Kraftaverkamaðurinn Emery framlengir á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 17:30 Unai Emery gat leyft sér fagna í kvöld. James Gil/Getty Images Unai Emery, þjálfari Aston Villa, hefur verið verðlaunaður fyrir að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann skrifaði í dag undir glænýjan fimm ára samning. Emery tók við Aston Villa haustið 2022 eftir skelfilega byrjun undir stjórn Steven Gerrard. Undir hans óð liðið upp töfluna og endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á nýafstöðnu tímabili gerði Villa svo gott betur og endaði í 4. sæti. Skilar sá árangur liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en félagið hefur ekki leikið á hæsta stigi Evrópu síðan árið 1983. A new contract for Unai Emery means five more years of scenes like this, @AVFCOfficial fans! 🦁 pic.twitter.com/vGESY8V37C— Premier League (@premierleague) May 27, 2024 Hinn 52 ára gamli Emery hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst árið 2004. Hann stýrði Valencia frá 2008 til 2012 en fór þaðan til Spartak Moskvu í Rússlandi. Hann tók við Sevilla 2013 og er stór ástæða þess að félagið er talið ósigrandi í Evrópudeildinni en það vann keppnina öll árin sem Emery var við stjórnvölinn. Emery fór svo frá Andalúsíu til Parísar og tók við stórliði PSG. Þar – eins og svo margir – átti hann erfitt með að fá liðið til að spila eftir sínu höfði og yfirgaf það svo árið 2018. Sama ár tók hann við Arsenal eftir að Arsene Wenger steig til hliðar. Sá hafði þjálfað liðið frá árinu 1996 og áttu Skytturnar erfitt með að fóta sig undir nýjum stjóra. Emery entist ekki lengi í Lundúnum en tók svo við Villareal árið 2020. Þar var hann í tvö ár og vann Evrópudeildina á nýjan leik áður en Aston Villa fékk hann til að leysa Gerrard af hólmi. Voru efasemdaraddir uppi um hvort hans leikstíll myndi henta liðinu. Þær voru fljótar að þagna en leikmannahópur Villa virðist sniðinn að Emery. Sem dæmi má benda á að Ollie Watkins blómstraði á nýafstaðinni leiktíð. Skoraði hann 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 37 deildarleikjum. Unai Emery: "We are really excited to continue this journey with no limits to our dreams." ✨2️⃣0️⃣2️⃣9️⃣ pic.twitter.com/EF4ojRjSk3— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 27, 2024 Á sama tíma og annað hvert stórlið virðist vera í leit að nýjum aðalþjálfara hefur Villa því ákveðið að framlengja samning Emery til ársins 2029. Nú er bara að bíða og sjá hversu hátt hann getur lyft liðinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Emery tók við Aston Villa haustið 2022 eftir skelfilega byrjun undir stjórn Steven Gerrard. Undir hans óð liðið upp töfluna og endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Á nýafstöðnu tímabili gerði Villa svo gott betur og endaði í 4. sæti. Skilar sá árangur liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en félagið hefur ekki leikið á hæsta stigi Evrópu síðan árið 1983. A new contract for Unai Emery means five more years of scenes like this, @AVFCOfficial fans! 🦁 pic.twitter.com/vGESY8V37C— Premier League (@premierleague) May 27, 2024 Hinn 52 ára gamli Emery hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum sem hófst árið 2004. Hann stýrði Valencia frá 2008 til 2012 en fór þaðan til Spartak Moskvu í Rússlandi. Hann tók við Sevilla 2013 og er stór ástæða þess að félagið er talið ósigrandi í Evrópudeildinni en það vann keppnina öll árin sem Emery var við stjórnvölinn. Emery fór svo frá Andalúsíu til Parísar og tók við stórliði PSG. Þar – eins og svo margir – átti hann erfitt með að fá liðið til að spila eftir sínu höfði og yfirgaf það svo árið 2018. Sama ár tók hann við Arsenal eftir að Arsene Wenger steig til hliðar. Sá hafði þjálfað liðið frá árinu 1996 og áttu Skytturnar erfitt með að fóta sig undir nýjum stjóra. Emery entist ekki lengi í Lundúnum en tók svo við Villareal árið 2020. Þar var hann í tvö ár og vann Evrópudeildina á nýjan leik áður en Aston Villa fékk hann til að leysa Gerrard af hólmi. Voru efasemdaraddir uppi um hvort hans leikstíll myndi henta liðinu. Þær voru fljótar að þagna en leikmannahópur Villa virðist sniðinn að Emery. Sem dæmi má benda á að Ollie Watkins blómstraði á nýafstaðinni leiktíð. Skoraði hann 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 37 deildarleikjum. Unai Emery: "We are really excited to continue this journey with no limits to our dreams." ✨2️⃣0️⃣2️⃣9️⃣ pic.twitter.com/EF4ojRjSk3— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 27, 2024 Á sama tíma og annað hvert stórlið virðist vera í leit að nýjum aðalþjálfara hefur Villa því ákveðið að framlengja samning Emery til ársins 2029. Nú er bara að bíða og sjá hversu hátt hann getur lyft liðinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira