„Fullt af mistökum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson með knattspyrnustjóranum Vincent Kompany eftir 4-1 sigur Burnley á Sheffield United. Getty/Rich Linley Fjölmörg mistök voru gerð á nýlokinni leiktíð hjá Burnley að mati Jóhanns Berg Guðmundssonar sem féll með liðinu á dögunum. Segja má að menningarbylting hafi átti sér stað hjá félaginu síðustu misseri. Vincent Kompany stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hafði þá gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Bætt var enn frekar í síðasta sumar þar sem fimmtán leikmenn voru fengnir til liðsins fyrir meira en hundrað milljónir punda. Jóhann Berg segir í samtali við Val Pál Eiríksson að margt hafa mátt betur fara. Viðskiptamódelið er hjá Burnley „Það er fullt af mistökum sem klárlega hafa verið gerð. Auðvitað mikið af leikmönnum keyptir og mjög margir sem hafa ekki spilað í þessari deild,“ sagði Jóhann Berg. „Það er eins og viðskiptamódelið er hjá Burnley. Það er að reyna að kaupa yngri leikmenn og reyna síðan að selja þá. Auðvitað skilar það ekki alltaf árangri sem við höfum náð síðustu ár,“ sagði Jóhann. Jóhann Berg Guðmundsson þakkar stuðningsmönnum Burnley eftir síðasta leikinn sinn með félaginu.Getty/Nathan Stirk „Undanfarin ár hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni þá hefur þetta verið borið upp af eldri leikmönnum og flestir frá Englandi eða Írlandi sem vita hvað þetta snýst um,“ sagði Jóhann. Mjög erfitt að læra í þessari deild „Það er mjög erfitt að læra í þessari deild og ég held að klúbburinn og þjálfarinn hafi gert mistök. Vonandi læra þeir af því og næst þegar þeir komast upp gera þeir enn betur en í ár. Auðvitað vitum við að þetta var hreinlega ekki nógu gott,“ sagði Jóhann. Leikmannahópur Burnley er umtalsvert fjölþjóðlegri en hann var fyrir örfáum árum þegar Burnley, undir stjórn Sean Dyche, var að mestu skipað breskum leikmönnum og Jóhann á meðal örfárra ættaða utan Bretlandseyja. En hvernig hefur verið að upplifa þessa miklu kúlturbreytingu? „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi. Klefinn var áður fyrr með Bretum og það var mikill húmor og einhvern veginn allt öðruvísi. Núna í dag þá eru þetta yngri leikmenn og mikið af leikmönnum sem tala frönsku, Belgar og Frakkar. Þetta er allt öðruvísi,“ sagði Jóhann. Vantaði liðsanda „Það vantaði smá þennan liðsanda. Það var ekki eins og þetta var áður og eitthvað sem við gömlu leikmennirnir höfum ekki þurft að glíma við áður. Það hafa allir verið á sama báti og verið í þessu saman en það var öðruvísi kúltúr núna sem við þurftum að venjast,“ sagði Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Vincent Kompany stýrði Burnley upp í úrvalsdeildina síðasta vor og hafði þá gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Bætt var enn frekar í síðasta sumar þar sem fimmtán leikmenn voru fengnir til liðsins fyrir meira en hundrað milljónir punda. Jóhann Berg segir í samtali við Val Pál Eiríksson að margt hafa mátt betur fara. Viðskiptamódelið er hjá Burnley „Það er fullt af mistökum sem klárlega hafa verið gerð. Auðvitað mikið af leikmönnum keyptir og mjög margir sem hafa ekki spilað í þessari deild,“ sagði Jóhann Berg. „Það er eins og viðskiptamódelið er hjá Burnley. Það er að reyna að kaupa yngri leikmenn og reyna síðan að selja þá. Auðvitað skilar það ekki alltaf árangri sem við höfum náð síðustu ár,“ sagði Jóhann. Jóhann Berg Guðmundsson þakkar stuðningsmönnum Burnley eftir síðasta leikinn sinn með félaginu.Getty/Nathan Stirk „Undanfarin ár hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni þá hefur þetta verið borið upp af eldri leikmönnum og flestir frá Englandi eða Írlandi sem vita hvað þetta snýst um,“ sagði Jóhann. Mjög erfitt að læra í þessari deild „Það er mjög erfitt að læra í þessari deild og ég held að klúbburinn og þjálfarinn hafi gert mistök. Vonandi læra þeir af því og næst þegar þeir komast upp gera þeir enn betur en í ár. Auðvitað vitum við að þetta var hreinlega ekki nógu gott,“ sagði Jóhann. Leikmannahópur Burnley er umtalsvert fjölþjóðlegri en hann var fyrir örfáum árum þegar Burnley, undir stjórn Sean Dyche, var að mestu skipað breskum leikmönnum og Jóhann á meðal örfárra ættaða utan Bretlandseyja. En hvernig hefur verið að upplifa þessa miklu kúlturbreytingu? „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi. Klefinn var áður fyrr með Bretum og það var mikill húmor og einhvern veginn allt öðruvísi. Núna í dag þá eru þetta yngri leikmenn og mikið af leikmönnum sem tala frönsku, Belgar og Frakkar. Þetta er allt öðruvísi,“ sagði Jóhann. Vantaði liðsanda „Það vantaði smá þennan liðsanda. Það var ekki eins og þetta var áður og eitthvað sem við gömlu leikmennirnir höfum ekki þurft að glíma við áður. Það hafa allir verið á sama báti og verið í þessu saman en það var öðruvísi kúltúr núna sem við þurftum að venjast,“ sagði Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira