkynhneigðir menn myndu freistast til að lifa tvöföldu lífi. Sagði hann svo í beinu framhaldi að það væri þegar of mikill „faggaháttur“ (í. frociaggine) innan skólanna. Ítalskir miðlar hafa haft eftir ónefndum biskupum að páfi hafi notað orðið í gríni en það þykir afar niðrandi og viðstaddir eru sagðir hafa verið hissa á orðanotkuninni. Einn biskup sagði í samtali við Corriere della Sera að það væri óvíst að páfi gerði sér grein fyrir því hversu lítilsvirðandi orðið væri. Biskuparnir eru sagðir hafa fundað í nóvember til að ræða það að hleypa samkynhneigðum körlum inn í prestanámið, svo lengi sem þeir „iðkuðu“ ekki kynhneigð sína, en páfi er sagður hafa sett sig upp á móti því. Frans hefur almennt þótt frjálslyndari gagnvart samkynhneigð en forverar hans og meðal annars heimilað prestum að blessa samkynja pör. Hann hefur hins vegar verið skýr með það að samkynhneigð sé ekki ásættanleg á meðal presta og talað um samkynneigð sem tískubólu. Ítalía Páfagarður Hinsegin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Frá þessu greina miðlar á Ítalíu. Orðið lét páfi falla í síðustu viku, á lokuðum fundi með biskupum. Umræðuefnið var, eins og fyrr segir, hvort leyfa ætti samkynhneigðum körlum að innritast í skóla fyrir presta en málið hefur verið til umræðu meðal biskupa á Ítalíu. Frans er sagður hafa ítrekað andstöðu sína á fundinum og sagt að á sama tíma og það væri mikilvægt að kirkjan tæki öllum opnum örmum þá væri hætta á því að samkynhneigðir menn myndu freistast til að lifa tvöföldu lífi. Sagði hann svo í beinu framhaldi að það væri þegar of mikill „faggaháttur“ (í. frociaggine) innan skólanna. Ítalskir miðlar hafa haft eftir ónefndum biskupum að páfi hafi notað orðið í gríni en það þykir afar niðrandi og viðstaddir eru sagðir hafa verið hissa á orðanotkuninni. Einn biskup sagði í samtali við Corriere della Sera að það væri óvíst að páfi gerði sér grein fyrir því hversu lítilsvirðandi orðið væri. Biskuparnir eru sagðir hafa fundað í nóvember til að ræða það að hleypa samkynhneigðum körlum inn í prestanámið, svo lengi sem þeir „iðkuðu“ ekki kynhneigð sína, en páfi er sagður hafa sett sig upp á móti því. Frans hefur almennt þótt frjálslyndari gagnvart samkynhneigð en forverar hans og meðal annars heimilað prestum að blessa samkynja pör. Hann hefur hins vegar verið skýr með það að samkynhneigð sé ekki ásættanleg á meðal presta og talað um samkynneigð sem tískubólu.
Ítalía Páfagarður Hinsegin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira