„Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 08:02 Arnar Guðjónsson vann fimm titla með Stjörnunni, þrjá bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla. Vísir/Anton Arnar Guðjónsson hætti á dögunum störfum sem þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann segir mistök að hafa þjálfað bæði lið en fagnar því hins vegar að vera laus við fjölmiðlana. Arnar hefur starfað hjá Stjörnunni í sex ár sem þjálfari karlaliðs félagsins og þá stýrði hann einnig kvennaliðinu síðustu tvö ár. Hann segir erfitt að stíga frá borði. „Það er það og ég held að það sé fyrir alla sem eru að skipta um starf þar sem þeim hefur liðið vel. Það er alltaf erfitt sama hvort þú ert leikskólakennari, körfuboltaþjálfari eða trukkabílstjóri,“ sagði Arnar en Valur Páll Eiríksson ræddi við hann á þessum tímamótum. Arnar var alltaf líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Ef þú ert að fara úr starfi sem þér hefur liðið vel í þá er það alltaf skrýtið skref,“ sagði Arnar. En hvað stendur upp úr eftir árin sex? „Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlar karlamegin og úrslitakeppnin í ár kvennamegin, að hafa farið í oddaleik á móti Keflavík,“ sagði Arnar. Þetta heltekur líf þitt Þrátt fyrir fínan árangur í vetur segir Arnar það hafa verið mistök að stýra báðum liðum. „Of mikið. Það voru mistök. Ég sé eftir því. Ég hefði bara átt að fara í annaðhvort. Þetta er starf sem er svolítið skrýtið. Þú ert bara bundinn af viðveru í þrjá til fjóra klukkutíma á dag en þetta heltekur líf þitt,“ sagði Arnar. „Við spiluðum leik í Garðabænum klukkan átta á föstudegi og svo var stelpuleikur klukkan þrjú á laugardegi. Vont tap hjá strákunum og svo mætir þú og það er sami dómari. Þú ert enn þá pirraður út í hann fyrir eitthvað sem hann gerði karlaleik fyrir innan við 24 tímum síðan,“ sagði Arnar. „Þú kemur bara vanstilltur inn í kvennaleikinn líka af því að þú fékkst ekki tíma til að stilla þig af. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann,“ sagði Arnar. Best að losna við ykkur Hvað mun hann sakna mest frá þjálfarastarfinu og hvað verður best að vera laus við? „Best að losna við ykkur bara án nokkurs vafa. Ég held að þetta verði síðasta viðtalið sem ég fer í í nokkur ár og að verður rosalega ljúft að þurfa ekki að eiga við ykkur lengur. Ég á eftir að sakna þess að keppa, fara út og keppa,“ sagði Arnar. Arnar hefur störf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands um næstu mánaðarmót. Hann mun þar sjá um afreksmál, félagaskipti og önnur verkefni. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Arnar hefur starfað hjá Stjörnunni í sex ár sem þjálfari karlaliðs félagsins og þá stýrði hann einnig kvennaliðinu síðustu tvö ár. Hann segir erfitt að stíga frá borði. „Það er það og ég held að það sé fyrir alla sem eru að skipta um starf þar sem þeim hefur liðið vel. Það er alltaf erfitt sama hvort þú ert leikskólakennari, körfuboltaþjálfari eða trukkabílstjóri,“ sagði Arnar en Valur Páll Eiríksson ræddi við hann á þessum tímamótum. Arnar var alltaf líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Ef þú ert að fara úr starfi sem þér hefur liðið vel í þá er það alltaf skrýtið skref,“ sagði Arnar. En hvað stendur upp úr eftir árin sex? „Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlar karlamegin og úrslitakeppnin í ár kvennamegin, að hafa farið í oddaleik á móti Keflavík,“ sagði Arnar. Þetta heltekur líf þitt Þrátt fyrir fínan árangur í vetur segir Arnar það hafa verið mistök að stýra báðum liðum. „Of mikið. Það voru mistök. Ég sé eftir því. Ég hefði bara átt að fara í annaðhvort. Þetta er starf sem er svolítið skrýtið. Þú ert bara bundinn af viðveru í þrjá til fjóra klukkutíma á dag en þetta heltekur líf þitt,“ sagði Arnar. „Við spiluðum leik í Garðabænum klukkan átta á föstudegi og svo var stelpuleikur klukkan þrjú á laugardegi. Vont tap hjá strákunum og svo mætir þú og það er sami dómari. Þú ert enn þá pirraður út í hann fyrir eitthvað sem hann gerði karlaleik fyrir innan við 24 tímum síðan,“ sagði Arnar. „Þú kemur bara vanstilltur inn í kvennaleikinn líka af því að þú fékkst ekki tíma til að stilla þig af. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann,“ sagði Arnar. Best að losna við ykkur Hvað mun hann sakna mest frá þjálfarastarfinu og hvað verður best að vera laus við? „Best að losna við ykkur bara án nokkurs vafa. Ég held að þetta verði síðasta viðtalið sem ég fer í í nokkur ár og að verður rosalega ljúft að þurfa ekki að eiga við ykkur lengur. Ég á eftir að sakna þess að keppa, fara út og keppa,“ sagði Arnar. Arnar hefur störf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands um næstu mánaðarmót. Hann mun þar sjá um afreksmál, félagaskipti og önnur verkefni.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira