Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:47 Pilturinn hlaut í dag sjö ára fangelsisdóm í Eystri Landsrétti, áfrýjunardómstól í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin. Í fyrra hlaut pilturinn fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í Holbæk fyrir tilraun til að fá skólafélaga sinn til að ganga í samtökin, en var þá sýknaður af ákæru fyrir þátttöku í samtökunum. Þeirri niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjunardómstóllinn ósammála og dómurinn þyngdur. Pilturinn hefur ávallt neitað sök og fór fram á sýknu. Landsréttur lagði áherslu á að pilturinn hafi „ítarlega þekkingu” á hugmyndafræði samtakanna, og komst dómari því að þeirri niðurstöðu að sannað væri að pilturinn hafi gegnt leiðandi hlutverki hjá samtökunum að því er segir í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið. Pilturinn var handtekinn í apríl árið 2022 eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann væri liðsmaður í samtökunum Feuerkrieg Division. Hugmyndafræði samtakanna er innblásin af nasisma og kynþáttahyggju með áherslu á yfirburði hvítra. Það var mat ákæruvaldsins að pilturinn aðhyllist verulega hugmyndafræði nasista, en meðal gagna málsins var dagbók piltsins þar sem hann lýsir sjálfum sér sem nasista. Meðal þess sem hann ku hafa skrifað eru orðin „Nýr kafli er hafinn í lífi mínu. Ég er orðinn nasisti. Ég er hvítt vald,“ og að auki mun hann hafa skrifað að hann væri „tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn“ og að hann væri „hermaður Hitlers.“ Þessu neitaði pilturinn við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki kannast við þau skrif. Engu að síður var niðurstaðan sú að pilturinn var fundinn sekur og dómur þyngdur. Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Í fyrra hlaut pilturinn fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í Holbæk fyrir tilraun til að fá skólafélaga sinn til að ganga í samtökin, en var þá sýknaður af ákæru fyrir þátttöku í samtökunum. Þeirri niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjunardómstóllinn ósammála og dómurinn þyngdur. Pilturinn hefur ávallt neitað sök og fór fram á sýknu. Landsréttur lagði áherslu á að pilturinn hafi „ítarlega þekkingu” á hugmyndafræði samtakanna, og komst dómari því að þeirri niðurstöðu að sannað væri að pilturinn hafi gegnt leiðandi hlutverki hjá samtökunum að því er segir í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið. Pilturinn var handtekinn í apríl árið 2022 eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann væri liðsmaður í samtökunum Feuerkrieg Division. Hugmyndafræði samtakanna er innblásin af nasisma og kynþáttahyggju með áherslu á yfirburði hvítra. Það var mat ákæruvaldsins að pilturinn aðhyllist verulega hugmyndafræði nasista, en meðal gagna málsins var dagbók piltsins þar sem hann lýsir sjálfum sér sem nasista. Meðal þess sem hann ku hafa skrifað eru orðin „Nýr kafli er hafinn í lífi mínu. Ég er orðinn nasisti. Ég er hvítt vald,“ og að auki mun hann hafa skrifað að hann væri „tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn“ og að hann væri „hermaður Hitlers.“ Þessu neitaði pilturinn við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki kannast við þau skrif. Engu að síður var niðurstaðan sú að pilturinn var fundinn sekur og dómur þyngdur.
Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33