„Fullt af mistökum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson með knattspyrnustjóranum Vincent Kompany eftir 4-1 sigur Burnley á Sheffield United. Getty/Rich Linley Fjölmörg mistök voru gerð á nýlokinni leiktíð hjá Burnley að mati Jóhanns Berg Guðmundssonar sem féll með liðinu á dögunum. Segja má að menningarbylting hafi átti sér stað hjá félaginu síðustu misseri. Vincent Kompany stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hafði þá gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Bætt var enn frekar í síðasta sumar þar sem fimmtán leikmenn voru fengnir til liðsins fyrir meira en hundrað milljónir punda. Jóhann Berg segir í samtali við Val Pál Eiríksson að margt hafa mátt betur fara. Viðskiptamódelið er hjá Burnley „Það er fullt af mistökum sem klárlega hafa verið gerð. Auðvitað mikið af leikmönnum keyptir og mjög margir sem hafa ekki spilað í þessari deild,“ sagði Jóhann Berg. „Það er eins og viðskiptamódelið er hjá Burnley. Það er að reyna að kaupa yngri leikmenn og reyna síðan að selja þá. Auðvitað skilar það ekki alltaf árangri sem við höfum náð síðustu ár,“ sagði Jóhann. Jóhann Berg Guðmundsson þakkar stuðningsmönnum Burnley eftir síðasta leikinn sinn með félaginu.Getty/Nathan Stirk „Undanfarin ár hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni þá hefur þetta verið borið upp af eldri leikmönnum og flestir frá Englandi eða Írlandi sem vita hvað þetta snýst um,“ sagði Jóhann. Mjög erfitt að læra í þessari deild „Það er mjög erfitt að læra í þessari deild og ég held að klúbburinn og þjálfarinn hafi gert mistök. Vonandi læra þeir af því og næst þegar þeir komast upp gera þeir enn betur en í ár. Auðvitað vitum við að þetta var hreinlega ekki nógu gott,“ sagði Jóhann. Leikmannahópur Burnley er umtalsvert fjölþjóðlegri en hann var fyrir örfáum árum þegar Burnley, undir stjórn Sean Dyche, var að mestu skipað breskum leikmönnum og Jóhann á meðal örfárra ættaða utan Bretlandseyja. En hvernig hefur verið að upplifa þessa miklu kúlturbreytingu? „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi. Klefinn var áður fyrr með Bretum og það var mikill húmor og einhvern veginn allt öðruvísi. Núna í dag þá eru þetta yngri leikmenn og mikið af leikmönnum sem tala frönsku, Belgar og Frakkar. Þetta er allt öðruvísi,“ sagði Jóhann. Vantaði liðsanda „Það vantaði smá þennan liðsanda. Það var ekki eins og þetta var áður og eitthvað sem við gömlu leikmennirnir höfum ekki þurft að glíma við áður. Það hafa allir verið á sama báti og verið í þessu saman en það var öðruvísi kúltúr núna sem við þurftum að venjast,“ sagði Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Vincent Kompany stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hafði þá gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Bætt var enn frekar í síðasta sumar þar sem fimmtán leikmenn voru fengnir til liðsins fyrir meira en hundrað milljónir punda. Jóhann Berg segir í samtali við Val Pál Eiríksson að margt hafa mátt betur fara. Viðskiptamódelið er hjá Burnley „Það er fullt af mistökum sem klárlega hafa verið gerð. Auðvitað mikið af leikmönnum keyptir og mjög margir sem hafa ekki spilað í þessari deild,“ sagði Jóhann Berg. „Það er eins og viðskiptamódelið er hjá Burnley. Það er að reyna að kaupa yngri leikmenn og reyna síðan að selja þá. Auðvitað skilar það ekki alltaf árangri sem við höfum náð síðustu ár,“ sagði Jóhann. Jóhann Berg Guðmundsson þakkar stuðningsmönnum Burnley eftir síðasta leikinn sinn með félaginu.Getty/Nathan Stirk „Undanfarin ár hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni þá hefur þetta verið borið upp af eldri leikmönnum og flestir frá Englandi eða Írlandi sem vita hvað þetta snýst um,“ sagði Jóhann. Mjög erfitt að læra í þessari deild „Það er mjög erfitt að læra í þessari deild og ég held að klúbburinn og þjálfarinn hafi gert mistök. Vonandi læra þeir af því og næst þegar þeir komast upp gera þeir enn betur en í ár. Auðvitað vitum við að þetta var hreinlega ekki nógu gott,“ sagði Jóhann. Leikmannahópur Burnley er umtalsvert fjölþjóðlegri en hann var fyrir örfáum árum þegar Burnley, undir stjórn Sean Dyche, var að mestu skipað breskum leikmönnum og Jóhann á meðal örfárra ættaða utan Bretlandseyja. En hvernig hefur verið að upplifa þessa miklu kúlturbreytingu? „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi. Klefinn var áður fyrr með Bretum og það var mikill húmor og einhvern veginn allt öðruvísi. Núna í dag þá eru þetta yngri leikmenn og mikið af leikmönnum sem tala frönsku, Belgar og Frakkar. Þetta er allt öðruvísi,“ sagði Jóhann. Vantaði liðsanda „Það vantaði smá þennan liðsanda. Það var ekki eins og þetta var áður og eitthvað sem við gömlu leikmennirnir höfum ekki þurft að glíma við áður. Það hafa allir verið á sama báti og verið í þessu saman en það var öðruvísi kúltúr núna sem við þurftum að venjast,“ sagði Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira